Gísli lést eftir að hann var skotinn í lærið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. maí 2019 10:51 Frá vettvangi í Mehamn. TV2/Christoffer Robin Jensen Krufning á líki Gísla Þórs Þórarinssonar, sem skotinn var til bana í Mehamn í Noregi í apríl, leiðir í ljós að hann var skotinn í lærið. Við það missti hann svo mikið blóð að hann lést. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni í Finnmörk í Noregi sem fer með rannsókn málsins. Þar segir einnig að íslenska sendiráðinu hafi verið tilkynnt um það að krufningu sé lokið og hægt sé nú að flytja lík Gísla Þórs til Íslands. Alls hafa fimmtíu vitni nú verið yfirheyrð við rannsókn málsins en hinir grunuðu í málinu hafa ekki verið yfirheyrðir aftur. Lögreglan í Noregi bíður þess að enn að fá niðurstöðu úr greiningu á vopninu, rafrænum upplýsingum og öðru sem tengist rannsókninni. Enginn af þeim sem tengist málinu var skráður fyrir skotvopni og lögreglunni var ekki kunnugt um að Gunnar Gunnarsson, hálfbróðir Gísla sem grunaður er um að hafa skotið hann til bana, hefði aðgang að skotvopni. Rannsókn lögreglu bendir til þess að hann hafi komist yfir vopnið sama dag og Gísli var skotinn til bana. Gunnar situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins en hann var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald nokkrum dögum eftir að bróðir hans lést. Í tilkynningu lögreglu segir að áfram verði farið fram á gæsluvarðhald yfir honum þegar núverandi varðhald rennur út. Gunnar hefur neitað sök í málinu. Hann segir að um slys hafi verið að ræða og að hann hafi aldrei ætlað að skaða bróður sinn.Fréttin hefur verið uppfærð. Manndráp í Mehamn Tengdar fréttir Fjörutíu yfirheyrðir í tengslum við morðið í Mehamn Lögreglan í Finnmörk telur atburðarásina vera að skýrast hvað varð til þess að Gísla Þór Þórarinssyni var ráðinn bani aðfaranótt laugardagsins 27. apríl. 2. maí 2019 12:31 Fundu blóð í bílnum sem Íslendingarnir eru taldir hafa ekið af vettvangi Tæknideild norsku lögreglunnar fann blóð í bíl í tengslum við rannsókn á morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni, fertugum Íslendingi, í norska smábænum Mehamn síðastliðinn laugardag. Þá eru deilur Gísla og Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, hálfbróður hans, á meðal lykilatriða í rannsókn lögreglu. 3. maí 2019 08:56 Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. 2. maí 2019 13:38 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Krufning á líki Gísla Þórs Þórarinssonar, sem skotinn var til bana í Mehamn í Noregi í apríl, leiðir í ljós að hann var skotinn í lærið. Við það missti hann svo mikið blóð að hann lést. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni í Finnmörk í Noregi sem fer með rannsókn málsins. Þar segir einnig að íslenska sendiráðinu hafi verið tilkynnt um það að krufningu sé lokið og hægt sé nú að flytja lík Gísla Þórs til Íslands. Alls hafa fimmtíu vitni nú verið yfirheyrð við rannsókn málsins en hinir grunuðu í málinu hafa ekki verið yfirheyrðir aftur. Lögreglan í Noregi bíður þess að enn að fá niðurstöðu úr greiningu á vopninu, rafrænum upplýsingum og öðru sem tengist rannsókninni. Enginn af þeim sem tengist málinu var skráður fyrir skotvopni og lögreglunni var ekki kunnugt um að Gunnar Gunnarsson, hálfbróðir Gísla sem grunaður er um að hafa skotið hann til bana, hefði aðgang að skotvopni. Rannsókn lögreglu bendir til þess að hann hafi komist yfir vopnið sama dag og Gísli var skotinn til bana. Gunnar situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins en hann var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald nokkrum dögum eftir að bróðir hans lést. Í tilkynningu lögreglu segir að áfram verði farið fram á gæsluvarðhald yfir honum þegar núverandi varðhald rennur út. Gunnar hefur neitað sök í málinu. Hann segir að um slys hafi verið að ræða og að hann hafi aldrei ætlað að skaða bróður sinn.Fréttin hefur verið uppfærð.
Manndráp í Mehamn Tengdar fréttir Fjörutíu yfirheyrðir í tengslum við morðið í Mehamn Lögreglan í Finnmörk telur atburðarásina vera að skýrast hvað varð til þess að Gísla Þór Þórarinssyni var ráðinn bani aðfaranótt laugardagsins 27. apríl. 2. maí 2019 12:31 Fundu blóð í bílnum sem Íslendingarnir eru taldir hafa ekið af vettvangi Tæknideild norsku lögreglunnar fann blóð í bíl í tengslum við rannsókn á morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni, fertugum Íslendingi, í norska smábænum Mehamn síðastliðinn laugardag. Þá eru deilur Gísla og Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, hálfbróður hans, á meðal lykilatriða í rannsókn lögreglu. 3. maí 2019 08:56 Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. 2. maí 2019 13:38 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Fjörutíu yfirheyrðir í tengslum við morðið í Mehamn Lögreglan í Finnmörk telur atburðarásina vera að skýrast hvað varð til þess að Gísla Þór Þórarinssyni var ráðinn bani aðfaranótt laugardagsins 27. apríl. 2. maí 2019 12:31
Fundu blóð í bílnum sem Íslendingarnir eru taldir hafa ekið af vettvangi Tæknideild norsku lögreglunnar fann blóð í bíl í tengslum við rannsókn á morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni, fertugum Íslendingi, í norska smábænum Mehamn síðastliðinn laugardag. Þá eru deilur Gísla og Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, hálfbróður hans, á meðal lykilatriða í rannsókn lögreglu. 3. maí 2019 08:56
Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. 2. maí 2019 13:38