Leita 600 farandverkamanna Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. apríl 2019 06:32 Fjölmennur hópur fólks, aðallega Kúbverjar, sluppu úr miðstöðinni í Tapachula í gærkvöldi. AP/Moisés Castillo Rúmlega þúsund manns sluppu út úr flóttamannamiðstöð í suðurhluta Mexíkós í gærkvöldi. Flóttinn er sagður til marks um þann vanda sem þarlend stjórnvöld standa frammi fyrir, sökum síaukins straums farandfólks frá Suður-Ameríku. Fullyrt að rúmlega helmingur þeirra 1300 sem sluppu úr Siglo XXI-búðunum í borginni Tapacula hafi að endingu skilað sér aftur til baka. Mexíkósk stjórnvöld segjast þó ekki vita hvar um 600 einstaklingar séu niðurkomnir. Í yfirlýsingu stjórnvalda í gær segir að kúbverskir farandverkamenn standi líklega á bakvið flóttann. Þeir eru langfjölmennasti hópurinn sem dvalið hefur í búðunum en að sögn mexíkóskra miðla voru jafnframt margir Haítar og miðamerískir farandverkamenn í strokuhópnum. Áætlað er að mexíkóskir landamæraverðir hafi sent um 15 þúsund manns aftur til síns heima á síðastliðnum mánuði, sem rakið er til þrýstings frá forseta Bandaríkjanna. Donald Trump hefur krafist þess að Mexíkó reyni að stemma stigu við straumi fólks norður, en endanlegur áfangastaður flestra eru Bandaríkin. Trump hótaði á miðvikudag að loka landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna verði fjölmenn flóttamannalest, sem hefur sett stefnuna norður, ekki stöðvuð. Þrátt fyrir að Kúbverjar séu taldir standa á bakvið flóttann í Tapachula eru flestir þeirra sem ferðast norður í gegnum Mexíkó frá Gvatemala, Hondúras og El Salvador. Flóttamenn Mexíkó Tengdar fréttir Fréttamynd ársins af grátandi stúlku á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó Fréttamynd ársins 2018 er af Yanelu Sanchez, lítilli stúlku, sem sést grátandi þar sem hún og mamma hennar, Sandra Sanchez, eru teknar höndum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 12. apríl 2019 10:45 Donald Trump hælir ríkisstjórn Mexíkó Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur enn ekki lagt fram tímasetningu um það hvenær hann hyggst loka landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 2. apríl 2019 22:25 Trump sagður hafa viljað skilja að fjölskyldur aftur Fráfarandi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna kallaði yfir sig reiði forsetans þegar hún benti honum á að aðgerðirnar sem hann krafðist væru ólöglegar. 8. apríl 2019 15:48 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Rúmlega þúsund manns sluppu út úr flóttamannamiðstöð í suðurhluta Mexíkós í gærkvöldi. Flóttinn er sagður til marks um þann vanda sem þarlend stjórnvöld standa frammi fyrir, sökum síaukins straums farandfólks frá Suður-Ameríku. Fullyrt að rúmlega helmingur þeirra 1300 sem sluppu úr Siglo XXI-búðunum í borginni Tapacula hafi að endingu skilað sér aftur til baka. Mexíkósk stjórnvöld segjast þó ekki vita hvar um 600 einstaklingar séu niðurkomnir. Í yfirlýsingu stjórnvalda í gær segir að kúbverskir farandverkamenn standi líklega á bakvið flóttann. Þeir eru langfjölmennasti hópurinn sem dvalið hefur í búðunum en að sögn mexíkóskra miðla voru jafnframt margir Haítar og miðamerískir farandverkamenn í strokuhópnum. Áætlað er að mexíkóskir landamæraverðir hafi sent um 15 þúsund manns aftur til síns heima á síðastliðnum mánuði, sem rakið er til þrýstings frá forseta Bandaríkjanna. Donald Trump hefur krafist þess að Mexíkó reyni að stemma stigu við straumi fólks norður, en endanlegur áfangastaður flestra eru Bandaríkin. Trump hótaði á miðvikudag að loka landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna verði fjölmenn flóttamannalest, sem hefur sett stefnuna norður, ekki stöðvuð. Þrátt fyrir að Kúbverjar séu taldir standa á bakvið flóttann í Tapachula eru flestir þeirra sem ferðast norður í gegnum Mexíkó frá Gvatemala, Hondúras og El Salvador.
Flóttamenn Mexíkó Tengdar fréttir Fréttamynd ársins af grátandi stúlku á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó Fréttamynd ársins 2018 er af Yanelu Sanchez, lítilli stúlku, sem sést grátandi þar sem hún og mamma hennar, Sandra Sanchez, eru teknar höndum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 12. apríl 2019 10:45 Donald Trump hælir ríkisstjórn Mexíkó Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur enn ekki lagt fram tímasetningu um það hvenær hann hyggst loka landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 2. apríl 2019 22:25 Trump sagður hafa viljað skilja að fjölskyldur aftur Fráfarandi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna kallaði yfir sig reiði forsetans þegar hún benti honum á að aðgerðirnar sem hann krafðist væru ólöglegar. 8. apríl 2019 15:48 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Fréttamynd ársins af grátandi stúlku á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó Fréttamynd ársins 2018 er af Yanelu Sanchez, lítilli stúlku, sem sést grátandi þar sem hún og mamma hennar, Sandra Sanchez, eru teknar höndum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 12. apríl 2019 10:45
Donald Trump hælir ríkisstjórn Mexíkó Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur enn ekki lagt fram tímasetningu um það hvenær hann hyggst loka landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 2. apríl 2019 22:25
Trump sagður hafa viljað skilja að fjölskyldur aftur Fráfarandi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna kallaði yfir sig reiði forsetans þegar hún benti honum á að aðgerðirnar sem hann krafðist væru ólöglegar. 8. apríl 2019 15:48