Gísli ábyrgðarfullur og skilningsríkur að sögn yfirmanns Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. apríl 2019 14:44 Oddvar Jenssen rekur bæði fiskvinnslufyrirtækið Nordkyn Seafood og hótelið Arctic Hotel Mehamn í Norður-Noregi. Oddvar Jenssen, yfirmaður Gísla Þórs Þórarinssonar, sem var skotinn til bana aðfaranótt laugardags í sjávarþorpinu Mehamn í Norður-Noregi, lýstir hinum látna sem ábyrgðarfullum og skilningsríkum einstaklingi í viðtölum við héraðsblöðin iFinnmark og Fiskeribladed. Gunnar Jóhann Gunnarsson, hálfbróðir Gísla, er grunaður um að hafa orðið Gísla að bana en tveir sitja nú í varðhaldi í tengslum við manndrápið. Hinn er grunaður um aðild að málinu en neitar sök. Í kvöld verða báðir leiddir fyrir dómara og þeir síðan yfirheyrðir á miðvikudag. Vísir greindi frá því í dag að Gunnar Jóhann ætti brotaferil að baki. Hann hefur hlotið dóm bæði fyrir nauðgun og grófa líkamsárás.Sjá nánar: Grunaður morðingi með miskunnarlausa nauðgun og handrukkun á samviskunni Oddvar rekur bæði fiskvinnslufyrirtækið Nordkyn Seafood og hótelið Arctic Hotel Mehamn í Norður-Noregi. Auk þess að vera sjómaður sinnti Gísli dyravörslu á hóteli vinnuveitanda síns þegar þess þurfti. „Hann var einstaklega flinkur í mannlegum samskiptum líka. Hann var rólegur og yfirvegaður,“ sagði Oddvar. Það hafi alltaf verið hægt að treysta á Gísla. Hann hafi verið sannkallaður toppnáungi að sögn Oddvars. Gísli gerði út eigin bát en lagði upp hjá Nordkyn Seafood. Oddvar segir að hann hafi verið harðduglegur og verið að safna sér fyrir stærri bát. Oddvar segir Gísla hafa verið afar vel liðinn í bænum. Þetta kemur heim og saman við lýsingar Tronds Einars Olaussen, bæjarstjóra Gamvik. Gísli hafi verið afar áberandi í bæjarlífinu og þá sérstaklega á menningarsviðinu. „Gísli hafði mikilvægu hlutverki að gegna í bænum. Hann var mikið í menningarsenunni og vann með ungu fólki í tónlist og var bara indæl manneskja,“ sagði bæjarstjórinn í samtali við fréttastofu. Hann hafi haft yfirumsjón með tónlistarverkefni fyrir ungt fólk í bænum. Gísli lætur eftir sig unnustu og fósturbörn. Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Hinn látni vel liðinn og áberandi í bæjarlífinu að sögn bæjarstjóra "Þetta er bara svo "trist“ eins og við segjum á norsku,“ segir Trond Einar Olaussen, bæjarstjóri í Gamvik. 29. apríl 2019 11:57 Munu yfirheyra fólk hér á landi í tengslum við morðið í Mehamn Norska lögreglan hefur nú þegar tekið skýrslu af nokkrum einstaklingum í tengslum við morðið á Gísla Þór Þórarinssyni en hann var skotinn til bana í bænum Mehamn í Finnmörk aðfaranótt laugardags. 29. apríl 2019 12:52 Leiddir fyrir dómara í kvöld og yfirheyrðir á miðvikudag Íslendingarnir tveir sem eru í haldi norsku lögreglunnar eftir að Gísli Þór Þórarinsson, fertugur íslenskur karlmaður, var skotinn til bana í þorpinu Mehamn í Finnmörku aðfaranótt laugardags verða leiddir fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að norskum tíma. 29. apríl 2019 08:30 Áfall að heyra af morðinu í Mehamn Systir Íslendingsins sem myrtur var með skotvopni í bænum Mehamn í Norður-Noregi á laugardag segist hafa verið í losti eftir að lögreglan færði henni tíðindin. Þau hafi verið náin. Hálfbróðir hins látna er grunaður. 29. apríl 2019 06:00 Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
Oddvar Jenssen, yfirmaður Gísla Þórs Þórarinssonar, sem var skotinn til bana aðfaranótt laugardags í sjávarþorpinu Mehamn í Norður-Noregi, lýstir hinum látna sem ábyrgðarfullum og skilningsríkum einstaklingi í viðtölum við héraðsblöðin iFinnmark og Fiskeribladed. Gunnar Jóhann Gunnarsson, hálfbróðir Gísla, er grunaður um að hafa orðið Gísla að bana en tveir sitja nú í varðhaldi í tengslum við manndrápið. Hinn er grunaður um aðild að málinu en neitar sök. Í kvöld verða báðir leiddir fyrir dómara og þeir síðan yfirheyrðir á miðvikudag. Vísir greindi frá því í dag að Gunnar Jóhann ætti brotaferil að baki. Hann hefur hlotið dóm bæði fyrir nauðgun og grófa líkamsárás.Sjá nánar: Grunaður morðingi með miskunnarlausa nauðgun og handrukkun á samviskunni Oddvar rekur bæði fiskvinnslufyrirtækið Nordkyn Seafood og hótelið Arctic Hotel Mehamn í Norður-Noregi. Auk þess að vera sjómaður sinnti Gísli dyravörslu á hóteli vinnuveitanda síns þegar þess þurfti. „Hann var einstaklega flinkur í mannlegum samskiptum líka. Hann var rólegur og yfirvegaður,“ sagði Oddvar. Það hafi alltaf verið hægt að treysta á Gísla. Hann hafi verið sannkallaður toppnáungi að sögn Oddvars. Gísli gerði út eigin bát en lagði upp hjá Nordkyn Seafood. Oddvar segir að hann hafi verið harðduglegur og verið að safna sér fyrir stærri bát. Oddvar segir Gísla hafa verið afar vel liðinn í bænum. Þetta kemur heim og saman við lýsingar Tronds Einars Olaussen, bæjarstjóra Gamvik. Gísli hafi verið afar áberandi í bæjarlífinu og þá sérstaklega á menningarsviðinu. „Gísli hafði mikilvægu hlutverki að gegna í bænum. Hann var mikið í menningarsenunni og vann með ungu fólki í tónlist og var bara indæl manneskja,“ sagði bæjarstjórinn í samtali við fréttastofu. Hann hafi haft yfirumsjón með tónlistarverkefni fyrir ungt fólk í bænum. Gísli lætur eftir sig unnustu og fósturbörn.
Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Hinn látni vel liðinn og áberandi í bæjarlífinu að sögn bæjarstjóra "Þetta er bara svo "trist“ eins og við segjum á norsku,“ segir Trond Einar Olaussen, bæjarstjóri í Gamvik. 29. apríl 2019 11:57 Munu yfirheyra fólk hér á landi í tengslum við morðið í Mehamn Norska lögreglan hefur nú þegar tekið skýrslu af nokkrum einstaklingum í tengslum við morðið á Gísla Þór Þórarinssyni en hann var skotinn til bana í bænum Mehamn í Finnmörk aðfaranótt laugardags. 29. apríl 2019 12:52 Leiddir fyrir dómara í kvöld og yfirheyrðir á miðvikudag Íslendingarnir tveir sem eru í haldi norsku lögreglunnar eftir að Gísli Þór Þórarinsson, fertugur íslenskur karlmaður, var skotinn til bana í þorpinu Mehamn í Finnmörku aðfaranótt laugardags verða leiddir fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að norskum tíma. 29. apríl 2019 08:30 Áfall að heyra af morðinu í Mehamn Systir Íslendingsins sem myrtur var með skotvopni í bænum Mehamn í Norður-Noregi á laugardag segist hafa verið í losti eftir að lögreglan færði henni tíðindin. Þau hafi verið náin. Hálfbróðir hins látna er grunaður. 29. apríl 2019 06:00 Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
Hinn látni vel liðinn og áberandi í bæjarlífinu að sögn bæjarstjóra "Þetta er bara svo "trist“ eins og við segjum á norsku,“ segir Trond Einar Olaussen, bæjarstjóri í Gamvik. 29. apríl 2019 11:57
Munu yfirheyra fólk hér á landi í tengslum við morðið í Mehamn Norska lögreglan hefur nú þegar tekið skýrslu af nokkrum einstaklingum í tengslum við morðið á Gísla Þór Þórarinssyni en hann var skotinn til bana í bænum Mehamn í Finnmörk aðfaranótt laugardags. 29. apríl 2019 12:52
Leiddir fyrir dómara í kvöld og yfirheyrðir á miðvikudag Íslendingarnir tveir sem eru í haldi norsku lögreglunnar eftir að Gísli Þór Þórarinsson, fertugur íslenskur karlmaður, var skotinn til bana í þorpinu Mehamn í Finnmörku aðfaranótt laugardags verða leiddir fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að norskum tíma. 29. apríl 2019 08:30
Áfall að heyra af morðinu í Mehamn Systir Íslendingsins sem myrtur var með skotvopni í bænum Mehamn í Norður-Noregi á laugardag segist hafa verið í losti eftir að lögreglan færði henni tíðindin. Þau hafi verið náin. Hálfbróðir hins látna er grunaður. 29. apríl 2019 06:00