„Hjartað mitt, svo blíður og góður. Heimsins besti kærasti og stjúpfaðir. Aleigan mín.“
Svona lýsir Elena Undeland Gísla Þór Þórarinssyni í færslu sem hún skrifaði á Facebook.
Elena var kærasta Gísla Þórs en hann skilur einnig eftir sig stjúpbörn.
Gísli Þór var skotinn til bana í heimahúsi í sjávarþorpinu Mehamn í Norður-Noregi aðfaranótt laugardags. Þegar viðbragðsaðila bar að garði var Gísli alvarlega slasaður. Hann var úrskurðaður látinn skömmu síðar.
Elena hefur hrundið af stað söfnun til að standa straum af þeim kostnaði sem fylgir því að flytja jarðneskar leifar hans frá Noregi til Íslands.
„Gísli var skyndilega tekinn frá okkur á laugardag. Það mun verða kostnaðarsamt að leggja hann til hinstu hvílu. Hann verður jarðsettur á Ísafirði á Íslandi,“ segir Elena en jarðarförin mun fara fram í Ytri-Njarðvíkurkirkju.
„Þess vegna hefjum við söfnun á borð við þá sem systkini og vinir hans á Íslandi hafa hrundið af stað“ skrifar Elena.
Í lok færslu sinnar birtir hún norskan styrktarreikning sem hún hefur stofnað í kringum söfnunina: 4750.72.45982.
„Heimsins besti kærasti og stjúpfaðir“

Tengdar fréttir

Munu yfirheyra fólk hér á landi í tengslum við morðið í Mehamn
Norska lögreglan hefur nú þegar tekið skýrslu af nokkrum einstaklingum í tengslum við morðið á Gísla Þór Þórarinssyni en hann var skotinn til bana í bænum Mehamn í Finnmörk aðfaranótt laugardags.

Leiddir fyrir dómara í kvöld og yfirheyrðir á miðvikudag
Íslendingarnir tveir sem eru í haldi norsku lögreglunnar eftir að Gísli Þór Þórarinsson, fertugur íslenskur karlmaður, var skotinn til bana í þorpinu Mehamn í Finnmörku aðfaranótt laugardags verða leiddir fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að norskum tíma.