Uppnám á fundi Sjálfstæðisflokksins eftir fyrirspurn hælisleitenda Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. apríl 2019 14:55 Ármann Kr. Ólafsson reyndi að halda fundinum á rólegum nótum. Facebook/Skjáskot Uppákoma varð á fundi Sjálfstæðisflokksins þar sem ræða átti þriðja orkupakkann. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, sátu fyrir svörum á fundinum þegar hælisleitendur í hópi fundargesta hugðust spyrja ráðherrana um málefni sín. Vilhjálmur Þorsteinsson, hugbúnaðarhönnuður, birti myndband af uppákomunni á Facebook- síðu sinni en það má sjá hér neðst í fréttinni. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, var fundarstjóri á fundinum. Bað hann mennina um að yfirgefa fundarsalinn og fara eftir settum reglum fundarins. Hann sagði að ekki þyrfti að hringja til lögreglu vegna málsins og vísaði til borgaralega klæddra manna sem hann sagði vera lögreglumenn. „Við notum þá bara í staðinn.“ Fréttastofa náði tali af Vilhjálmi nú síðdegis en hann sagði fundinn hafa farið rólega af stað. „Maður hafði nú búist við því að þetta gæti orðið einhvers konar átakafundur en það varð ekki, fram að þessu.“ Einn hælisleitendanna hafi síðan beðið um orðið með handauppréttingu. Þegar að honum kom bara hann upp spurningu á ensku, en Vilhjálmur segir fundarstjóra strax hafa gert athugasemd við það, auk þess sem fundarmenn hafi ókyrrst. Hann segir hælisleitandann hafa haldið áfram á ensku og að spurning hans hafi snúið að málefnum hælisleitendenda og beinst að Þórdísi, sem er starfandi dómsmálaráðherra. „Fundarstjóri tók aftur illa í það og fundarmenn líka og það mynduðust svolítil hróp úr þessu.“ Þá segist Vilhjálmur hafa tekið upp símann og tekið upp myndbandið sem sjá má að neðan. Garðabær Hælisleitendur Kópavogur Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Uppákoma varð á fundi Sjálfstæðisflokksins þar sem ræða átti þriðja orkupakkann. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, sátu fyrir svörum á fundinum þegar hælisleitendur í hópi fundargesta hugðust spyrja ráðherrana um málefni sín. Vilhjálmur Þorsteinsson, hugbúnaðarhönnuður, birti myndband af uppákomunni á Facebook- síðu sinni en það má sjá hér neðst í fréttinni. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, var fundarstjóri á fundinum. Bað hann mennina um að yfirgefa fundarsalinn og fara eftir settum reglum fundarins. Hann sagði að ekki þyrfti að hringja til lögreglu vegna málsins og vísaði til borgaralega klæddra manna sem hann sagði vera lögreglumenn. „Við notum þá bara í staðinn.“ Fréttastofa náði tali af Vilhjálmi nú síðdegis en hann sagði fundinn hafa farið rólega af stað. „Maður hafði nú búist við því að þetta gæti orðið einhvers konar átakafundur en það varð ekki, fram að þessu.“ Einn hælisleitendanna hafi síðan beðið um orðið með handauppréttingu. Þegar að honum kom bara hann upp spurningu á ensku, en Vilhjálmur segir fundarstjóra strax hafa gert athugasemd við það, auk þess sem fundarmenn hafi ókyrrst. Hann segir hælisleitandann hafa haldið áfram á ensku og að spurning hans hafi snúið að málefnum hælisleitendenda og beinst að Þórdísi, sem er starfandi dómsmálaráðherra. „Fundarstjóri tók aftur illa í það og fundarmenn líka og það mynduðust svolítil hróp úr þessu.“ Þá segist Vilhjálmur hafa tekið upp símann og tekið upp myndbandið sem sjá má að neðan.
Garðabær Hælisleitendur Kópavogur Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira