„Messi vissi að þetta var slys“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2019 09:00 Lionel Messi liggur í grasinu en Chris Smalling er lengst til hægri. AP/Jon Super Manchester United leikmaðurinn Chris Smalling var mikið í umræðunni eftir fyrri leik Manchester United og Barcelona í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta. Chris Smalling tókst nefnilega að blóðga Lionel Messi og nánast með því slökkva á argentínska snillingnum sem átti erfitt með andardrátt í kjölfarið. Atvikið gerðist í fyrri hálfleik og það var mjög lítið að frétta af Messi eftir það. Sumir grínuðust með það að Chris Smalling hafi hreinlega sannað með þessu að Messi væri mannlegur. Við fengum að sjá að Messi væri manneskja af holdi og blóði. Chris Smalling talaði um atvikið með Lionel Messi í viðtali við breska ríkisútvarpið."No animosity." Chris Smalling has spoken about the moment that left Lionel Messi with a bloodied nose. More here: https://t.co/8qtAeahgGbpic.twitter.com/NF5fRliA3J — BBC Sport (@BBCSport) April 12, 2019 „Við töluðum saman eftir þetta. Þetta var stutt spjall og svo tókumst við í hendur,“ sagði Chris Smalling í viðtali hjá BBC Radio 5 Live. „Messi vissi að þetta var slys,“ sagði Smalling. Staðan var þarna 1-0 og hafði Lionel Messi lagt upp eina markið sem var þó á endanum tekið af Luis Suarez og skráð sem sjálfsmark. Barcelona skoraði ekki fleiri mörk í leiknum og aðeins eins marks tap þýðir að Manchester United á enn smá von um að komast í undanúrslitin. „Ég áttaði mig ekki á því strax að ég hafði farið svona í hann. Suarez kom líka til mín eftir leikinn en við vorum líka að berjast mikið um boltann allan leikinn. Hann tók í höndina á mér og óskaði mér góðs gengis,“ sagði Smalling.'Messi knew it was an accident' - Smalling Man United defender Chris Smalling spoke about the aerial collision with Lionel Messi, which left the Barcelona forward with a bloodied nose. Listen to Football Daily Podcast : https://t.co/X4R5uT0Ykbpic.twitter.com/QwUvz5v291 — BBC 5 Live Sport (@5liveSport) April 12, 2019„Það er gaman af því að þú getur barist inn á vellinum en svo er bara virðing á milli allra aðila eftir leik. Þegar öllu er á botninn hvolft þá eru allir bara að reyna sitt besta,“ sagði Smalling. „Ég veit að við getum klárað þetta í seinni leiknum. Ef við byggjum ofan á frammistöðuna í seinni hálfleik, þegar við komum af mun meiri ákefð inn í leikinn og gerðum þeim aðeins lífið leitt, þá er allt hægt,“ sagði Smalling. „Við urðum þó aðeins að passa okkur í seinni hálfleiknum því það var annar leikur. Við verðum núna að tryggja það að við sjáum ekki eftir neinu eftir seinni leikinn og gefa allt okkar í þennan leik í Barcelona,“ sagði Smalling. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Blóðugur Messi á Old Trafford í gær: Smalling sannaði að Leo er mannlegur Manchester United tapaði fyrri leiknum sínum á móti Barcelona með minnsta mun en tókst að mestu að halda niðri einum af bestu knattspyrnumönnum sögunnar. 11. apríl 2019 08:30 Velta því fyrir sér hvort Messi nái einhvern tímann meti Cristiano Ronaldo Lionel Messi missti Cristiano Ronaldo einu marki í viðbót fram úr sér í gærkvöldi og það lítur út fyrir það að Portúgalinn sé langt kominn með því að tryggja sér metið yfir flest Meistaradeildarmörk sögunnar. 11. apríl 2019 10:30 Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Fleiri fréttir Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sjá meira
Manchester United leikmaðurinn Chris Smalling var mikið í umræðunni eftir fyrri leik Manchester United og Barcelona í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta. Chris Smalling tókst nefnilega að blóðga Lionel Messi og nánast með því slökkva á argentínska snillingnum sem átti erfitt með andardrátt í kjölfarið. Atvikið gerðist í fyrri hálfleik og það var mjög lítið að frétta af Messi eftir það. Sumir grínuðust með það að Chris Smalling hafi hreinlega sannað með þessu að Messi væri mannlegur. Við fengum að sjá að Messi væri manneskja af holdi og blóði. Chris Smalling talaði um atvikið með Lionel Messi í viðtali við breska ríkisútvarpið."No animosity." Chris Smalling has spoken about the moment that left Lionel Messi with a bloodied nose. More here: https://t.co/8qtAeahgGbpic.twitter.com/NF5fRliA3J — BBC Sport (@BBCSport) April 12, 2019 „Við töluðum saman eftir þetta. Þetta var stutt spjall og svo tókumst við í hendur,“ sagði Chris Smalling í viðtali hjá BBC Radio 5 Live. „Messi vissi að þetta var slys,“ sagði Smalling. Staðan var þarna 1-0 og hafði Lionel Messi lagt upp eina markið sem var þó á endanum tekið af Luis Suarez og skráð sem sjálfsmark. Barcelona skoraði ekki fleiri mörk í leiknum og aðeins eins marks tap þýðir að Manchester United á enn smá von um að komast í undanúrslitin. „Ég áttaði mig ekki á því strax að ég hafði farið svona í hann. Suarez kom líka til mín eftir leikinn en við vorum líka að berjast mikið um boltann allan leikinn. Hann tók í höndina á mér og óskaði mér góðs gengis,“ sagði Smalling.'Messi knew it was an accident' - Smalling Man United defender Chris Smalling spoke about the aerial collision with Lionel Messi, which left the Barcelona forward with a bloodied nose. Listen to Football Daily Podcast : https://t.co/X4R5uT0Ykbpic.twitter.com/QwUvz5v291 — BBC 5 Live Sport (@5liveSport) April 12, 2019„Það er gaman af því að þú getur barist inn á vellinum en svo er bara virðing á milli allra aðila eftir leik. Þegar öllu er á botninn hvolft þá eru allir bara að reyna sitt besta,“ sagði Smalling. „Ég veit að við getum klárað þetta í seinni leiknum. Ef við byggjum ofan á frammistöðuna í seinni hálfleik, þegar við komum af mun meiri ákefð inn í leikinn og gerðum þeim aðeins lífið leitt, þá er allt hægt,“ sagði Smalling. „Við urðum þó aðeins að passa okkur í seinni hálfleiknum því það var annar leikur. Við verðum núna að tryggja það að við sjáum ekki eftir neinu eftir seinni leikinn og gefa allt okkar í þennan leik í Barcelona,“ sagði Smalling.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Blóðugur Messi á Old Trafford í gær: Smalling sannaði að Leo er mannlegur Manchester United tapaði fyrri leiknum sínum á móti Barcelona með minnsta mun en tókst að mestu að halda niðri einum af bestu knattspyrnumönnum sögunnar. 11. apríl 2019 08:30 Velta því fyrir sér hvort Messi nái einhvern tímann meti Cristiano Ronaldo Lionel Messi missti Cristiano Ronaldo einu marki í viðbót fram úr sér í gærkvöldi og það lítur út fyrir það að Portúgalinn sé langt kominn með því að tryggja sér metið yfir flest Meistaradeildarmörk sögunnar. 11. apríl 2019 10:30 Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Fleiri fréttir Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sjá meira
Blóðugur Messi á Old Trafford í gær: Smalling sannaði að Leo er mannlegur Manchester United tapaði fyrri leiknum sínum á móti Barcelona með minnsta mun en tókst að mestu að halda niðri einum af bestu knattspyrnumönnum sögunnar. 11. apríl 2019 08:30
Velta því fyrir sér hvort Messi nái einhvern tímann meti Cristiano Ronaldo Lionel Messi missti Cristiano Ronaldo einu marki í viðbót fram úr sér í gærkvöldi og það lítur út fyrir það að Portúgalinn sé langt kominn með því að tryggja sér metið yfir flest Meistaradeildarmörk sögunnar. 11. apríl 2019 10:30