SpaceX skaut öflugustu eldflaug heims á loft Samúel Karl Ólason skrifar 11. apríl 2019 22:15 Frá tilraunaskoti Falcon Heavy þegar Stjörnumanninum var skotið út í sólkerfið. Vísir/SpaceX Uppfært: Allt virðist hafa farið vel við geimskotið. Gervihnötturinn er á leið á sinn sporbraut og öllum þremur hlutum eldflaugarinnar var lent í heilu lagi. Fyrirtækið SpaceX mun skjóta Falcon Heavy, öflugustu eldflaug heims, á loft í kvöld. Skotglugginn, eins og það er kallað, opnast rúmlega hálf ellefu og á að vera opinn í tvo tíma. Útlit er fyrir að veðrið muni ekki koma í veg fyrir það eins og síðustu kvöld. Þetta er í annað sinn sem Falcon Heavy er skotið á loft en það var síðast gert í febrúar í fyrra þegar Stjörnumanninum svokallaða var skotið út í sólkerfið.Sjá einnig: Allt gekk eins og í sögu hjá SpaceXFalcon Heavy er 70 metra há og í rauninni er fyrsta stig hennar gert úr þremur Falcon 9 eldflaugum, sem SpaceX hefur notast við að undanförnu með góðum árangri. Skömmu eftir flugtak er hægt á miðjueldflauginni en hún heldur fluginu áfram þegar hinar tvær hafa losnað frá og eru aftur á leið til jarðarinnar. Fyrstu tvær eldflaugarnar munu lenda á sama stað og þeim var skotið á loft en sú þriðja á að lenda á drónaskipi undan ströndum Flórída. Einnig stóð til að lenda henni í fyrra en hún varð eldsneytislaus og skall í hafið á miklum hraða.Eldflaugin öfluga mun bera Arabsat-6A samskiptagervihnött á braut um jörðu. Gervihnötturinn verður notaður til að dreifa sjónvarpsútsendingum, útvarpsstendingum, interneti og símasambandi í Mið-Austurlöndum, Evrópu og Afríku, samkvæmt upplýsingum á vef SpaceX.Falcon Heavy’s 27 Merlin engines generate more than 5 million pounds of thrust at liftoff, making it the world’s most powerful operational rocket by a factor of two pic.twitter.com/0LGaLgdi13 — SpaceX (@SpaceX) April 7, 2019T-1 hour until Falcon Heavy launch of Arabsat-6A. Webcast will go live about 15 minutes before liftoff → https://t.co/gtC39uBC7z— SpaceX (@SpaceX) April 11, 2019 Geimurinn SpaceX Tækni Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Uppfært: Allt virðist hafa farið vel við geimskotið. Gervihnötturinn er á leið á sinn sporbraut og öllum þremur hlutum eldflaugarinnar var lent í heilu lagi. Fyrirtækið SpaceX mun skjóta Falcon Heavy, öflugustu eldflaug heims, á loft í kvöld. Skotglugginn, eins og það er kallað, opnast rúmlega hálf ellefu og á að vera opinn í tvo tíma. Útlit er fyrir að veðrið muni ekki koma í veg fyrir það eins og síðustu kvöld. Þetta er í annað sinn sem Falcon Heavy er skotið á loft en það var síðast gert í febrúar í fyrra þegar Stjörnumanninum svokallaða var skotið út í sólkerfið.Sjá einnig: Allt gekk eins og í sögu hjá SpaceXFalcon Heavy er 70 metra há og í rauninni er fyrsta stig hennar gert úr þremur Falcon 9 eldflaugum, sem SpaceX hefur notast við að undanförnu með góðum árangri. Skömmu eftir flugtak er hægt á miðjueldflauginni en hún heldur fluginu áfram þegar hinar tvær hafa losnað frá og eru aftur á leið til jarðarinnar. Fyrstu tvær eldflaugarnar munu lenda á sama stað og þeim var skotið á loft en sú þriðja á að lenda á drónaskipi undan ströndum Flórída. Einnig stóð til að lenda henni í fyrra en hún varð eldsneytislaus og skall í hafið á miklum hraða.Eldflaugin öfluga mun bera Arabsat-6A samskiptagervihnött á braut um jörðu. Gervihnötturinn verður notaður til að dreifa sjónvarpsútsendingum, útvarpsstendingum, interneti og símasambandi í Mið-Austurlöndum, Evrópu og Afríku, samkvæmt upplýsingum á vef SpaceX.Falcon Heavy’s 27 Merlin engines generate more than 5 million pounds of thrust at liftoff, making it the world’s most powerful operational rocket by a factor of two pic.twitter.com/0LGaLgdi13 — SpaceX (@SpaceX) April 7, 2019T-1 hour until Falcon Heavy launch of Arabsat-6A. Webcast will go live about 15 minutes before liftoff → https://t.co/gtC39uBC7z— SpaceX (@SpaceX) April 11, 2019
Geimurinn SpaceX Tækni Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira