Chelsea og Man. Utd færðust hænufeti framar um helgina Hjörvar Ólafsson skrifar 29. apríl 2019 06:45 Victor Lindelof og Eden Hazard berjast um boltann í leiknum í gær. AP/Martin Rickett Fjögur lið berjast um að fylgja Manchester City og Liverpool í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Alla jafna ættu fjögur efstu lið deildarinnar að fá þátttökurétt í Meistaradeildinni fyrir Englands hönd en góð frammistaða Tottenham Hotspur í Meistaradeildinni eða Arsenal og Chelsea í Evrópudeildinni gæti orðið til þess að eitthvert liðanna sem endar í fjórða sæti fái ekki farseðil í Meistaradeildina. Um helgina virtist sem löngun Totthenham Hotspur og Arsenal til þess að hafna á meðal fjögurra efstu liða deildarinnar þegar upp verður staðið ekki vera ýkja mikil. Tottenham laut í lægra haldi fyrir West Ham United en var reyndar sterkari aðilinn lengstum í leiknum en þetta var annað tap Tottenham í síðustu þremur leikjum liðsins í deildinni. Þá hafa lærisveinar Mauricio Pochettino enn fremur beðið ósigur í fjórum af síðustu sjö deildarleikjum sínum. Þeim til varnar er leikmannahópur liðsins ekki jafn breiður og hinna liðanna í kring og er lemstraður vegna meiðsla lykilleikmanna. Leikjadagskrá Tottenham Hotspur sem hefur verið stíf virtist hafa tekið toll af leikmönnum liðsins sem voru þreyttir undir lok leiksins. Arsenalmenn sýndu hins vegar enn meira viljaleysi en nágrannar þeirra og erkifjendur þegar liðið laut í lægra haldi í sínum þriðja deildarleik í röð. Að þessu sinni var það Leicester City sem fór með sannfærandi 3-0 sigur af hólmi í leik liðanna. Arsenal hefur nú tapað í fjórum af síðustu fimm deildarleikjum sínum. Unay Emery hefur hvílt lykilleikmenn sína í deildinni undanfarið og svo virðist sem hann hafi meiri hug á að viðhalda frábæru gengi sínu í Evrópudeildinni en að sigla þriðja eða fjórða sætinu í höfn. Að lokum skildu Manchester United og Chelsea jöfn 1-1 í leik liðanna á Old Trafford. Manchester United batt þar enda á þriggja leikja taphrinu í deildarkeppninni og Meistaradeildinni og náði í sálfræðilega mikilvægt stig þrátt fyrir að liðið þyrfti sárlega á þremur stigum að halda. Þetta var annað jafntefli Chelsea í röð í deildinni og líklegt að Maurizio Zarri hafi verið kátari knattspyrnustjórinn af tveimur þegar hann og Ole Gunnar Solskjær brutu leikinn til mergjar að leik loknum. Nú þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni er Tottenham Hotspur í þriðja sæti með 70 stig og á eftir að heimsækja Bournemouth og sækja Everton heim. Chelsea kemur þar á eftir með 68 stig og á eftir að leika við Watford á heimavelli og Leicester City á útivelli. Arsenal er svo í fimmta sæti með 66 stig og á eftir að spila við Brighton á Emirates og Burnley á Turf Moor. Þá er Manchester United í því sjötta með 65 stig og mætir föllnu liði Huddersfield Town heima og fallkandídötum Cardiff City í lokaumferðinni. Eins og áður segir er Tottenham enn í eldlínunni í Meistaradeildinni en þar etur liðið kappi við Ajax á næstu dögum. Arsenal og Chelsea eru svo komin í undanúrslit Evrópudeildarinnar þar sem Skytturnar leika við Valencia og bláliðar við Eintracht Frankfurt. Sigurvegarar Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar fá hvor um sig sæti í Meistaradeildinni á leiktíðinni þar á eftir. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Sjá meira
Fjögur lið berjast um að fylgja Manchester City og Liverpool í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Alla jafna ættu fjögur efstu lið deildarinnar að fá þátttökurétt í Meistaradeildinni fyrir Englands hönd en góð frammistaða Tottenham Hotspur í Meistaradeildinni eða Arsenal og Chelsea í Evrópudeildinni gæti orðið til þess að eitthvert liðanna sem endar í fjórða sæti fái ekki farseðil í Meistaradeildina. Um helgina virtist sem löngun Totthenham Hotspur og Arsenal til þess að hafna á meðal fjögurra efstu liða deildarinnar þegar upp verður staðið ekki vera ýkja mikil. Tottenham laut í lægra haldi fyrir West Ham United en var reyndar sterkari aðilinn lengstum í leiknum en þetta var annað tap Tottenham í síðustu þremur leikjum liðsins í deildinni. Þá hafa lærisveinar Mauricio Pochettino enn fremur beðið ósigur í fjórum af síðustu sjö deildarleikjum sínum. Þeim til varnar er leikmannahópur liðsins ekki jafn breiður og hinna liðanna í kring og er lemstraður vegna meiðsla lykilleikmanna. Leikjadagskrá Tottenham Hotspur sem hefur verið stíf virtist hafa tekið toll af leikmönnum liðsins sem voru þreyttir undir lok leiksins. Arsenalmenn sýndu hins vegar enn meira viljaleysi en nágrannar þeirra og erkifjendur þegar liðið laut í lægra haldi í sínum þriðja deildarleik í röð. Að þessu sinni var það Leicester City sem fór með sannfærandi 3-0 sigur af hólmi í leik liðanna. Arsenal hefur nú tapað í fjórum af síðustu fimm deildarleikjum sínum. Unay Emery hefur hvílt lykilleikmenn sína í deildinni undanfarið og svo virðist sem hann hafi meiri hug á að viðhalda frábæru gengi sínu í Evrópudeildinni en að sigla þriðja eða fjórða sætinu í höfn. Að lokum skildu Manchester United og Chelsea jöfn 1-1 í leik liðanna á Old Trafford. Manchester United batt þar enda á þriggja leikja taphrinu í deildarkeppninni og Meistaradeildinni og náði í sálfræðilega mikilvægt stig þrátt fyrir að liðið þyrfti sárlega á þremur stigum að halda. Þetta var annað jafntefli Chelsea í röð í deildinni og líklegt að Maurizio Zarri hafi verið kátari knattspyrnustjórinn af tveimur þegar hann og Ole Gunnar Solskjær brutu leikinn til mergjar að leik loknum. Nú þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni er Tottenham Hotspur í þriðja sæti með 70 stig og á eftir að heimsækja Bournemouth og sækja Everton heim. Chelsea kemur þar á eftir með 68 stig og á eftir að leika við Watford á heimavelli og Leicester City á útivelli. Arsenal er svo í fimmta sæti með 66 stig og á eftir að spila við Brighton á Emirates og Burnley á Turf Moor. Þá er Manchester United í því sjötta með 65 stig og mætir föllnu liði Huddersfield Town heima og fallkandídötum Cardiff City í lokaumferðinni. Eins og áður segir er Tottenham enn í eldlínunni í Meistaradeildinni en þar etur liðið kappi við Ajax á næstu dögum. Arsenal og Chelsea eru svo komin í undanúrslit Evrópudeildarinnar þar sem Skytturnar leika við Valencia og bláliðar við Eintracht Frankfurt. Sigurvegarar Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar fá hvor um sig sæti í Meistaradeildinni á leiktíðinni þar á eftir.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Sjá meira