Mauricio Pochettino segist hafa stillt taktíkinni vitlaust upp gegn Ajax í undanúrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld.
Ajax byrjaði leikinn miklu betur og var með yfirhöndina fyrsta hálftímann þegar Tottenham spilaði 3-5-2. Á þeim kafla skoraði Donny van de Beek eina mark leiksins.
„Þegar ég horfi á leikinn aftur get ég séð að við spiluðum vitlausa taktík,“ sagði Pochettino eftir leikinn.
„En það voru ekki of margir valmöguleikar, það er ekki hægt að giska á það hvað hefði gerst ef við hefðum spilað öðruvísi.“
„Það var ekki taktíkin sem lét okkur fá á okkur mark. Hvernig við nálguðumst leikinn var ekki gott. Ég er stjórinn og ég tek ábyrgð á því.“
Eftir að Jan Vertonghen fór út af vegna meiðsla í fyrri hálfleik skipti Tottenham í 4-4-2 og Moussa Sissoko kom inn. Lið Tottenham leit strax betur út og var mun betra í lok fyrri hálfleiks og seinni hálfleik.
„Eftir að við fengum markið á okkur þá komust við inn í leikinn. Moussa Sissoko kom með góða orku og við spiluðum mun betur.“
Liðin mætast öðru sinni í Amsterdam þar sem Tottenham þarf að vinna til þess að komast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fyrsta skipti. Pochettino mun næsta víst ekki stilla aftur upp í 3-5-2 fyrir þann leik.
Pochettino: Taktíkin var vitlaus
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti



„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti

„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn





Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti