Johnson tók forystuna fyrir lokahringinn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. apríl 2019 22:24 Hinn reyndi Dustin Johnson tók forystuna í dag vísir/getty Dustin Johnson leiðir RBC Heritage mótið, sem er hluti af PGA mótaröðinni, með einu höggi fyrir lokahringinn. Johnson hrifsaði forystuna af Shane Lowry, sem leiddi eftir annan hring, með góðum þriðja hring. Hann fékk sex fugla á hringnum í dag og þrjá skolla, kláraði á þremur höggum undir pari og er samtals á tíu höggum undir pari í mótinu.@DJohnsonPGA is putting circles on the scorecard. #QuickHitspic.twitter.com/Xuo76pv124 — PGA TOUR (@PGATOUR) April 20, 2019 Írinn Lowry, sem var í 203. sæti stigalista mótaraðarinnar fyrir þetta mót og á aðeins einn sigur á PGA mótaröðinni á ferlinum, átti erfiðar seinni níu holur í dag sem fóru með forystuna. Hann byrjaði fyrri níu nokkuð óaðfinnanlega, fékk ekki einn einasta skolla og spilaði fyrir þremur fuglum. Seinni níu voru hins vegar algjör andstaða. Þar kom enginn fugl og þrír skollar svo hann fór hringinn á parinu. Lowry er þó á níu höggum undir pari í mótinu og er því aðeins einu höggi á eftir Johnson og getur vel endurheimt forystuna með góðum lokahring. Með Lowry í 2. - 4. sæti eru Ian Poulter og Rory Sabbatini. Efsti maður FedEx stigalistans, Matt Kuchar, er jafn í 10. sæti og fer upp um níu sæti frá gærdeginum. Bandaríkjamaðurinn Scot Piercy byrjaði hringinn í dag á svakalegum krafti en hann fór fyrstu fjórar holurnar í röð allar á fugli. Svo hægðist aðeins á honum og það kom skolli á níundu holu. Hann kláraði seinni níu holurnar á pari og fór því hringinn á þremur höggum undir pari og situr þægilega í fimmta sæti á átta höggum undir pari samtals í mótinu.His FOURTH straight birdie. start for @ScottPiercyPGA.#QuickHitspic.twitter.com/keQBkv12lx — PGA TOUR (@PGATOUR) April 20, 2019 Það er þétt setið á toppi töflunnar, tíunda sætið er þremur höggum frá því fyrsta, og verður baráttan á lokahringnum mjög spennandi. Bein útsending frá lokadegi mótsins hefst á Stöð 2 Golf klukkan 17:00 á morgun, páskadag. Golf Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Dustin Johnson leiðir RBC Heritage mótið, sem er hluti af PGA mótaröðinni, með einu höggi fyrir lokahringinn. Johnson hrifsaði forystuna af Shane Lowry, sem leiddi eftir annan hring, með góðum þriðja hring. Hann fékk sex fugla á hringnum í dag og þrjá skolla, kláraði á þremur höggum undir pari og er samtals á tíu höggum undir pari í mótinu.@DJohnsonPGA is putting circles on the scorecard. #QuickHitspic.twitter.com/Xuo76pv124 — PGA TOUR (@PGATOUR) April 20, 2019 Írinn Lowry, sem var í 203. sæti stigalista mótaraðarinnar fyrir þetta mót og á aðeins einn sigur á PGA mótaröðinni á ferlinum, átti erfiðar seinni níu holur í dag sem fóru með forystuna. Hann byrjaði fyrri níu nokkuð óaðfinnanlega, fékk ekki einn einasta skolla og spilaði fyrir þremur fuglum. Seinni níu voru hins vegar algjör andstaða. Þar kom enginn fugl og þrír skollar svo hann fór hringinn á parinu. Lowry er þó á níu höggum undir pari í mótinu og er því aðeins einu höggi á eftir Johnson og getur vel endurheimt forystuna með góðum lokahring. Með Lowry í 2. - 4. sæti eru Ian Poulter og Rory Sabbatini. Efsti maður FedEx stigalistans, Matt Kuchar, er jafn í 10. sæti og fer upp um níu sæti frá gærdeginum. Bandaríkjamaðurinn Scot Piercy byrjaði hringinn í dag á svakalegum krafti en hann fór fyrstu fjórar holurnar í röð allar á fugli. Svo hægðist aðeins á honum og það kom skolli á níundu holu. Hann kláraði seinni níu holurnar á pari og fór því hringinn á þremur höggum undir pari og situr þægilega í fimmta sæti á átta höggum undir pari samtals í mótinu.His FOURTH straight birdie. start for @ScottPiercyPGA.#QuickHitspic.twitter.com/keQBkv12lx — PGA TOUR (@PGATOUR) April 20, 2019 Það er þétt setið á toppi töflunnar, tíunda sætið er þremur höggum frá því fyrsta, og verður baráttan á lokahringnum mjög spennandi. Bein útsending frá lokadegi mótsins hefst á Stöð 2 Golf klukkan 17:00 á morgun, páskadag.
Golf Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira