Rosengård fer vel af stað í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Í dag vann liðið stórsigur á Kristianstads, 5-1, í Íslendingaslag.
Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn í vörn Rosengård sem hefur unnið báða leiki sína í deildinni.
Sif Atladóttir, Svava Rós Guðmundsdóttir og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir voru allar í byrjunarliði Kristianstads sem Elísabet Gunnarsdóttir stýrir.
Sif og Svava Rós léku allan leikinn en Þórdís Hrönn var tekin af velli á 62. mínútu.
Kristianstads er með þrjú stig eftir tvo leiki.
Rosengård með stórsigur í Íslendingaslag
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið





Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum
Íslenski boltinn

Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti
Íslenski boltinn

Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United?
Enski boltinn


