KR hefði getað gengið frá leiknum í venjulegum leiktíma en ÍR gefst aldrei upp og náði í framlengingu. Framlengingin var hörku spennandi og endirinn hádramatískur, Sigurkarl fór í þriggja stiga körfu þegar tíminn var að renna út og allt jafnt.
Boltinn söng í netinu, ÍR vann leikinn 89-86 og er komið í 2-1 í einvíginu.
ÍR getur því tryggt sér fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í áratugi, síðan 1977, á fimmtudag þegar liðin mætast í fjórða sinn fimmtudaginn 2. maí.