Apple Pay komið til Íslands Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. maí 2019 08:43 Arion banki og Landsbankinn bjóða viðskiptavinum sínum að skrá greiðslukort sín í Apple Pay. Viðskiptavinir Arion banka og Landsbankans geta nú tengt greiðslukort sín við Apple Pay, greiðslulausn bandaríska tæknirisans Apple. Með Apple Pay geta notendur iPhone, Apple Watch, iPad og Mac-tölva greitt fyrir vörur og þjónustu í verslunum víða um heim sem og á netinu. Þetta kemur fram í tilkynningum frá bönkunum þar sem fram kemur að viðskiptavinir bankanna tveggja muni áfram njóta þeirra fríðinda og tilboða sem fylgi greiðslukortum bankanna tveggja, auk þess sem að enginn viðbótarkostnaður tengist því að greiða með Apple Pay. Þá kemur fram á Facebook-síðu Íslandsbanka að innan tíðar muni viðskiptavinir Íslandsbanka geta notað Apple Pay með kortum bankans. „Þegar Apple Pay er notað til að greiða fyrir vörur og þjónustu í verslunum með iPhone síma eða Apple Watch úri þá fer greiðslan fram með einföldum og snertilausum hætti. Þegar vara eða þjónusta er keypt í gegnum snjallforrit eða á vefnum, er einn af kostum Apple Pay að ekki þarf lengur að fylla út greiðsluupplýsingar eða endurtekið að fylla út upplýsingar um kaupanda og hvert senda á vöru,“ segir í tilkynningunni frá Arion banka.Í tilkynningu Landsbankans er farið yfir tæknilega hlið málsins en þar segir að þegar greiðslukort sé tengt við Apple Pay, vistast kortanúmerið hvorki í tækið né á netþjóna Apple. Í staðinn sé stofnað sýndarnúmer fyrir kortið sem er vistað með öruggum hætti í tækinu. Hver greiðsla sé síðan heimiluð með einkvæmu og breytilegu öryggisnúmeri. Við framkvæmd greiðslu auðkenna viðskiptavinir sig síðan með andlitsgreiningu fingrafari eða aðgangsnúmeri tækisins, að því er segir í tilkynningu Landsbankans.Apple Pay var kynnt til leiks árið 2014 en hefur þangað til nú ekki verið aðgengilegt með íslenskum greiðslukortum. Nánar má lesa um Apple Pay hér. Apple Neytendur Tengdar fréttir Unnt að nota símann sem greiðslukort Landsbankinn verður fyrsti bankinn á Íslandi og þriðja fjármálafyrirtækið í Evrópu til að innleiða nýja greiðslulausn VISA sem felur í sér að hægt verður að greiða fyrir vörur og þjónustu með símanum einum og sér. 17. október 2018 07:00 Vilja bera sig saman við bestu bankana Framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka segir mikla kosti geta falist í nýjum reglugerðum Evrópusambandsins. Áfram verði það verkefni bankans að bjóða bestu lausnirnar. Hún segir bankann ekki enn hafa fundið fyrir mikilli samkeppni úr nýjum áttum. 9. maí 2018 07:00 Apple kynnti kreditkort og streymisveitu Apple hefur tilkynnt að það hyggist gefa út kreditkort. Kortið mun bera nafnið Apple Card. Þá kynnti fyrirtækið einnig til leiks nýja streymisveitu. 25. mars 2019 20:19 Fjárfestar kátir þrátt fyrir minni símasölu Apple Tæknirisinn Apple seldi færri iPhone-síma á síðasta ársfjórðungi en búist var við. 1. ágúst 2018 06:58 Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Viðskiptavinir Arion banka og Landsbankans geta nú tengt greiðslukort sín við Apple Pay, greiðslulausn bandaríska tæknirisans Apple. Með Apple Pay geta notendur iPhone, Apple Watch, iPad og Mac-tölva greitt fyrir vörur og þjónustu í verslunum víða um heim sem og á netinu. Þetta kemur fram í tilkynningum frá bönkunum þar sem fram kemur að viðskiptavinir bankanna tveggja muni áfram njóta þeirra fríðinda og tilboða sem fylgi greiðslukortum bankanna tveggja, auk þess sem að enginn viðbótarkostnaður tengist því að greiða með Apple Pay. Þá kemur fram á Facebook-síðu Íslandsbanka að innan tíðar muni viðskiptavinir Íslandsbanka geta notað Apple Pay með kortum bankans. „Þegar Apple Pay er notað til að greiða fyrir vörur og þjónustu í verslunum með iPhone síma eða Apple Watch úri þá fer greiðslan fram með einföldum og snertilausum hætti. Þegar vara eða þjónusta er keypt í gegnum snjallforrit eða á vefnum, er einn af kostum Apple Pay að ekki þarf lengur að fylla út greiðsluupplýsingar eða endurtekið að fylla út upplýsingar um kaupanda og hvert senda á vöru,“ segir í tilkynningunni frá Arion banka.Í tilkynningu Landsbankans er farið yfir tæknilega hlið málsins en þar segir að þegar greiðslukort sé tengt við Apple Pay, vistast kortanúmerið hvorki í tækið né á netþjóna Apple. Í staðinn sé stofnað sýndarnúmer fyrir kortið sem er vistað með öruggum hætti í tækinu. Hver greiðsla sé síðan heimiluð með einkvæmu og breytilegu öryggisnúmeri. Við framkvæmd greiðslu auðkenna viðskiptavinir sig síðan með andlitsgreiningu fingrafari eða aðgangsnúmeri tækisins, að því er segir í tilkynningu Landsbankans.Apple Pay var kynnt til leiks árið 2014 en hefur þangað til nú ekki verið aðgengilegt með íslenskum greiðslukortum. Nánar má lesa um Apple Pay hér.
Apple Neytendur Tengdar fréttir Unnt að nota símann sem greiðslukort Landsbankinn verður fyrsti bankinn á Íslandi og þriðja fjármálafyrirtækið í Evrópu til að innleiða nýja greiðslulausn VISA sem felur í sér að hægt verður að greiða fyrir vörur og þjónustu með símanum einum og sér. 17. október 2018 07:00 Vilja bera sig saman við bestu bankana Framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka segir mikla kosti geta falist í nýjum reglugerðum Evrópusambandsins. Áfram verði það verkefni bankans að bjóða bestu lausnirnar. Hún segir bankann ekki enn hafa fundið fyrir mikilli samkeppni úr nýjum áttum. 9. maí 2018 07:00 Apple kynnti kreditkort og streymisveitu Apple hefur tilkynnt að það hyggist gefa út kreditkort. Kortið mun bera nafnið Apple Card. Þá kynnti fyrirtækið einnig til leiks nýja streymisveitu. 25. mars 2019 20:19 Fjárfestar kátir þrátt fyrir minni símasölu Apple Tæknirisinn Apple seldi færri iPhone-síma á síðasta ársfjórðungi en búist var við. 1. ágúst 2018 06:58 Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Unnt að nota símann sem greiðslukort Landsbankinn verður fyrsti bankinn á Íslandi og þriðja fjármálafyrirtækið í Evrópu til að innleiða nýja greiðslulausn VISA sem felur í sér að hægt verður að greiða fyrir vörur og þjónustu með símanum einum og sér. 17. október 2018 07:00
Vilja bera sig saman við bestu bankana Framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka segir mikla kosti geta falist í nýjum reglugerðum Evrópusambandsins. Áfram verði það verkefni bankans að bjóða bestu lausnirnar. Hún segir bankann ekki enn hafa fundið fyrir mikilli samkeppni úr nýjum áttum. 9. maí 2018 07:00
Apple kynnti kreditkort og streymisveitu Apple hefur tilkynnt að það hyggist gefa út kreditkort. Kortið mun bera nafnið Apple Card. Þá kynnti fyrirtækið einnig til leiks nýja streymisveitu. 25. mars 2019 20:19
Fjárfestar kátir þrátt fyrir minni símasölu Apple Tæknirisinn Apple seldi færri iPhone-síma á síðasta ársfjórðungi en búist var við. 1. ágúst 2018 06:58