Valdatíð eins alræmdasta þjóðarleiðtoga heims virðist á enda runnin Atli Ísleifsson skrifar 11. apríl 2019 09:25 Omar al-Bashir komst til valda í Súdan í valdaráninu árið 1989. Getty Háværar raddir eru uppi um að Omar al-Bashir hafi sagt af sér embætti sem forseti Súdans en hann hefur gegnt embættinu frá árinu 1989. Mikil mótmæli hafa verið í landinu síðustu vikur og mánuði og berast nú fréttir af miklum fagnaðarlátum meðal mótmælenda í höfuðborginni Kartúm. Tilkynningar hersins er beðið með eftirvæntingu. Með afsögn al-Bashir myndi einn alræmdasti þjóðarleiðtogi heims hverfa af valdastóli en hann hefur áður verið ákærður vegna stríðsglæpa og þjóðarmorðs í Darfúr-héraði í Súdan og hýsti um tíma hryðjuverkamanninn Osama bin Laden. Al-Bashir komst til valda í Súdan fyrir um þrjátíu árum, eða árið 1989. Fór hann þá fyrir valdaráni hersins sem kom hinum lýðræðislega kjörna forseta Sadiq al-Mahdi frá völdum. Árið 1993 tók hann formlega við stöðu forseta landsins en frá vandaráninu hafði hann stýrt landinu sem formaður svokallaðs byltingarráðs.Andstæðingar forsetans hafa fagnað í Kartúm í morgun.EPAÞjóðarmorð og stríðsglæpir Omar al-Bashir varð árið 2009 fyrsti þjóðhöfðingi heims til að vera ákærður af Alþjóðaglæpadómstólnum í Haag vegna gruns um stríðsglæpi og þjóðarmorð í Darfúr-héraði. Átökin í Darfúr brutust út árið 2003 og samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum hafa um 300 þúsund manns látið lífið í átökunum og um tvær milljónir manna neyðst til að flýja heimili sín. Bashir, sem starfaði á sínum tíma sem fallhlífahermaður innan hersins, tókst þrátt fyrir mikinn þrýsting alþjóðasamfélagsins að halda völdum í landinu. Þar til nú. Mikil mótmælaalda hefur gengið yfir Súdan frá því í desember, en hún hófst eftir miklar hækkanir á nauðsynjavörum og eldsneyti. Þannig greindi ríkisstjórn landsins frá því að verð á brauði myndi þrefaldast. Síðustu vikur hafa mótmælin svo snúist upp í kröfu um afsögn hins þaulsetna forseta. Bashir lýsti yfir neyðarástandi í landinu í febrúar þar sem bann var lagt við fjöldasamkomum og mótmælum. Súdönsk yfirvöld hafa greint frá því að rúmlega þrjátíu manns hafi látið lífið í mótmælunum síðustu mánuði.Omar al-Bashir.EPAMannskætt borgarastríð Alþjóðasamfélagið, meðal annars stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi, hefur harðlega gagnrýnt ákvörðun Bashirs að lýsa yfir neyðarástandi og beindi öryggisráð Sameinuðu þjóðanna því til stjórnvalda í Súdan að tafarlaust aflýsa neyðarástandinu. Þrátt fyrir að hafa verið ákærður og eftirlýstur af Alþjóðaglæpadómstólnum hefur Bashir getað heimsótt fjölda Afríkuríkja, auk Kína, Malasíu og Sádí-Arabíu. Ekkert ríkið ákvað þó að framselja hann til Alþjóðaglæpadómstólsins. Í valdatíð hans stóð yfir langt og mannsætt borgarastríð þar sem landinu var skipt upp í tvo hluta árið 2011. Varð þá til Suður-Súdan, þar sem íbúar eru að stærstum hluta kristnir, en íbúar Súdans eru flestir arabar og múslimar. Á árunum 1991 til 1996 hélt Bashir hlífðarskildi yfir leiðtoga hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda, Osama bin Laden. Eftir hryðjuverkaárásirnar gegn sendiráðum Bandaríkjanna í Kenía og Tansaníu árið 1998, þar sem rúmlega tvö hundruð manns fórust, lét Bill Clinton, þáverandi Bandaríkjaforseti, gera sprengjuárásir á verksmiðju í Súdan sem var talin tengjast bin Laden.Mótmælendur fagna.GettyLítið vitað um einkalíf forsetans Mr Bashir fæddist árið 1944 en foreldrar hans voru bændur í norðurhluta landsins, sem var þá hluti Egyptalands. Tilheyrir hann bedúínaættbálknum Al-Bedairyya Al-Dahmashyya. Hann gekk til liðs við egypska herinn ungur að árum og tók þátt í stríði Egypta og Ísraels árið 1973. Lítið er vitað um einkalíf forsetans. Hann á ekki börn og á sextugsaldri gekk hann að eiga aðra eiginkonu sína, ekkju Ibrahim Shams al-Din sem álitinn er stríðshetja í landinu. Suður-Súdan Súdan Tengdar fréttir Talið að her Súdans muni taka völdin af forsetanum Íbúar Súdans bíða nú í ofvæni eftir yfirlýsingu frá hernum í landinu en fastlega er búist við því að herinn ætli að taka völdin af forseta landsins Omar Bashir. 11. apríl 2019 07:51 Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Fleiri fréttir Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Sjá meira
Háværar raddir eru uppi um að Omar al-Bashir hafi sagt af sér embætti sem forseti Súdans en hann hefur gegnt embættinu frá árinu 1989. Mikil mótmæli hafa verið í landinu síðustu vikur og mánuði og berast nú fréttir af miklum fagnaðarlátum meðal mótmælenda í höfuðborginni Kartúm. Tilkynningar hersins er beðið með eftirvæntingu. Með afsögn al-Bashir myndi einn alræmdasti þjóðarleiðtogi heims hverfa af valdastóli en hann hefur áður verið ákærður vegna stríðsglæpa og þjóðarmorðs í Darfúr-héraði í Súdan og hýsti um tíma hryðjuverkamanninn Osama bin Laden. Al-Bashir komst til valda í Súdan fyrir um þrjátíu árum, eða árið 1989. Fór hann þá fyrir valdaráni hersins sem kom hinum lýðræðislega kjörna forseta Sadiq al-Mahdi frá völdum. Árið 1993 tók hann formlega við stöðu forseta landsins en frá vandaráninu hafði hann stýrt landinu sem formaður svokallaðs byltingarráðs.Andstæðingar forsetans hafa fagnað í Kartúm í morgun.EPAÞjóðarmorð og stríðsglæpir Omar al-Bashir varð árið 2009 fyrsti þjóðhöfðingi heims til að vera ákærður af Alþjóðaglæpadómstólnum í Haag vegna gruns um stríðsglæpi og þjóðarmorð í Darfúr-héraði. Átökin í Darfúr brutust út árið 2003 og samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum hafa um 300 þúsund manns látið lífið í átökunum og um tvær milljónir manna neyðst til að flýja heimili sín. Bashir, sem starfaði á sínum tíma sem fallhlífahermaður innan hersins, tókst þrátt fyrir mikinn þrýsting alþjóðasamfélagsins að halda völdum í landinu. Þar til nú. Mikil mótmælaalda hefur gengið yfir Súdan frá því í desember, en hún hófst eftir miklar hækkanir á nauðsynjavörum og eldsneyti. Þannig greindi ríkisstjórn landsins frá því að verð á brauði myndi þrefaldast. Síðustu vikur hafa mótmælin svo snúist upp í kröfu um afsögn hins þaulsetna forseta. Bashir lýsti yfir neyðarástandi í landinu í febrúar þar sem bann var lagt við fjöldasamkomum og mótmælum. Súdönsk yfirvöld hafa greint frá því að rúmlega þrjátíu manns hafi látið lífið í mótmælunum síðustu mánuði.Omar al-Bashir.EPAMannskætt borgarastríð Alþjóðasamfélagið, meðal annars stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi, hefur harðlega gagnrýnt ákvörðun Bashirs að lýsa yfir neyðarástandi og beindi öryggisráð Sameinuðu þjóðanna því til stjórnvalda í Súdan að tafarlaust aflýsa neyðarástandinu. Þrátt fyrir að hafa verið ákærður og eftirlýstur af Alþjóðaglæpadómstólnum hefur Bashir getað heimsótt fjölda Afríkuríkja, auk Kína, Malasíu og Sádí-Arabíu. Ekkert ríkið ákvað þó að framselja hann til Alþjóðaglæpadómstólsins. Í valdatíð hans stóð yfir langt og mannsætt borgarastríð þar sem landinu var skipt upp í tvo hluta árið 2011. Varð þá til Suður-Súdan, þar sem íbúar eru að stærstum hluta kristnir, en íbúar Súdans eru flestir arabar og múslimar. Á árunum 1991 til 1996 hélt Bashir hlífðarskildi yfir leiðtoga hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda, Osama bin Laden. Eftir hryðjuverkaárásirnar gegn sendiráðum Bandaríkjanna í Kenía og Tansaníu árið 1998, þar sem rúmlega tvö hundruð manns fórust, lét Bill Clinton, þáverandi Bandaríkjaforseti, gera sprengjuárásir á verksmiðju í Súdan sem var talin tengjast bin Laden.Mótmælendur fagna.GettyLítið vitað um einkalíf forsetans Mr Bashir fæddist árið 1944 en foreldrar hans voru bændur í norðurhluta landsins, sem var þá hluti Egyptalands. Tilheyrir hann bedúínaættbálknum Al-Bedairyya Al-Dahmashyya. Hann gekk til liðs við egypska herinn ungur að árum og tók þátt í stríði Egypta og Ísraels árið 1973. Lítið er vitað um einkalíf forsetans. Hann á ekki börn og á sextugsaldri gekk hann að eiga aðra eiginkonu sína, ekkju Ibrahim Shams al-Din sem álitinn er stríðshetja í landinu.
Suður-Súdan Súdan Tengdar fréttir Talið að her Súdans muni taka völdin af forsetanum Íbúar Súdans bíða nú í ofvæni eftir yfirlýsingu frá hernum í landinu en fastlega er búist við því að herinn ætli að taka völdin af forseta landsins Omar Bashir. 11. apríl 2019 07:51 Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Fleiri fréttir Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Sjá meira
Talið að her Súdans muni taka völdin af forsetanum Íbúar Súdans bíða nú í ofvæni eftir yfirlýsingu frá hernum í landinu en fastlega er búist við því að herinn ætli að taka völdin af forseta landsins Omar Bashir. 11. apríl 2019 07:51