Klaktíðni keisaramörgæsa lækkar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. apríl 2019 21:09 Keisaramörgæsin ber nafn með rentu, enda afar tignarleg. Wolfgang Kaehler/Getty Dýralífssérfræðingar um málefni keisaramörgæsa á Suðurskautslandi segja lækkandi fæðingartölur tegundarinnar á einni stærstu útungunarstöð tegundarinnar síðustu ár vera mikið áhyggjuefni. Á síðustu þremur árum hefur nánast ekkert borið á æxlun keisaramörgæsa á Halley-flóa, sem hefur á síðustu árum verið næst stærsta uppeldisstöð tegundarinnar. Venjulega komi 15 til 24 þúsund mörgæsir saman á flóanum til að sinna fjölgun tegundarinnar. Síðan 2016 hafi hins vegar varla sést mörgæs á þessum slóðum. Halley-flói hefur almennt verið álitinn öruggur staður fyrir æxlun og uppeldi hjá keisaramörgæsum þar sem hann er einn kaldasti staður veraldar og því hægt að gera ráð hitastigi þar sem hentaði mörgæsunum, þrátt fyrir hlýnandi loftslag jarðarinnar. Vísindamennirnir viðurkenna þá að mörgæsir séu í auknum mæli farnar að sækja á aðrar slóðir, nálægt Halley-flóa, til útungunar. Þrátt fyrir það sé enn stór skekkja á núverandi útungunartölum miðað við það sem sést hefur hjá tegundinni á síðustu árum. „Við höfum ekki séð útungunarbrest af þessari stærðargráðu í 60 ár. Það er óvanalegt að bresturinn sé algjör í svona stórri stöð,“ sagði Phil Trathan, líffræðingur hjá Suðurskautsrannsóknarstofnun Bretlands, í samtali við Guardian. Samkvæmt honum þykir eðlilegt að um 8% allra keisaramörgæsa klekist út á Halley-flóa. Keisaramörgæsir eru stærstar allra mörgæsa en þær geta orðið allt að 40 ára gamlar og lifa að jafnaði í um 20 ár. Mökun þeirra á sér stað í allra harkalegustu vetraraðstæðum og karldýrið liggur á egginu þar til það klekst út. Dýr Suðurskautslandið Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fleiri fréttir Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Sjá meira
Dýralífssérfræðingar um málefni keisaramörgæsa á Suðurskautslandi segja lækkandi fæðingartölur tegundarinnar á einni stærstu útungunarstöð tegundarinnar síðustu ár vera mikið áhyggjuefni. Á síðustu þremur árum hefur nánast ekkert borið á æxlun keisaramörgæsa á Halley-flóa, sem hefur á síðustu árum verið næst stærsta uppeldisstöð tegundarinnar. Venjulega komi 15 til 24 þúsund mörgæsir saman á flóanum til að sinna fjölgun tegundarinnar. Síðan 2016 hafi hins vegar varla sést mörgæs á þessum slóðum. Halley-flói hefur almennt verið álitinn öruggur staður fyrir æxlun og uppeldi hjá keisaramörgæsum þar sem hann er einn kaldasti staður veraldar og því hægt að gera ráð hitastigi þar sem hentaði mörgæsunum, þrátt fyrir hlýnandi loftslag jarðarinnar. Vísindamennirnir viðurkenna þá að mörgæsir séu í auknum mæli farnar að sækja á aðrar slóðir, nálægt Halley-flóa, til útungunar. Þrátt fyrir það sé enn stór skekkja á núverandi útungunartölum miðað við það sem sést hefur hjá tegundinni á síðustu árum. „Við höfum ekki séð útungunarbrest af þessari stærðargráðu í 60 ár. Það er óvanalegt að bresturinn sé algjör í svona stórri stöð,“ sagði Phil Trathan, líffræðingur hjá Suðurskautsrannsóknarstofnun Bretlands, í samtali við Guardian. Samkvæmt honum þykir eðlilegt að um 8% allra keisaramörgæsa klekist út á Halley-flóa. Keisaramörgæsir eru stærstar allra mörgæsa en þær geta orðið allt að 40 ára gamlar og lifa að jafnaði í um 20 ár. Mökun þeirra á sér stað í allra harkalegustu vetraraðstæðum og karldýrið liggur á egginu þar til það klekst út.
Dýr Suðurskautslandið Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fleiri fréttir Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Sjá meira