Munu yfirheyra fólk hér á landi í tengslum við morðið í Mehamn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. apríl 2019 12:52 Frá vettvangi á laugardag. TV2/Christoffer Robin Jensen Norska lögreglan hefur nú þegar tekið skýrslu af nokkrum einstaklingum í tengslum við morðið á Gísla Þór Þórarinssyni en hann var skotinn til bana í bænum Mehamn í Finnmörk aðfaranótt laugardags. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Önju M. Indbjør, saksóknara, en þar segir jafnframt að lögreglan muni koma til með að yfirheyra fólk sem búsett er á Íslandi í tengslum við málið. Í tilkynningunni segir að norska lögreglan hafi nú fengið staðfest af íslenskum stjórnvöldum að ættingjar Gísla Þórs hafi verið látnir vita af andláti hans og greina því nú frá nafni hans í fyrsta sinn og aldri í fyrsta sinn. Að öðru leyti er ekki mikið gefið upp um framgang rannsóknarinnar. Tæknivinna sé enn í gangi og er vettvangur glæpsins rannsakaður bæði af réttarlæknisfræðingum í Finnmörku sem og af rannsóknarlögreglumönnum frá Kripos. Þá mun lögreglan ræða við nágranna í dag og spyrja þá út í hvort þeir hafi heyrt eða séð eitthvað aðfaranótt laugardagsins þegar Gísli var skotinn til bana. Eins og áður hefur verið greint frá hefur lögreglan ekki enn yfirheyrt Íslendingana tvo sem grunaðir eru í málinu. Enn hefur ekki fengist íslenskur túlkur til Finnmerkur þar sem hann hefur lent í vandræðum með að komast á staðinn vegna verkfalla hjá flugfélaginu SAS. Annar hinna grunuðu er hálfbróðir hins látna. Hann heitir Gunnar Jóhann Gunnarsson, er 35 ára gamall og er grunaður um að hafa orðið eldri bróður sínum að bana. Gunnar á nokkurn brotaferil að baki og hefur til að mynda hlotið dóma hér á landi fyrir líkamsárás og nauðgun. Mun lögreglan í Noregi fara fram á að hann sæti gæsluvarðhaldi og einangrun næstu fjórar vikurnar. Krafist verður vikulangs gæsluvarðhalds yfir hinum Íslendingnum sem grunaður er um aðild að málinu. Mennirnir koma fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að norskum tíma. Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Hinn látni vel liðinn og áberandi í bæjarlífinu að sögn bæjarstjóra "Þetta er bara svo "trist“ eins og við segjum á norsku,“ segir Trond Einar Olaussen, bæjarstjóri í Gamvik. 29. apríl 2019 11:57 Leiddir fyrir dómara í kvöld og yfirheyrðir á miðvikudag Íslendingarnir tveir sem eru í haldi norsku lögreglunnar eftir að Gísli Þór Þórarinsson, fertugur íslenskur karlmaður, var skotinn til bana í þorpinu Mehamn í Finnmörku aðfaranótt laugardags verða leiddir fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að norskum tíma. 29. apríl 2019 08:30 Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
Norska lögreglan hefur nú þegar tekið skýrslu af nokkrum einstaklingum í tengslum við morðið á Gísla Þór Þórarinssyni en hann var skotinn til bana í bænum Mehamn í Finnmörk aðfaranótt laugardags. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Önju M. Indbjør, saksóknara, en þar segir jafnframt að lögreglan muni koma til með að yfirheyra fólk sem búsett er á Íslandi í tengslum við málið. Í tilkynningunni segir að norska lögreglan hafi nú fengið staðfest af íslenskum stjórnvöldum að ættingjar Gísla Þórs hafi verið látnir vita af andláti hans og greina því nú frá nafni hans í fyrsta sinn og aldri í fyrsta sinn. Að öðru leyti er ekki mikið gefið upp um framgang rannsóknarinnar. Tæknivinna sé enn í gangi og er vettvangur glæpsins rannsakaður bæði af réttarlæknisfræðingum í Finnmörku sem og af rannsóknarlögreglumönnum frá Kripos. Þá mun lögreglan ræða við nágranna í dag og spyrja þá út í hvort þeir hafi heyrt eða séð eitthvað aðfaranótt laugardagsins þegar Gísli var skotinn til bana. Eins og áður hefur verið greint frá hefur lögreglan ekki enn yfirheyrt Íslendingana tvo sem grunaðir eru í málinu. Enn hefur ekki fengist íslenskur túlkur til Finnmerkur þar sem hann hefur lent í vandræðum með að komast á staðinn vegna verkfalla hjá flugfélaginu SAS. Annar hinna grunuðu er hálfbróðir hins látna. Hann heitir Gunnar Jóhann Gunnarsson, er 35 ára gamall og er grunaður um að hafa orðið eldri bróður sínum að bana. Gunnar á nokkurn brotaferil að baki og hefur til að mynda hlotið dóma hér á landi fyrir líkamsárás og nauðgun. Mun lögreglan í Noregi fara fram á að hann sæti gæsluvarðhaldi og einangrun næstu fjórar vikurnar. Krafist verður vikulangs gæsluvarðhalds yfir hinum Íslendingnum sem grunaður er um aðild að málinu. Mennirnir koma fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að norskum tíma.
Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Hinn látni vel liðinn og áberandi í bæjarlífinu að sögn bæjarstjóra "Þetta er bara svo "trist“ eins og við segjum á norsku,“ segir Trond Einar Olaussen, bæjarstjóri í Gamvik. 29. apríl 2019 11:57 Leiddir fyrir dómara í kvöld og yfirheyrðir á miðvikudag Íslendingarnir tveir sem eru í haldi norsku lögreglunnar eftir að Gísli Þór Þórarinsson, fertugur íslenskur karlmaður, var skotinn til bana í þorpinu Mehamn í Finnmörku aðfaranótt laugardags verða leiddir fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að norskum tíma. 29. apríl 2019 08:30 Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
Hinn látni vel liðinn og áberandi í bæjarlífinu að sögn bæjarstjóra "Þetta er bara svo "trist“ eins og við segjum á norsku,“ segir Trond Einar Olaussen, bæjarstjóri í Gamvik. 29. apríl 2019 11:57
Leiddir fyrir dómara í kvöld og yfirheyrðir á miðvikudag Íslendingarnir tveir sem eru í haldi norsku lögreglunnar eftir að Gísli Þór Þórarinsson, fertugur íslenskur karlmaður, var skotinn til bana í þorpinu Mehamn í Finnmörku aðfaranótt laugardags verða leiddir fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að norskum tíma. 29. apríl 2019 08:30