59 ár síðan félag vann báða þessa titla á sama ári og Valur vann þá báða á sömu helgi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2019 11:30 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir fagnar Íslandsmeistarattilinum. Vísir/Daníel Kvennalið Vals unnu tvo Íslandsmeistaratitla um helgina og báðir unnust á Hlíðarenda. Körfuboltastelpurnar lönduðu sínum titli með sigri á Keflavík á laugardaginn og í gær unnu handbolastelpurnar þriðja sigurinn í röð á Fram. Þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill Vals í kvennakörfunni en sá sautjándi í kvennahandboltanum. Handboltastelpurnar höfðu beðið í fimm ár eftir þessum titli að hafa unnið fjóra titla á fimm árum frá 2010 til 2014. Bæði Íslandsmeistaralið Valsmanna unnu úrslitaeinvígin 3-0 og handboltaliðið fór taplaust í gegnum úrslitakeppnina í ár. Körfuboltastelpurnar töpuðu einum leik á móti KR í undanúrslitunum en það var eina tap liðsins síðan í nóvember. Þessi helgi var mjög söguleg enda gerist ekki á hverri helgi að sama félag vinnur Íslandsmeistaratitla tvo daga í röð.Íslandsmeistarar Vals í körfubolta kvenna.Vísir/DaníelAðeins eitt félag hafði náð að verða Íslandsmeistari í handbolta og körfubolta kvenna á sama ári en síðan voru liðin 59 ár. Fyrsta félag til að vinna þessa Íslandsmeistaratvennu var Ármann veturinn 1959-1960. Það merkilega við þau lið að þau voru að mestu skipuð sömu leikmönnunum. Handboltastelpurnar í Ármanni kepptu líka í körfubolta en bættu þá við tveimur handboltastelpum úr Val. Önnur þeirra var Sigríður Sigurðardóttir sem var fyrst kvenna kosin Íþróttamaður ársins fjórum árum síðar. Valur hefur unnið annars konar tvennu hjá stelpunum á sama ári en handbolta- og fótboltalið félagsins urðu bæði Íslandsmeistarar árið 2001. Kvennalið KR hafa einnig unnið tvennu á sama ári en það var í körfubolta og fótbolta (1999 og 2002). Það sem ekkert félag hefur náð áður er aftur á móti að vinna þrefalt í tveimur af þremur stærstu boltagreinunum á sama tímabili. Valsliðin urðu nefnilega bæði Íslandsmeistari, bikarmeistari og deildarmeistari í vetur. Það höfðu körfubolta- og handboltalið sama félags aldrei gert áður á sama tímabili.Íslandsmeistarar Vals í handbolta kvenna.Vísir/Daníel Dominos-deild kvenna Olís-deild kvenna Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Kvennalið Vals unnu tvo Íslandsmeistaratitla um helgina og báðir unnust á Hlíðarenda. Körfuboltastelpurnar lönduðu sínum titli með sigri á Keflavík á laugardaginn og í gær unnu handbolastelpurnar þriðja sigurinn í röð á Fram. Þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill Vals í kvennakörfunni en sá sautjándi í kvennahandboltanum. Handboltastelpurnar höfðu beðið í fimm ár eftir þessum titli að hafa unnið fjóra titla á fimm árum frá 2010 til 2014. Bæði Íslandsmeistaralið Valsmanna unnu úrslitaeinvígin 3-0 og handboltaliðið fór taplaust í gegnum úrslitakeppnina í ár. Körfuboltastelpurnar töpuðu einum leik á móti KR í undanúrslitunum en það var eina tap liðsins síðan í nóvember. Þessi helgi var mjög söguleg enda gerist ekki á hverri helgi að sama félag vinnur Íslandsmeistaratitla tvo daga í röð.Íslandsmeistarar Vals í körfubolta kvenna.Vísir/DaníelAðeins eitt félag hafði náð að verða Íslandsmeistari í handbolta og körfubolta kvenna á sama ári en síðan voru liðin 59 ár. Fyrsta félag til að vinna þessa Íslandsmeistaratvennu var Ármann veturinn 1959-1960. Það merkilega við þau lið að þau voru að mestu skipuð sömu leikmönnunum. Handboltastelpurnar í Ármanni kepptu líka í körfubolta en bættu þá við tveimur handboltastelpum úr Val. Önnur þeirra var Sigríður Sigurðardóttir sem var fyrst kvenna kosin Íþróttamaður ársins fjórum árum síðar. Valur hefur unnið annars konar tvennu hjá stelpunum á sama ári en handbolta- og fótboltalið félagsins urðu bæði Íslandsmeistarar árið 2001. Kvennalið KR hafa einnig unnið tvennu á sama ári en það var í körfubolta og fótbolta (1999 og 2002). Það sem ekkert félag hefur náð áður er aftur á móti að vinna þrefalt í tveimur af þremur stærstu boltagreinunum á sama tímabili. Valsliðin urðu nefnilega bæði Íslandsmeistari, bikarmeistari og deildarmeistari í vetur. Það höfðu körfubolta- og handboltalið sama félags aldrei gert áður á sama tímabili.Íslandsmeistarar Vals í handbolta kvenna.Vísir/Daníel
Dominos-deild kvenna Olís-deild kvenna Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira