Stærri bardagahöll í Reykjanesbæ styttir biðlista í bardagaíþróttum Sighvatur Jónsson skrifar 9. maí 2019 11:30 Ný bardagahöll í Reykjanesbæ hefur stytt biðlista í bardagaíþróttum. Í húsinu eru æfingar í Taekwondo, júdó og hnefaleikum. Nýja aðstaðan skiptir miklu máli segir ungur Taekwondo keppandi sem er á leið á sitt fyrsta heimsmeistaramót í íþróttinni. Bardagafélög í Reykjanesbæ hafa fengið stærra hús til umráða en þau höfðu áður. Í 1.200 fermetra húsnæði eru Taekwondo-deild Keflavíkur, júdódeild Njarðvíkur og Hnefaleikafélag Reykjanesbæjar. „Við erum búin að vera með biðlista hjá krakkahópunum síðustu 2-3 ár, það hafa ekki komist að eins margir og hafa viljað. Þannig að við erum loksins komin í viðeigandi húsnæði. Um leið og við byrjuðum hérna komu 30-40 nýir í fyrstu vikunni,“ segir Helgi Rafn Guðmundsson, yfirþjálfari Taekwondodeildar Keflavíkur. Íbúum hefur fjölgað hratt í Reykjanesbæ. Helgi Rafn segir að samhliða hafi aðsókn aukist í bardagaíþróttir, þær séu mótvægi við vinsælar boltaíþróttir.Ágúst Kristinn Eðvarðsson„Það eru nefnilega ekkert allir sem plumma sig þar. Sumir hafa meiri þörf á því að takast á, einhvers konar aga sem tengist oft við bardagaíþróttirnar. Svo er það einstaklingsíþrótt á móti því að vera í hópíþrótt. Auðvitað viljum við hafa flóruna þannig að það sé eitthvað fyrir alla,“ segir Helgi Rafn. Ágúst Kristinn Eðvarðsson hefur æft Taekwondo frá sex ára aldri. Hann er nýorðinn 18 ára og er að undirbúa sig fyrir sitt fyrsta heimsmeistaramót fullorðinna. „Ég er búinn að fara á tvö áður, eitt heimsmeistaramót unglinga yngri, eitt heimsmeistaramót unglinga eldri og er nú að fara á stóra sviðið. Ég tel að ég eigi sérstaklega góða möguleika af því að þetta eru aðstæðingar sem ég þekki,“ segir Ágúst Kristinn.Ertu búinn að greina núverandi heimsmeistara alveg í spað?„Ég er búinn að fylgjast með honum frá því að ég var gutti og veit nákvæmlega hvað hann er að fara að gera. En ég held að hann viti ekki nákvæmlega hvað ég er að fara að gera.“ Reykjanesbær Taekwondo Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Fleiri fréttir Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Sjá meira
Ný bardagahöll í Reykjanesbæ hefur stytt biðlista í bardagaíþróttum. Í húsinu eru æfingar í Taekwondo, júdó og hnefaleikum. Nýja aðstaðan skiptir miklu máli segir ungur Taekwondo keppandi sem er á leið á sitt fyrsta heimsmeistaramót í íþróttinni. Bardagafélög í Reykjanesbæ hafa fengið stærra hús til umráða en þau höfðu áður. Í 1.200 fermetra húsnæði eru Taekwondo-deild Keflavíkur, júdódeild Njarðvíkur og Hnefaleikafélag Reykjanesbæjar. „Við erum búin að vera með biðlista hjá krakkahópunum síðustu 2-3 ár, það hafa ekki komist að eins margir og hafa viljað. Þannig að við erum loksins komin í viðeigandi húsnæði. Um leið og við byrjuðum hérna komu 30-40 nýir í fyrstu vikunni,“ segir Helgi Rafn Guðmundsson, yfirþjálfari Taekwondodeildar Keflavíkur. Íbúum hefur fjölgað hratt í Reykjanesbæ. Helgi Rafn segir að samhliða hafi aðsókn aukist í bardagaíþróttir, þær séu mótvægi við vinsælar boltaíþróttir.Ágúst Kristinn Eðvarðsson„Það eru nefnilega ekkert allir sem plumma sig þar. Sumir hafa meiri þörf á því að takast á, einhvers konar aga sem tengist oft við bardagaíþróttirnar. Svo er það einstaklingsíþrótt á móti því að vera í hópíþrótt. Auðvitað viljum við hafa flóruna þannig að það sé eitthvað fyrir alla,“ segir Helgi Rafn. Ágúst Kristinn Eðvarðsson hefur æft Taekwondo frá sex ára aldri. Hann er nýorðinn 18 ára og er að undirbúa sig fyrir sitt fyrsta heimsmeistaramót fullorðinna. „Ég er búinn að fara á tvö áður, eitt heimsmeistaramót unglinga yngri, eitt heimsmeistaramót unglinga eldri og er nú að fara á stóra sviðið. Ég tel að ég eigi sérstaklega góða möguleika af því að þetta eru aðstæðingar sem ég þekki,“ segir Ágúst Kristinn.Ertu búinn að greina núverandi heimsmeistara alveg í spað?„Ég er búinn að fylgjast með honum frá því að ég var gutti og veit nákvæmlega hvað hann er að fara að gera. En ég held að hann viti ekki nákvæmlega hvað ég er að fara að gera.“
Reykjanesbær Taekwondo Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Fleiri fréttir Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Sjá meira