Hlutur LeBron James í Liverpool hefur meira en fimmfaldast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2019 11:30 LeBron James með Meistaradeildarbikarinn, Ætli hann mæti á úrslitaleikinn í Madrid? Getty/Andrew Powell Ein stærsta stjarna NBA-deildarinnar fagnaði sigri Liverpool í Meistaradeildinni í gær og ekki að ástæðulausu. Stuðningsmenn Liverpool eru út um allan heim og sumir þeirra eru hetjur úr öðrum íþróttagreinum. Bandaríska körfuboltastjarnan LeBron James er ekki með í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í fyrsta sinn í fjórtán ár og ætti því að hafa nægan tíma til að fylgjast með sínu félagi í enska boltanum. LeBron James eignaðist tveggja prósenta hlut í Liverpool árið 2011 og kostaði það hann um 6,5 milljónir dollara eða 796 milljónir íslenskra króna. James á enn þá þennan hlut en eftir frábært gengi Liverpool liðsins undanfarin ár þá er hlutur hans mikli verðmeiri í dag. Liverpool er komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar annað árið í röð og háði harða baráttu við Manchester City um enska meistaratitilinn á þessu tímabili. Bandaríski blaðamaðurinn Darren Rovell benti á það á Twitter að þessi tveggja prósenta hlutur LeBron James sé nú metinn á 35 milljónir dollara eða tæplega 4,3 milljarða íslenskra króna.Liverpool is going to the Champions League Final. LeBron owns 2% of the team. He paid $6.5 million for his original stake in 2011. Worth at least $35 million now. pic.twitter.com/mMtMlm6F7Q — Darren Rovell (@darrenrovell) May 7, 2019Það þýðir að hlutur LeBron James í Liverpool hefur meira en fimmfaldast á þessum átta árum síðan að hann keypti í félaginu, farið úr 796 milljónum íslenskra króna upp í 4,3 milljarða. Ekki slæm ávöxtun þar á ferðinni. LeBron James fagnaði líka árangri sinna manna á Twitter eftir leikinn í gær.‼️‼️‼️‼️‼️‼️ AMAZING NIGHT FOR THE REDS. WOW‼️‼️ #YNWAhttps://t.co/n9tuwtaj8z — LeBron James (@KingJames) May 7, 2019Liverpool mætir annaðhvort Ajax eða Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fram fer á Wanda Metropolitano leikvanginum í Madrid 1. júní næstkomandi. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Luis Suarez: Við litum út eins og litlir skólastrákar Luis Suarez þurfti að upplifa eitt svartasta kvöld fótboltaferils síns í gær og það á sínum gamla heimavelli þegar Liverpool sló Barcelona út úr Meistaradeildinni. 8. maí 2019 09:30 Liðsrúta Barcelona skildi Messi eftir á Anfield í gærkvöldi Leikmönnum og starfsfólki Barcelona lá svo á að komast í burtu af Anfield eftir rassskellinn í gær að liðsrúta Barcelona fór af svæðinu án stærstu stjörnu liðsins. 8. maí 2019 09:00 Vill að úrræðagóði boltastrákurinn á Anfield fái miða á úrslitaleikinn Boltastrákur á Anfield fékk mikið hrós fyrir sinn þátt í 4-0 sigri Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 10:00 Mourinho hrósaði Klopp í hástert: „Liverpool er spegilmynd af persónuleika hans“ Fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United lofaði Jürgen Klopp eftir ótrúlegan sigur Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 08:30 Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Ein stærsta stjarna NBA-deildarinnar fagnaði sigri Liverpool í Meistaradeildinni í gær og ekki að ástæðulausu. Stuðningsmenn Liverpool eru út um allan heim og sumir þeirra eru hetjur úr öðrum íþróttagreinum. Bandaríska körfuboltastjarnan LeBron James er ekki með í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í fyrsta sinn í fjórtán ár og ætti því að hafa nægan tíma til að fylgjast með sínu félagi í enska boltanum. LeBron James eignaðist tveggja prósenta hlut í Liverpool árið 2011 og kostaði það hann um 6,5 milljónir dollara eða 796 milljónir íslenskra króna. James á enn þá þennan hlut en eftir frábært gengi Liverpool liðsins undanfarin ár þá er hlutur hans mikli verðmeiri í dag. Liverpool er komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar annað árið í röð og háði harða baráttu við Manchester City um enska meistaratitilinn á þessu tímabili. Bandaríski blaðamaðurinn Darren Rovell benti á það á Twitter að þessi tveggja prósenta hlutur LeBron James sé nú metinn á 35 milljónir dollara eða tæplega 4,3 milljarða íslenskra króna.Liverpool is going to the Champions League Final. LeBron owns 2% of the team. He paid $6.5 million for his original stake in 2011. Worth at least $35 million now. pic.twitter.com/mMtMlm6F7Q — Darren Rovell (@darrenrovell) May 7, 2019Það þýðir að hlutur LeBron James í Liverpool hefur meira en fimmfaldast á þessum átta árum síðan að hann keypti í félaginu, farið úr 796 milljónum íslenskra króna upp í 4,3 milljarða. Ekki slæm ávöxtun þar á ferðinni. LeBron James fagnaði líka árangri sinna manna á Twitter eftir leikinn í gær.‼️‼️‼️‼️‼️‼️ AMAZING NIGHT FOR THE REDS. WOW‼️‼️ #YNWAhttps://t.co/n9tuwtaj8z — LeBron James (@KingJames) May 7, 2019Liverpool mætir annaðhvort Ajax eða Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fram fer á Wanda Metropolitano leikvanginum í Madrid 1. júní næstkomandi.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Luis Suarez: Við litum út eins og litlir skólastrákar Luis Suarez þurfti að upplifa eitt svartasta kvöld fótboltaferils síns í gær og það á sínum gamla heimavelli þegar Liverpool sló Barcelona út úr Meistaradeildinni. 8. maí 2019 09:30 Liðsrúta Barcelona skildi Messi eftir á Anfield í gærkvöldi Leikmönnum og starfsfólki Barcelona lá svo á að komast í burtu af Anfield eftir rassskellinn í gær að liðsrúta Barcelona fór af svæðinu án stærstu stjörnu liðsins. 8. maí 2019 09:00 Vill að úrræðagóði boltastrákurinn á Anfield fái miða á úrslitaleikinn Boltastrákur á Anfield fékk mikið hrós fyrir sinn þátt í 4-0 sigri Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 10:00 Mourinho hrósaði Klopp í hástert: „Liverpool er spegilmynd af persónuleika hans“ Fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United lofaði Jürgen Klopp eftir ótrúlegan sigur Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 08:30 Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Luis Suarez: Við litum út eins og litlir skólastrákar Luis Suarez þurfti að upplifa eitt svartasta kvöld fótboltaferils síns í gær og það á sínum gamla heimavelli þegar Liverpool sló Barcelona út úr Meistaradeildinni. 8. maí 2019 09:30
Liðsrúta Barcelona skildi Messi eftir á Anfield í gærkvöldi Leikmönnum og starfsfólki Barcelona lá svo á að komast í burtu af Anfield eftir rassskellinn í gær að liðsrúta Barcelona fór af svæðinu án stærstu stjörnu liðsins. 8. maí 2019 09:00
Vill að úrræðagóði boltastrákurinn á Anfield fái miða á úrslitaleikinn Boltastrákur á Anfield fékk mikið hrós fyrir sinn þátt í 4-0 sigri Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 10:00
Mourinho hrósaði Klopp í hástert: „Liverpool er spegilmynd af persónuleika hans“ Fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United lofaði Jürgen Klopp eftir ótrúlegan sigur Liverpool á Barcelona í gær. 8. maí 2019 08:30