Borche: Breyttist eftir að dómararnir byrjuðu að dæma fleiri villur Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 26. apríl 2019 22:34 Borche var brattur en svekktur í kvöld. vísir/daníel ÍR töpuðu 73-86 fyrir KR í öðrum leik úrslitaeinvígisins í Dominos deild karla í kvöld. ÍR vann fyrsta leikinn á útivelli en töpuðu í kvöld á heimavelli svo staðan í einvíginu er 1-1. „Þetta var mikill baráttuleikur. Mér fannst mikið breytast eftir að Jón meiddist. Fyrst og fremst vona ég að það sé í lagi með hann,” sagði Borche Ilievski þjálfari eftir leik kvöldsins. Jón Arnór Stefánsson leikmaður KR fór meiddur útaf í þriðja leikhluta. Leikurinn snérist eftir þetta en KR tóku 15-4 áhlaup eftir að Jón fór útaf. „Eftir að Jón fór útaf fannst mér dómararnir byrja að dæma fleiri villur. Við misstum einbeitinguna í seinni hálfleik. Fyrri hálfleikur var mjög fínn en í þriðja leikhluta misstum við einbeitinguna. Þeir skora 30 stig í þriðja leikhluta sem er næstum því jafn mikið og í öllum fyrri hálfleik.” „Við misstum einbeitinguna þegar Jón meiddist og ég vill ítréka að ég vona að hann geta spilað meira í einvíginu.” Sástu mun á KR liðinu í þessum leik frá í seinasta leik? „Það var ekki mikið öðruvísi hjá þeim í þessum leik. Ég sé mun á mínu liði. Við þurfum að berjast þrátt fyrir pressu. Sumir leikmenn eru of stressaðir og þeir eru að fara út fyrir okkar kerfi. Það býr til vandamál fyrir okkur báðu megin á vellinum.” KR unnu frákastbaráttuna í kvöld. Þegar KR tók áhlaupið sitt fengu KR þeir oft auka skot sem hjálpaði þeim mikið. Sigurður Gunnar Þorsteinsson átti ekki nægilega góðan seinni hálfleik miðað við sína standarda en hann skoraði ekki auk þess sem hann tók bara 2 fráköst. „Siggi er orðinn þreyttur. Hann þarf að stíga upp í þessari seríu. Honum vantar varnarfráköst og hann klikkaði úr opnum skotum undir körfunni. Það er ekki boðlegt sérstaklega ekki frá topp leikmanni eins og Sigga. Við búumst við miklu meira framlagi frá honum. Ég leyfi honum að hvíla sig smá og þá verður hann tilbúinn fyrir mánudaginn.” Tveir leikmenn skoruðu 45 af 73 stigum ÍR í kvöld. Það var ekki nægilega mikið framlag af bekknum. Gerald Robinson var sérstaklega áberandi í hvað hann skoraði lítið en skoraði 3 stig úr 9 skotum. „Gerald var ekki með í kvöld sóknarlega. Varamennirnir þurfa að skora meira, allir sem einn.” ÍR eru búnir að vinna fleiri útileiki í úrslitakeppninni í ár en heimaleiki. Borche hefur ekki miklar áhyggjur yfir að þurfa að vinna í Vesturbænum að minnsta kosti einu sinni í viðbót. „Það er mikil pressa á okkur þegar við spilum á heimavelli. Ég hef oft sagt það, mér og mínum leikmönnum líður betur á útivelli. Við skulum njóta leiksins á mánudaginn.” Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - KR 73-86 | Meistararnir jafna metin KR jöfnuðu í úrslitaeinvíginu. Nú er staðan 1-1 og KR eru komnir aftur með heimavallarréttinn. 26. apríl 2019 23:45 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Sjá meira
ÍR töpuðu 73-86 fyrir KR í öðrum leik úrslitaeinvígisins í Dominos deild karla í kvöld. ÍR vann fyrsta leikinn á útivelli en töpuðu í kvöld á heimavelli svo staðan í einvíginu er 1-1. „Þetta var mikill baráttuleikur. Mér fannst mikið breytast eftir að Jón meiddist. Fyrst og fremst vona ég að það sé í lagi með hann,” sagði Borche Ilievski þjálfari eftir leik kvöldsins. Jón Arnór Stefánsson leikmaður KR fór meiddur útaf í þriðja leikhluta. Leikurinn snérist eftir þetta en KR tóku 15-4 áhlaup eftir að Jón fór útaf. „Eftir að Jón fór útaf fannst mér dómararnir byrja að dæma fleiri villur. Við misstum einbeitinguna í seinni hálfleik. Fyrri hálfleikur var mjög fínn en í þriðja leikhluta misstum við einbeitinguna. Þeir skora 30 stig í þriðja leikhluta sem er næstum því jafn mikið og í öllum fyrri hálfleik.” „Við misstum einbeitinguna þegar Jón meiddist og ég vill ítréka að ég vona að hann geta spilað meira í einvíginu.” Sástu mun á KR liðinu í þessum leik frá í seinasta leik? „Það var ekki mikið öðruvísi hjá þeim í þessum leik. Ég sé mun á mínu liði. Við þurfum að berjast þrátt fyrir pressu. Sumir leikmenn eru of stressaðir og þeir eru að fara út fyrir okkar kerfi. Það býr til vandamál fyrir okkur báðu megin á vellinum.” KR unnu frákastbaráttuna í kvöld. Þegar KR tók áhlaupið sitt fengu KR þeir oft auka skot sem hjálpaði þeim mikið. Sigurður Gunnar Þorsteinsson átti ekki nægilega góðan seinni hálfleik miðað við sína standarda en hann skoraði ekki auk þess sem hann tók bara 2 fráköst. „Siggi er orðinn þreyttur. Hann þarf að stíga upp í þessari seríu. Honum vantar varnarfráköst og hann klikkaði úr opnum skotum undir körfunni. Það er ekki boðlegt sérstaklega ekki frá topp leikmanni eins og Sigga. Við búumst við miklu meira framlagi frá honum. Ég leyfi honum að hvíla sig smá og þá verður hann tilbúinn fyrir mánudaginn.” Tveir leikmenn skoruðu 45 af 73 stigum ÍR í kvöld. Það var ekki nægilega mikið framlag af bekknum. Gerald Robinson var sérstaklega áberandi í hvað hann skoraði lítið en skoraði 3 stig úr 9 skotum. „Gerald var ekki með í kvöld sóknarlega. Varamennirnir þurfa að skora meira, allir sem einn.” ÍR eru búnir að vinna fleiri útileiki í úrslitakeppninni í ár en heimaleiki. Borche hefur ekki miklar áhyggjur yfir að þurfa að vinna í Vesturbænum að minnsta kosti einu sinni í viðbót. „Það er mikil pressa á okkur þegar við spilum á heimavelli. Ég hef oft sagt það, mér og mínum leikmönnum líður betur á útivelli. Við skulum njóta leiksins á mánudaginn.”
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - KR 73-86 | Meistararnir jafna metin KR jöfnuðu í úrslitaeinvíginu. Nú er staðan 1-1 og KR eru komnir aftur með heimavallarréttinn. 26. apríl 2019 23:45 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Sjá meira
Leik lokið: ÍR - KR 73-86 | Meistararnir jafna metin KR jöfnuðu í úrslitaeinvíginu. Nú er staðan 1-1 og KR eru komnir aftur með heimavallarréttinn. 26. apríl 2019 23:45
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn