Philippe Coutinho mætir sínum gömlu félögum í Liverpool í fyrsta skipti í kvöld þegar Barcelona tekur á móti þeim rauðu í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Coutinho var seldur til Barcelona í janúar 2018 eftir að hafa spilað frábærlega í Bítlaborginni. Jurgen Klopp segir sína menn hafa staðið sig betur en hann átti von á án Brasilíumannsins.
„Við söknum hans, þar sem hann er heimsklassa leikmaður, en við þurftum að bjarga okkur án hans og við gerðum mjög vel,“ sagði Klopp.
„Þegar ég heyrði fyrst að hann vildi fara til Barcelona þá gat ég ekki ímyndað mér að við yrðum svona góðir án hans. En við gerðum það og þetta var gott fyrir báðar hliðar.“
Liverpool þarf að halda aftur af Coutinho á Nou Camp í kvöld til þess að freista þess að komast í úrslitaleik Meistardeildarinnar annað árið í röð.
Leikur Barcelona og Liverpool verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst upphitun 18:30.
Klopp: Bjóst ekki við að við yrðum svona góðir án Coutinho
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti


Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti

„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn

Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn



