„Væri heimskulegt að nýta sér það ekki" Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 10. apríl 2019 21:46 Brittanny í leik í vetur. vísir/bára Keflavík vann í kvöld Stjörnuna 91-67 í úrslitakeppni Dominos deildar kvenna. Staðan í einvíginu fyrir leik var 2-0 fyrir Stjörnunni svo sigur í kvöld var nauðsynlegur fyrir Keflavík. Brittany Dinkins leikmaður Keflavíkur var skiljanlega mjög ánægð eftir leik kvöldsins. Brittany fann ekki skotið sitt nægilega vel í seinustu leikjum. Í kvöld var hún hinsvegar á eldi á köflum og skoraði 36 stig úr 24 skotum. „Í hinum leikjunum var ég oft að hika og hafa áhyggjur af að koma liðsfélögum mínum inn í leikinn. Í kvöld fór ég bara aftur í þau atriði sem komu okkur í gegnum deildarkeppnina. Þetta byrjaði hjá mér, ég vissi að ef ég kæmist aftur í gang þá værum við líklegar til að vinna.” „Í fyrstu tveimur leikjunum var ég ekki að leita að skotunum mínum en í kvöld var ég að því og þau voru heldur betur að detta niður.” Sara Rún Hinriksdóttir kom til liðs við Keflavíkur í lok deildarkeppnarinnar. Brittany hafði aldrei áður spilað með Söru en það sást vel í kvöld að þær geta spilað frábærlega saman. „Ég elska Söru. Ég gjörsamlega elska hana. Hún er algjörlega sá leikmaður sem við þurftum á að halda. Við erum eina liðið sem er bara með amerískan leikmann en engan Bosman-leikmann.” „Sara býr yfir miklum gæðum og að hún sé íslenskur leikmaður gefur okkur mjög mikið. Hún býr til mikið pláss fyrir mig til að búa mér til færi. Sömuleiðis getur hún líka gert sína hluti sóknarlega.” Bríet Sif Hinriksdóttir og Auður Íris Ólafsdóttir voru ekki með Stjörnunni í kvöld en þær voru báðar meiddar. Keflavík nýttu sér það en Stjarnan er ekki með sömu breidd og Keflavík. „Ég veit ekki hversu mikil áhrif það hafði. Allar þær sem spila eru í körfuboltaliði svo þær ættu að vera nokkuð góðar. Ef leikmenn eru meiddir verða aðrir leikmenn að koma inn og fylla í skarðið.” „Þetta er úrslitakeppnin. Þeir leikmenn sem reima á sig skóna spila og það er bara þannig. Þær voru með meiðsli og við nýttum okkur það augljóslega en það væri heimskulegt að nýta sér það ekki.” Serían fer aftur í Garðarbæinn á sunnudaginn þar sem Keflavík getur jafnað. Endurkoma frá Keflavík í þessari seríu væri mögnuð en þær ætla ekki að missa sig í gleðinni yfir að vinna einn leik. „Mér líður vel fyrir næsta leik. Ég ætla samt ekki að taka neinu sem sjálfsögðum hlut. Ég bara svöng og þetta gerir mig bara svengri. Við vitum að við þurfum að taka þetta einn leik í einu. Við erum ekkert að flýta okkur, við náðum bara í þennan fyrsta sigur.” „Við ætlum að skoða hvað við gerðum vel í kvöld. Við ætlum að halda áfram að gera þá hluti í næsta leik og við ætlum að koma inn í þann leik af fullum krafti. Við vitum að þær eru ekki lið sem hættir. Þær munu koma inn í þann leik og reyna að klára seríuna.” Verður þú Íslandsmeistari í vor? „Markmiðið er að standa uppi sem Íslandsmeistari. Ég er manneskja sem vill standa við orð sín. Eins og ég spilaði fyrstu tvo leikina hefði maður ekki haldið að við gætum unnið titilinn. En markmiðið er að verða Íslandsmeistari það er eina sem ég get sagt þér. Markmiðið er enn í sjónmáli en við ætlum bara að taka þetta einn leik í einu.” Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 91-67 | Keflavík hélt sér á lífi Ekkert sumarfrí hjá Keflavík. 10. apríl 2019 22:30 Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sport Fleiri fréttir New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur Sjá meira
Keflavík vann í kvöld Stjörnuna 91-67 í úrslitakeppni Dominos deildar kvenna. Staðan í einvíginu fyrir leik var 2-0 fyrir Stjörnunni svo sigur í kvöld var nauðsynlegur fyrir Keflavík. Brittany Dinkins leikmaður Keflavíkur var skiljanlega mjög ánægð eftir leik kvöldsins. Brittany fann ekki skotið sitt nægilega vel í seinustu leikjum. Í kvöld var hún hinsvegar á eldi á köflum og skoraði 36 stig úr 24 skotum. „Í hinum leikjunum var ég oft að hika og hafa áhyggjur af að koma liðsfélögum mínum inn í leikinn. Í kvöld fór ég bara aftur í þau atriði sem komu okkur í gegnum deildarkeppnina. Þetta byrjaði hjá mér, ég vissi að ef ég kæmist aftur í gang þá værum við líklegar til að vinna.” „Í fyrstu tveimur leikjunum var ég ekki að leita að skotunum mínum en í kvöld var ég að því og þau voru heldur betur að detta niður.” Sara Rún Hinriksdóttir kom til liðs við Keflavíkur í lok deildarkeppnarinnar. Brittany hafði aldrei áður spilað með Söru en það sást vel í kvöld að þær geta spilað frábærlega saman. „Ég elska Söru. Ég gjörsamlega elska hana. Hún er algjörlega sá leikmaður sem við þurftum á að halda. Við erum eina liðið sem er bara með amerískan leikmann en engan Bosman-leikmann.” „Sara býr yfir miklum gæðum og að hún sé íslenskur leikmaður gefur okkur mjög mikið. Hún býr til mikið pláss fyrir mig til að búa mér til færi. Sömuleiðis getur hún líka gert sína hluti sóknarlega.” Bríet Sif Hinriksdóttir og Auður Íris Ólafsdóttir voru ekki með Stjörnunni í kvöld en þær voru báðar meiddar. Keflavík nýttu sér það en Stjarnan er ekki með sömu breidd og Keflavík. „Ég veit ekki hversu mikil áhrif það hafði. Allar þær sem spila eru í körfuboltaliði svo þær ættu að vera nokkuð góðar. Ef leikmenn eru meiddir verða aðrir leikmenn að koma inn og fylla í skarðið.” „Þetta er úrslitakeppnin. Þeir leikmenn sem reima á sig skóna spila og það er bara þannig. Þær voru með meiðsli og við nýttum okkur það augljóslega en það væri heimskulegt að nýta sér það ekki.” Serían fer aftur í Garðarbæinn á sunnudaginn þar sem Keflavík getur jafnað. Endurkoma frá Keflavík í þessari seríu væri mögnuð en þær ætla ekki að missa sig í gleðinni yfir að vinna einn leik. „Mér líður vel fyrir næsta leik. Ég ætla samt ekki að taka neinu sem sjálfsögðum hlut. Ég bara svöng og þetta gerir mig bara svengri. Við vitum að við þurfum að taka þetta einn leik í einu. Við erum ekkert að flýta okkur, við náðum bara í þennan fyrsta sigur.” „Við ætlum að skoða hvað við gerðum vel í kvöld. Við ætlum að halda áfram að gera þá hluti í næsta leik og við ætlum að koma inn í þann leik af fullum krafti. Við vitum að þær eru ekki lið sem hættir. Þær munu koma inn í þann leik og reyna að klára seríuna.” Verður þú Íslandsmeistari í vor? „Markmiðið er að standa uppi sem Íslandsmeistari. Ég er manneskja sem vill standa við orð sín. Eins og ég spilaði fyrstu tvo leikina hefði maður ekki haldið að við gætum unnið titilinn. En markmiðið er að verða Íslandsmeistari það er eina sem ég get sagt þér. Markmiðið er enn í sjónmáli en við ætlum bara að taka þetta einn leik í einu.”
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 91-67 | Keflavík hélt sér á lífi Ekkert sumarfrí hjá Keflavík. 10. apríl 2019 22:30 Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sport Fleiri fréttir New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 91-67 | Keflavík hélt sér á lífi Ekkert sumarfrí hjá Keflavík. 10. apríl 2019 22:30