Segir lágvöruverslanir spyrna á móti verðhækkunum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 24. apríl 2019 20:00 Verslunin Krónan hefur fengið 70 tilkynningar um verðhækkanir á vörum frá því síðasta haust. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir ýmsar ástæður liggja þar að baki bæði gengisbreytingar og launahækkanir. Lágvöruverslanir reyni að spyrna við fótum og mikilvægt sé að fyrirtæki vinni saman að því að halda vöruverði niðri. Þar sem kjarasamningar hafa verið samþykktir mun ÍSAM hækka vörur sínar um 3,9 prósent 1. maí næstkomandi. Gæðabakstur, sem einnig á Kristjánsbakarí, hækkar einnig vörur sínar um 6,2 prósent. Haldi fyrirtæki þessu til streitu eru líkur á að launahækkanir nýsamþykktra kjarasamninga hafi áhrif á vöruverð. Neytendur hafa rætt sín á milli að sniðganga vörur þeirra. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, segir fyrirtækið reyna að spyrna við fótum, en verðhækkanir sem þessar komi sér illa vegna lágrar álagningar. Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, tekur í sama streng. „Það sem skiptir máli er að allir reyni að halda í sér með verðhækkanir í dag. Ástandið er viðkvæmt. Við ætlum allavega að gera okkar til að leggja okkar að mörkum. Við erum alltaf að leita leiða til að auka skilvirkni í okkar rekstri,“ segir Gréta. Vilhjálmur Þorláksson, framkvæmdastjóri Gæðabaksturs, sagði í fréttum okkar fyrir helgi að hann vildi frekar ráðast í verðhækkanir en uppsagnir. Launahækkanirnar feli í sér aukakostnað upp á fimm milljónir á mánuði. Í samtali við fréttastofu sagði forstjóri ÍSAM verðhækkanir þeirra hóflegar og samkeppnisstöðu framleiðsluiðnaðarins erfiða.Nú er þetta kannski svolítið stór birgi og Gæðabakstur líka að hækka. Er hægt að sniðganga svona birgja?„Við teljum okkur í Krónunni með gott vöruúrval. Valið er alltaf viðskiptavinanna. Það eru aðrir kostir sem hægt er að velja, það er alltaf möguleiki. Það er líka þannig að ef vörur frá ákveðnum byrgja seljast ekki þá er ástæðulaust fyrir okkur að vera með þær í úrvali,“ segir hún. Neytendur Tengdar fréttir Hækkanir leggjast þungt á framleiðslu Framleiðslugeirinn hefur lítið svigrúm til launahækkana og þurfa því mörg fyrirtæki að grípa til mótvægisaðgerða. Geirinn bar mikið af kostnaðinum sem hlaust af síðustu samningum. 24. apríl 2019 07:15 Hefur áhyggjur af hótunum um verðhækkanir ÍSAM Framkvæmdastjóri Bónuss segir lágverðsverslunina viðkvæma fyrir tilkynningum um verðhækkanir eins og þá sem forstjóri ÍSAM sendi frá sér á dögunum. 24. apríl 2019 07:15 Rétt sé að sniðganga þá sem hækka verð Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir furðu á ákvörðun fyrirtækja sem hafa gefið út að þau hyggist hækka vöruverð í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. 24. apríl 2019 18:57 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Verslunin Krónan hefur fengið 70 tilkynningar um verðhækkanir á vörum frá því síðasta haust. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir ýmsar ástæður liggja þar að baki bæði gengisbreytingar og launahækkanir. Lágvöruverslanir reyni að spyrna við fótum og mikilvægt sé að fyrirtæki vinni saman að því að halda vöruverði niðri. Þar sem kjarasamningar hafa verið samþykktir mun ÍSAM hækka vörur sínar um 3,9 prósent 1. maí næstkomandi. Gæðabakstur, sem einnig á Kristjánsbakarí, hækkar einnig vörur sínar um 6,2 prósent. Haldi fyrirtæki þessu til streitu eru líkur á að launahækkanir nýsamþykktra kjarasamninga hafi áhrif á vöruverð. Neytendur hafa rætt sín á milli að sniðganga vörur þeirra. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, segir fyrirtækið reyna að spyrna við fótum, en verðhækkanir sem þessar komi sér illa vegna lágrar álagningar. Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, tekur í sama streng. „Það sem skiptir máli er að allir reyni að halda í sér með verðhækkanir í dag. Ástandið er viðkvæmt. Við ætlum allavega að gera okkar til að leggja okkar að mörkum. Við erum alltaf að leita leiða til að auka skilvirkni í okkar rekstri,“ segir Gréta. Vilhjálmur Þorláksson, framkvæmdastjóri Gæðabaksturs, sagði í fréttum okkar fyrir helgi að hann vildi frekar ráðast í verðhækkanir en uppsagnir. Launahækkanirnar feli í sér aukakostnað upp á fimm milljónir á mánuði. Í samtali við fréttastofu sagði forstjóri ÍSAM verðhækkanir þeirra hóflegar og samkeppnisstöðu framleiðsluiðnaðarins erfiða.Nú er þetta kannski svolítið stór birgi og Gæðabakstur líka að hækka. Er hægt að sniðganga svona birgja?„Við teljum okkur í Krónunni með gott vöruúrval. Valið er alltaf viðskiptavinanna. Það eru aðrir kostir sem hægt er að velja, það er alltaf möguleiki. Það er líka þannig að ef vörur frá ákveðnum byrgja seljast ekki þá er ástæðulaust fyrir okkur að vera með þær í úrvali,“ segir hún.
Neytendur Tengdar fréttir Hækkanir leggjast þungt á framleiðslu Framleiðslugeirinn hefur lítið svigrúm til launahækkana og þurfa því mörg fyrirtæki að grípa til mótvægisaðgerða. Geirinn bar mikið af kostnaðinum sem hlaust af síðustu samningum. 24. apríl 2019 07:15 Hefur áhyggjur af hótunum um verðhækkanir ÍSAM Framkvæmdastjóri Bónuss segir lágverðsverslunina viðkvæma fyrir tilkynningum um verðhækkanir eins og þá sem forstjóri ÍSAM sendi frá sér á dögunum. 24. apríl 2019 07:15 Rétt sé að sniðganga þá sem hækka verð Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir furðu á ákvörðun fyrirtækja sem hafa gefið út að þau hyggist hækka vöruverð í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. 24. apríl 2019 18:57 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Hækkanir leggjast þungt á framleiðslu Framleiðslugeirinn hefur lítið svigrúm til launahækkana og þurfa því mörg fyrirtæki að grípa til mótvægisaðgerða. Geirinn bar mikið af kostnaðinum sem hlaust af síðustu samningum. 24. apríl 2019 07:15
Hefur áhyggjur af hótunum um verðhækkanir ÍSAM Framkvæmdastjóri Bónuss segir lágverðsverslunina viðkvæma fyrir tilkynningum um verðhækkanir eins og þá sem forstjóri ÍSAM sendi frá sér á dögunum. 24. apríl 2019 07:15
Rétt sé að sniðganga þá sem hækka verð Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir furðu á ákvörðun fyrirtækja sem hafa gefið út að þau hyggist hækka vöruverð í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. 24. apríl 2019 18:57