Hlutur LeBron James í Liverpool hefur meira en fimmfaldast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2019 11:30 LeBron James með Meistaradeildarbikarinn, Ætli hann mæti á úrslitaleikinn í Madrid? Getty/Andrew Powell Ein stærsta stjarna NBA-deildarinnar fagnaði sigri Liverpool í Meistaradeildinni í gær og ekki að ástæðulausu. Stuðningsmenn Liverpool eru út um allan heim og sumir þeirra eru hetjur úr öðrum íþróttagreinum. Bandaríska körfuboltastjarnan LeBron James er ekki með í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í fyrsta sinn í fjórtán ár og ætti því að hafa nægan tíma til að fylgjast með sínu félagi í enska boltanum. LeBron James eignaðist tveggja prósenta hlut í Liverpool árið 2011 og kostaði það hann um 6,5 milljónir dollara eða 796 milljónir íslenskra króna. James á enn þá þennan hlut en eftir frábært gengi Liverpool liðsins undanfarin ár þá er hlutur hans mikli verðmeiri í dag. Liverpool er komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar annað árið í röð og háði harða baráttu við Manchester City um enska meistaratitilinn á þessu tímabili. Bandaríski blaðamaðurinn Darren Rovell benti á það á Twitter að þessi tveggja prósenta hlutur LeBron James sé nú metinn á 35 milljónir dollara eða tæplega 4,3 milljarða íslenskra króna.Liverpool is going to the Champions League Final. LeBron owns 2% of the team. He paid $6.5 million for his original stake in 2011. Worth at least $35 million now. pic.twitter.com/mMtMlm6F7Q — Darren Rovell (@darrenrovell) May 7, 2019Það þýðir að hlutur LeBron James í Liverpool hefur meira en fimmfaldast á þessum átta árum síðan að hann keypti í félaginu, farið úr 796 milljónum íslenskra króna upp í 4,3 milljarða. Ekki slæm ávöxtun þar á ferðinni. LeBron James fagnaði líka árangri sinna manna á Twitter eftir leikinn í gær.‼️‼️‼️‼️‼️‼️ AMAZING NIGHT FOR THE REDS. WOW‼️‼️ #YNWAhttps://t.co/n9tuwtaj8z — LeBron James (@KingJames) May 7, 2019Liverpool mætir annaðhvort Ajax eða Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fram fer á Wanda Metropolitano leikvanginum í Madrid 1. júní næstkomandi. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Luis Suarez: Við litum út eins og litlir skólastrákar Luis Suarez þurfti að upplifa eitt svartasta kvöld fótboltaferils síns í gær og það á sínum gamla heimavelli þegar Liverpool sló Barcelona út úr Meistaradeildinni. 8. maí 2019 09:30 Liðsrúta Barcelona skildi Messi eftir á Anfield í gærkvöldi Leikmönnum og starfsfólki Barcelona lá svo á að komast í burtu af Anfield eftir rassskellinn í gær að liðsrúta Barcelona fór af svæðinu án stærstu stjörnu liðsins. 8. maí 2019 09:00 Vill að úrræðagóði boltastrákurinn á Anfield fái miða á úrslitaleikinn Boltastrákur á Anfield fékk mikið hrós fyrir sinn þátt í 4-0 sigri Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 10:00 Mourinho hrósaði Klopp í hástert: „Liverpool er spegilmynd af persónuleika hans“ Fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United lofaði Jürgen Klopp eftir ótrúlegan sigur Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 08:30 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Ein stærsta stjarna NBA-deildarinnar fagnaði sigri Liverpool í Meistaradeildinni í gær og ekki að ástæðulausu. Stuðningsmenn Liverpool eru út um allan heim og sumir þeirra eru hetjur úr öðrum íþróttagreinum. Bandaríska körfuboltastjarnan LeBron James er ekki með í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í fyrsta sinn í fjórtán ár og ætti því að hafa nægan tíma til að fylgjast með sínu félagi í enska boltanum. LeBron James eignaðist tveggja prósenta hlut í Liverpool árið 2011 og kostaði það hann um 6,5 milljónir dollara eða 796 milljónir íslenskra króna. James á enn þá þennan hlut en eftir frábært gengi Liverpool liðsins undanfarin ár þá er hlutur hans mikli verðmeiri í dag. Liverpool er komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar annað árið í röð og háði harða baráttu við Manchester City um enska meistaratitilinn á þessu tímabili. Bandaríski blaðamaðurinn Darren Rovell benti á það á Twitter að þessi tveggja prósenta hlutur LeBron James sé nú metinn á 35 milljónir dollara eða tæplega 4,3 milljarða íslenskra króna.Liverpool is going to the Champions League Final. LeBron owns 2% of the team. He paid $6.5 million for his original stake in 2011. Worth at least $35 million now. pic.twitter.com/mMtMlm6F7Q — Darren Rovell (@darrenrovell) May 7, 2019Það þýðir að hlutur LeBron James í Liverpool hefur meira en fimmfaldast á þessum átta árum síðan að hann keypti í félaginu, farið úr 796 milljónum íslenskra króna upp í 4,3 milljarða. Ekki slæm ávöxtun þar á ferðinni. LeBron James fagnaði líka árangri sinna manna á Twitter eftir leikinn í gær.‼️‼️‼️‼️‼️‼️ AMAZING NIGHT FOR THE REDS. WOW‼️‼️ #YNWAhttps://t.co/n9tuwtaj8z — LeBron James (@KingJames) May 7, 2019Liverpool mætir annaðhvort Ajax eða Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fram fer á Wanda Metropolitano leikvanginum í Madrid 1. júní næstkomandi.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Luis Suarez: Við litum út eins og litlir skólastrákar Luis Suarez þurfti að upplifa eitt svartasta kvöld fótboltaferils síns í gær og það á sínum gamla heimavelli þegar Liverpool sló Barcelona út úr Meistaradeildinni. 8. maí 2019 09:30 Liðsrúta Barcelona skildi Messi eftir á Anfield í gærkvöldi Leikmönnum og starfsfólki Barcelona lá svo á að komast í burtu af Anfield eftir rassskellinn í gær að liðsrúta Barcelona fór af svæðinu án stærstu stjörnu liðsins. 8. maí 2019 09:00 Vill að úrræðagóði boltastrákurinn á Anfield fái miða á úrslitaleikinn Boltastrákur á Anfield fékk mikið hrós fyrir sinn þátt í 4-0 sigri Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 10:00 Mourinho hrósaði Klopp í hástert: „Liverpool er spegilmynd af persónuleika hans“ Fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United lofaði Jürgen Klopp eftir ótrúlegan sigur Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 08:30 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Luis Suarez: Við litum út eins og litlir skólastrákar Luis Suarez þurfti að upplifa eitt svartasta kvöld fótboltaferils síns í gær og það á sínum gamla heimavelli þegar Liverpool sló Barcelona út úr Meistaradeildinni. 8. maí 2019 09:30
Liðsrúta Barcelona skildi Messi eftir á Anfield í gærkvöldi Leikmönnum og starfsfólki Barcelona lá svo á að komast í burtu af Anfield eftir rassskellinn í gær að liðsrúta Barcelona fór af svæðinu án stærstu stjörnu liðsins. 8. maí 2019 09:00
Vill að úrræðagóði boltastrákurinn á Anfield fái miða á úrslitaleikinn Boltastrákur á Anfield fékk mikið hrós fyrir sinn þátt í 4-0 sigri Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 10:00
Mourinho hrósaði Klopp í hástert: „Liverpool er spegilmynd af persónuleika hans“ Fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United lofaði Jürgen Klopp eftir ótrúlegan sigur Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 08:30