Faðir og bræður leiðtoga árásarmanna á Srí Lanka féllu í átökum við herinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. apríl 2019 10:45 Tíu þúsund hermenn leita nú mögulegra samverkamanna þeirra sem frömdu árásirnar á Páskadag. Tharaka Basnayaka/Getty Faðir og tveir bræður mannsins sem grunaður er um að vera höfuðpaur hryðjuverkaárásanna á kirkjur og hótel á Srí Lanka á Páskadag létust í skotbardaga þegar herinn gerði áhlaup á húsnæði í þeirra umsjá. Þetta hefur Reuters eftir heimildarmönnum innan lögreglunnar þar í landi og fjölskyldumeðlim höfuðpaursins. Mennirnir þrír, Zainee Hashim, Rilwan Hashim og faðirinn Mohamed Hashim voru meðal þeirra 15 sem féllu í skotbardaga milli hermanna og íslamskra vígamanna á föstudag. Þremenningarnir höfðu áður sést á myndbandi sem gekk á milli sem gengur nú um samfélagsmiðla þar sem þeir lýstu stríði á hendur þeim sem aðhylltust ekki Íslam. Mennirnir í myndbandinu voru meðal þeirra sem létust í árásinni en Niyaz Sharif, mágur Zahran Hashim, sem talinn er vera aðalmaðurinn á bak við árásirnar, staðfesti við fjölmiðla að mennirnir þrír væru bræður hans og faðir. Yfirvöld telja Zahran sjálfan hafa sprengt sig í loft upp í einni árásanna á Páskadag. Mikil ólga ríkir á Srí Lanka í kjölfar árásanna sem heimtu líf yfir 250 einstaklinga, en stjórnvöld þar í landi óttast að fleiri sem hyggja á sjálfsmorðssprengjuárásir gangi lausir. Tíu þúsund hermenn hafa verið kallaðir út víðs vegar um eyjuna til þess að leita að meðlimum tveggja íslamskra vígahópa sem taldir eru bera ábyrgð á ódæðisverkunum. Yfir 100 manns eru í haldi stjórnvalda, meðal annars erlendir aðilar frá Egyptalandi og Sýrlandi. Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Tengdar fréttir Leiðtogi árásarmannanna sprengdi sig einnig í loft upp Zahran Hashim, sem leiðir samtökin National Thowheeth Jama'ath (NTJ), er sagður hafa framkvæmt árásina á Shangri-La hótelinu ásamt öðrum árásarmanni. 26. apríl 2019 11:00 Myndskeið af árásarmanni birt Myndskeið hefur verið birt sem sýnir mann sem talinn er hafa sprengt eitt hótelanna í Srí Lanka, fyrir utan Tropical Inn hótelið í Dehiwala rétt áður en sprengingin varð. 25. apríl 2019 15:37 Fimmtán látnir eftir skotbardaga á Srí Lanka Fjölskyldur íslamskra öfgamanna og óbreyttir borgarar eru taldir hafa fallið í átökum hers og vígamanna í nótt. 27. apríl 2019 09:19 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Faðir og tveir bræður mannsins sem grunaður er um að vera höfuðpaur hryðjuverkaárásanna á kirkjur og hótel á Srí Lanka á Páskadag létust í skotbardaga þegar herinn gerði áhlaup á húsnæði í þeirra umsjá. Þetta hefur Reuters eftir heimildarmönnum innan lögreglunnar þar í landi og fjölskyldumeðlim höfuðpaursins. Mennirnir þrír, Zainee Hashim, Rilwan Hashim og faðirinn Mohamed Hashim voru meðal þeirra 15 sem féllu í skotbardaga milli hermanna og íslamskra vígamanna á föstudag. Þremenningarnir höfðu áður sést á myndbandi sem gekk á milli sem gengur nú um samfélagsmiðla þar sem þeir lýstu stríði á hendur þeim sem aðhylltust ekki Íslam. Mennirnir í myndbandinu voru meðal þeirra sem létust í árásinni en Niyaz Sharif, mágur Zahran Hashim, sem talinn er vera aðalmaðurinn á bak við árásirnar, staðfesti við fjölmiðla að mennirnir þrír væru bræður hans og faðir. Yfirvöld telja Zahran sjálfan hafa sprengt sig í loft upp í einni árásanna á Páskadag. Mikil ólga ríkir á Srí Lanka í kjölfar árásanna sem heimtu líf yfir 250 einstaklinga, en stjórnvöld þar í landi óttast að fleiri sem hyggja á sjálfsmorðssprengjuárásir gangi lausir. Tíu þúsund hermenn hafa verið kallaðir út víðs vegar um eyjuna til þess að leita að meðlimum tveggja íslamskra vígahópa sem taldir eru bera ábyrgð á ódæðisverkunum. Yfir 100 manns eru í haldi stjórnvalda, meðal annars erlendir aðilar frá Egyptalandi og Sýrlandi.
Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Tengdar fréttir Leiðtogi árásarmannanna sprengdi sig einnig í loft upp Zahran Hashim, sem leiðir samtökin National Thowheeth Jama'ath (NTJ), er sagður hafa framkvæmt árásina á Shangri-La hótelinu ásamt öðrum árásarmanni. 26. apríl 2019 11:00 Myndskeið af árásarmanni birt Myndskeið hefur verið birt sem sýnir mann sem talinn er hafa sprengt eitt hótelanna í Srí Lanka, fyrir utan Tropical Inn hótelið í Dehiwala rétt áður en sprengingin varð. 25. apríl 2019 15:37 Fimmtán látnir eftir skotbardaga á Srí Lanka Fjölskyldur íslamskra öfgamanna og óbreyttir borgarar eru taldir hafa fallið í átökum hers og vígamanna í nótt. 27. apríl 2019 09:19 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Leiðtogi árásarmannanna sprengdi sig einnig í loft upp Zahran Hashim, sem leiðir samtökin National Thowheeth Jama'ath (NTJ), er sagður hafa framkvæmt árásina á Shangri-La hótelinu ásamt öðrum árásarmanni. 26. apríl 2019 11:00
Myndskeið af árásarmanni birt Myndskeið hefur verið birt sem sýnir mann sem talinn er hafa sprengt eitt hótelanna í Srí Lanka, fyrir utan Tropical Inn hótelið í Dehiwala rétt áður en sprengingin varð. 25. apríl 2019 15:37
Fimmtán látnir eftir skotbardaga á Srí Lanka Fjölskyldur íslamskra öfgamanna og óbreyttir borgarar eru taldir hafa fallið í átökum hers og vígamanna í nótt. 27. apríl 2019 09:19