Trópí fyrir bí Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. apríl 2019 13:15 Útlit og innihald Trópí og Minute Maid var nánast alfarið eins. Teitur Atlason Ávaxtasafavörumerkið Trópí, sem hefur fylgt Íslendingum frá árinu 1973, hefur vikið fyrir hinu alþjóðlega Minute Maid. Bæði vörumerkin eru í eigu The Coca-Cola Company og hefur Trópí reitt sig á markaðsefni og umbúðahönnun frá Minute Maid síðastliðin ár. Frá og með janúar síðastliðnum færðist Trópí hins vegar alfarið yfir í Minute Maid. Að sögn Stefáns Magnússonar, markaðsstjóra hjá Coca-Cola European Partners á Íslandi, má rekja breytingarnar til þess að framleiðsla fyrirtækisins á ávaxtasöfum í Tetra Pak-umbúðum fluttist alfarið til Belgíu í upphafi árs. Stefán áréttar að þessu hafi ekki fylgt neinar uppsagnir og að starfsfólki í Tetra Pak-deildinni hafi boðist önnur störf innan fyrirtækisins. Tengsl Minute Maid og Trópí hafa lengi legið fyrir, enda útlit drykkjanna nánast hið sama eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Teitur Atlason vakti t.a.m. athygli á því í fyrra að þrátt fyrir að innihaldið væri nær algjörlega sambærilegt hafi verið um 40% verðmunur á söfunum. Sjá einnig: Íslenska krónan hefur reynt á þolrifin„Minute Maid býður upp á fjölbreytt og spennandi vöruúrval sem við erum nú að kynna fyrir Íslendingum. Með þessu móti náum við jafnframt að mæta markmiði okkar um að Íslendingum standi til boða sambærilegt úrval og best þekkist,“ segir Stefán. Breytingarnar hafi verið í undirbúningi síðustu mánuði og sé útlit umbúða og vöruúrval sambærilegt við það sem áður var.Svali minnkaður Stefán segir að því verði þó ekki neitað að ákveðin eftirsjá sé í vörumerkinu Trópí sem hefur verið til sölu hér á landi frá fyrri hluta áttunda áratugarins. Með sameiningu við Sól-Víking árið 2001 færðist framleiðsla á Trópí til Vílfells, sem nú heitir CCEP. Engu að síður er það mat fyrirtækisins að „stærri tækifæri séu fólgin í vörumerkinu Minute Maid til lengri tíma og meiri möguleikar í vöruvali og nýjungum,“ að sögn Stefáns. Hann bætir við að samhliða þessu sé annar ávaxtasafi, Svali, kominn í minni umbúðir. Hann er nú í 200ml umbúðum í stað 250ml umbúða. Stefán segir það vera í takt við stefnu CCEP um að minnka skammtastærðir og draga úr sykri í framleiðslu fyrirtækisins. Þrátt fyrir að Tetra Pak-deild CCEP hafi flust til Belgíu vill Stefán þó ekki meina að það sé til marks um að Coca-Cola á Íslandi sé að hætta framleiðslu hérlendis. Eftir breytinguna verður þriðjungur af ófengum drykkjavörum fyrirtækisins innfluttar en 67 prósent framleitt hér á landi. Nær allur bjór sem fyrirtækið selur, eða um 95 prósent, er auk þess framleiddur í Viking Brugghúsi á Akureyri. Neytendur Tímamót Tengdar fréttir Íslenska krónan hefur reynt á þolrifin Það er áskorun fyrir 77 ára gamalt fyrirtæki sem ber nafnið Coca-Cola að glíma við hollari neysluvenjur, segir forstjórinn. Það gætu verið fjögur ár í að vatn verði selt í meira mæli en sykrað gos. 6. mars 2019 08:00 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Sjá meira
Ávaxtasafavörumerkið Trópí, sem hefur fylgt Íslendingum frá árinu 1973, hefur vikið fyrir hinu alþjóðlega Minute Maid. Bæði vörumerkin eru í eigu The Coca-Cola Company og hefur Trópí reitt sig á markaðsefni og umbúðahönnun frá Minute Maid síðastliðin ár. Frá og með janúar síðastliðnum færðist Trópí hins vegar alfarið yfir í Minute Maid. Að sögn Stefáns Magnússonar, markaðsstjóra hjá Coca-Cola European Partners á Íslandi, má rekja breytingarnar til þess að framleiðsla fyrirtækisins á ávaxtasöfum í Tetra Pak-umbúðum fluttist alfarið til Belgíu í upphafi árs. Stefán áréttar að þessu hafi ekki fylgt neinar uppsagnir og að starfsfólki í Tetra Pak-deildinni hafi boðist önnur störf innan fyrirtækisins. Tengsl Minute Maid og Trópí hafa lengi legið fyrir, enda útlit drykkjanna nánast hið sama eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Teitur Atlason vakti t.a.m. athygli á því í fyrra að þrátt fyrir að innihaldið væri nær algjörlega sambærilegt hafi verið um 40% verðmunur á söfunum. Sjá einnig: Íslenska krónan hefur reynt á þolrifin„Minute Maid býður upp á fjölbreytt og spennandi vöruúrval sem við erum nú að kynna fyrir Íslendingum. Með þessu móti náum við jafnframt að mæta markmiði okkar um að Íslendingum standi til boða sambærilegt úrval og best þekkist,“ segir Stefán. Breytingarnar hafi verið í undirbúningi síðustu mánuði og sé útlit umbúða og vöruúrval sambærilegt við það sem áður var.Svali minnkaður Stefán segir að því verði þó ekki neitað að ákveðin eftirsjá sé í vörumerkinu Trópí sem hefur verið til sölu hér á landi frá fyrri hluta áttunda áratugarins. Með sameiningu við Sól-Víking árið 2001 færðist framleiðsla á Trópí til Vílfells, sem nú heitir CCEP. Engu að síður er það mat fyrirtækisins að „stærri tækifæri séu fólgin í vörumerkinu Minute Maid til lengri tíma og meiri möguleikar í vöruvali og nýjungum,“ að sögn Stefáns. Hann bætir við að samhliða þessu sé annar ávaxtasafi, Svali, kominn í minni umbúðir. Hann er nú í 200ml umbúðum í stað 250ml umbúða. Stefán segir það vera í takt við stefnu CCEP um að minnka skammtastærðir og draga úr sykri í framleiðslu fyrirtækisins. Þrátt fyrir að Tetra Pak-deild CCEP hafi flust til Belgíu vill Stefán þó ekki meina að það sé til marks um að Coca-Cola á Íslandi sé að hætta framleiðslu hérlendis. Eftir breytinguna verður þriðjungur af ófengum drykkjavörum fyrirtækisins innfluttar en 67 prósent framleitt hér á landi. Nær allur bjór sem fyrirtækið selur, eða um 95 prósent, er auk þess framleiddur í Viking Brugghúsi á Akureyri.
Neytendur Tímamót Tengdar fréttir Íslenska krónan hefur reynt á þolrifin Það er áskorun fyrir 77 ára gamalt fyrirtæki sem ber nafnið Coca-Cola að glíma við hollari neysluvenjur, segir forstjórinn. Það gætu verið fjögur ár í að vatn verði selt í meira mæli en sykrað gos. 6. mars 2019 08:00 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Sjá meira
Íslenska krónan hefur reynt á þolrifin Það er áskorun fyrir 77 ára gamalt fyrirtæki sem ber nafnið Coca-Cola að glíma við hollari neysluvenjur, segir forstjórinn. Það gætu verið fjögur ár í að vatn verði selt í meira mæli en sykrað gos. 6. mars 2019 08:00