Apple Watch nákvæmast heilsuúra sem skrá oft kolrangar vegalengdir hlaupara Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. apríl 2019 12:12 Apple úrin eru talin hvað nákvæmust þegar kemur að skráðri hlaupavegalengd. Justin Sullivan/Getty Rannsókn neytendavöktunarsíðunnar Which? frá Bretlandi hefur leitt í ljós að heilsuúr hinna ýmsu tæknifyrirtækja geta verið mjög mistæk þegar kemur að því að halda utan um hlaupaárangur. Heilsuúr eru tegund snjallúra sem gerir notendum kleift að halda utan um heilsutengdan árangur sinn, svo sem hjartslátt meðan á æfingu stendur, fitubrennslu og hlaupna vegalengd. Rannsókn Which? hefur þó sýnt fram á að heilsuúr sem þessi eru misnákvæm þegar kemur að mælingu þeirrar vegalengdar sem notendur hlaupa hverju sinni. Mælingin var framkvæmd þannig að rannsakendur hlupu maraþon, 42,2 kílómetra, og fylgdust með því hvenær úrin skráðu að maraþoni væri lokið. Alls voru 118 mismunandi heilsuúr (e. fitness trackers) prófuð. Mesti munurinn á mældri og raunverulegri vegalengd var hjá Garmin-úrinu Vivosmart 4, en hlaupa þurfti auka 17,3 kílómetra til þess að fá heilt maraþon skráð. Því voru hlaupnir rúmlega 59 kílómetrar í stað 42,2. Samkvæmt rannsókninni er Apple Watch úrið hvað nákvæmast en skeikaði þó um 1% umfram raunverulega lengd maraþonsins. Því þarf að hlaupa um 420 metrum lengra en raunverulegt maraþon er til þess að fá maraþon skráð í tækið. Meðal annarra úra sem kröfðust lengri vegalengdar en maraþon eru í raun voru Samsung Gear S2, um 16 kílómetrar, og Xiaomi Amazfit Bip, um 13 kílómetrar. Aðeins þurfti að hlaupa rétt rúma 30 kílómetra til þess að Huawei Watch 2 Sport úrið skráði að hlaupið hefði verið heilt maraþon. Apple Bretland Heilsa Huawei Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Rannsókn neytendavöktunarsíðunnar Which? frá Bretlandi hefur leitt í ljós að heilsuúr hinna ýmsu tæknifyrirtækja geta verið mjög mistæk þegar kemur að því að halda utan um hlaupaárangur. Heilsuúr eru tegund snjallúra sem gerir notendum kleift að halda utan um heilsutengdan árangur sinn, svo sem hjartslátt meðan á æfingu stendur, fitubrennslu og hlaupna vegalengd. Rannsókn Which? hefur þó sýnt fram á að heilsuúr sem þessi eru misnákvæm þegar kemur að mælingu þeirrar vegalengdar sem notendur hlaupa hverju sinni. Mælingin var framkvæmd þannig að rannsakendur hlupu maraþon, 42,2 kílómetra, og fylgdust með því hvenær úrin skráðu að maraþoni væri lokið. Alls voru 118 mismunandi heilsuúr (e. fitness trackers) prófuð. Mesti munurinn á mældri og raunverulegri vegalengd var hjá Garmin-úrinu Vivosmart 4, en hlaupa þurfti auka 17,3 kílómetra til þess að fá heilt maraþon skráð. Því voru hlaupnir rúmlega 59 kílómetrar í stað 42,2. Samkvæmt rannsókninni er Apple Watch úrið hvað nákvæmast en skeikaði þó um 1% umfram raunverulega lengd maraþonsins. Því þarf að hlaupa um 420 metrum lengra en raunverulegt maraþon er til þess að fá maraþon skráð í tækið. Meðal annarra úra sem kröfðust lengri vegalengdar en maraþon eru í raun voru Samsung Gear S2, um 16 kílómetrar, og Xiaomi Amazfit Bip, um 13 kílómetrar. Aðeins þurfti að hlaupa rétt rúma 30 kílómetra til þess að Huawei Watch 2 Sport úrið skráði að hlaupið hefði verið heilt maraþon.
Apple Bretland Heilsa Huawei Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira