Guðni forseti: „Ég er ekki í hópi ofurplokkara“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. apríl 2019 19:45 Forseti Íslands er ekki í hópi ofurplokkara en segist gjarnan með sér poka fyrir rusl þegar hann fer út að skokka. Nokkur hundruð tóku þátt í skipulögðu plokki á höfuðborgarsvæðinu og enn fleiri um land allt á stóra plokkdeginum 2019 sem fór fram í dag. Þátttakan fór langt fram úr björtustu vonum að sögn skipuleggjenda. Markmiðið með plokkinu er að hreinsa til í umhverfinu, tína rusl og koma því í endurvinnslu. Skipulagt plokk fór fram víða um land í dag en Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra setti stóra plokkdaginn formlega klukkan tíu í morgun. Forsetahjónin voru svo mætt í Garðabæinn síðdegis ásamt fleirum öflugum plokkurum. „Fólk er búið að vera mjög duglegt á undan okkur. Þetta er ekki mjög mikið hér,“ sagði Eliza Reid forsetafrú þegar fréttastofa náði af henni tali við plokk í Garðabænum í dag. „Ég er kannski ekki mest dugleg en ég get sagt að Guðni sé mjög duglegur að gera þetta, hann er mjög duglegur þegar hann fer út að skokka.“Eliza Reid forsetafrú plokkar.Mynd/aðsendSjálfur segist forsetinn ekki vera meðal þeirra allra duglegustu, en hann grípi með sér poka annað slagið. „Ég geri þetta nú ekki hvern dag eða neitt svoleiðis, ég er ekki í hópi ofurplokkara en mér finnst þetta ágætis tilbreyting þegar ég fer út að skokka,“ segir Guðni. Verst þykir honum að sjá sígarettustubba og annað rusl sem augljóst er að einhver hefur skilið eftir. „Mikið af þessu er bara svona fokrusl, gamall korkur og eitthvað sem kemur bara með veðri og vindum og verður kannski ekkert ráðið við. En það sem er kannski ögn meira pirrandi eru sígarettustubbarnir sem er allt of mikið af og fólk er kannski að fleygja í hugsunarleysi eða leti.“ Unga kynslóðin lét sitt ekki eftr liggja en þær Steinunn Stefánsdóttir og Lydía Dhour Friðfinnsdóttir voru meðal þeirra sem plokkuðu við hlið forsetans í dag. Aðspurð segist Steinunn hafa fundið mikið rusl í dag. „Við höfum fundið bara alls konar,“ segir Lydía. Guðni Th. Jóhannesson plokkaði líka rusl.Mynd/aðsend Forseti Íslands Umhverfismál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Forseti Íslands er ekki í hópi ofurplokkara en segist gjarnan með sér poka fyrir rusl þegar hann fer út að skokka. Nokkur hundruð tóku þátt í skipulögðu plokki á höfuðborgarsvæðinu og enn fleiri um land allt á stóra plokkdeginum 2019 sem fór fram í dag. Þátttakan fór langt fram úr björtustu vonum að sögn skipuleggjenda. Markmiðið með plokkinu er að hreinsa til í umhverfinu, tína rusl og koma því í endurvinnslu. Skipulagt plokk fór fram víða um land í dag en Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra setti stóra plokkdaginn formlega klukkan tíu í morgun. Forsetahjónin voru svo mætt í Garðabæinn síðdegis ásamt fleirum öflugum plokkurum. „Fólk er búið að vera mjög duglegt á undan okkur. Þetta er ekki mjög mikið hér,“ sagði Eliza Reid forsetafrú þegar fréttastofa náði af henni tali við plokk í Garðabænum í dag. „Ég er kannski ekki mest dugleg en ég get sagt að Guðni sé mjög duglegur að gera þetta, hann er mjög duglegur þegar hann fer út að skokka.“Eliza Reid forsetafrú plokkar.Mynd/aðsendSjálfur segist forsetinn ekki vera meðal þeirra allra duglegustu, en hann grípi með sér poka annað slagið. „Ég geri þetta nú ekki hvern dag eða neitt svoleiðis, ég er ekki í hópi ofurplokkara en mér finnst þetta ágætis tilbreyting þegar ég fer út að skokka,“ segir Guðni. Verst þykir honum að sjá sígarettustubba og annað rusl sem augljóst er að einhver hefur skilið eftir. „Mikið af þessu er bara svona fokrusl, gamall korkur og eitthvað sem kemur bara með veðri og vindum og verður kannski ekkert ráðið við. En það sem er kannski ögn meira pirrandi eru sígarettustubbarnir sem er allt of mikið af og fólk er kannski að fleygja í hugsunarleysi eða leti.“ Unga kynslóðin lét sitt ekki eftr liggja en þær Steinunn Stefánsdóttir og Lydía Dhour Friðfinnsdóttir voru meðal þeirra sem plokkuðu við hlið forsetans í dag. Aðspurð segist Steinunn hafa fundið mikið rusl í dag. „Við höfum fundið bara alls konar,“ segir Lydía. Guðni Th. Jóhannesson plokkaði líka rusl.Mynd/aðsend
Forseti Íslands Umhverfismál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent