Brandon með aðeins fimm prósent þriggja stiga nýtingu í tapleikjum Stjörnunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2019 16:30 Brandon Rozzell á ferðinni á móti ÍR Vísir/Vilhelm Augun verða örugglega á einum manni þegar Stjarnan og ÍR mætast í þriðja sinn í kvöld í undanúrslitaeinvígi sínu í Domino´s deild karla í körfubolta. Maðurinn sem Stjörnumenn þurfa að koma aftur í gang og ÍR-ingar leggja ofuráherslu að stoppa er bandaríski bakvörðurinn Brandon Rozzell.Þriðji leikur Stjörnunnar og ÍR fer fram í Mathús Garðabæjar höllinni í Garðabæ í kvöld og hefst klukkan 19.15. Domino´s Körfuboltakvöld verður á staðnum og hefst útsendingin klukkan 18.30. Aðra seríuna í röð er staðan 1-1 í einvígi Stjörnunnar í úrslitakeppninni en Stjörnumenn töpuðu aftur á dögunum eftir draugaleik frá Brandon Rozzell. Brandon Rozzell hefur verið frábær með Stjörnuliðinu eftir að hann kom um áramótin og var með 24,3 stig og 4,7 stoðsendingar að meðaltali í leik í deildarkeppninni. Rozzell hefur skorað 18,7 stig og gefið 3,3 stoðsendingar að meðaltali í úrslitakeppninni en það er gríðarlega mikill munur á framlagi hans í sigurleikjunum fjórum og tapleikjunum tveimur. Brandon Rozzell skoraði aðeins 9 stig í tapinu í Seljaskóla á mánudagskvöldið eftir að hafa skoraði 28 stig í leik eitt sem Stjarnan vann með 33 stigum. Hann klikkaði á öllum sjö þriggja stiga skotum sínum í leik tvö eftir að hafa hitt úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum í leik eitt. Í tveimur tapleikjum Stjörnunnar í úrslitakeppninni hefur Brandon Rozzell aðeins hitt úr 1 af 19 þriggja stiga skotum sínum sem gerir aðeins fimm prósent skotnýtingu. Brandon Rozzell er með 22,5 stig og 3,8 stoðsendingar í leik í fjórum sigurleikjum Stjörnunnar í úrslitakeppninni í ár en í tapleikjunum eru meðaltöl hans aðeins 11,0 stig og 2,5 stoðsendingar. Þriggja stiga skotnýtingin í sigurleikjunum er 50 prósent þar sem hann hefur skorað fjóra þrista að meðaltali. Það munar meiri en 30 prósent á skotnýtingu Brandon Rozzell í sigur- og tapleikjum. Hann hefur hitt úr 52,4 prósent skota sinna í sigrunum en aðeins 22,2 prósent skota hans í tapleikjum hafa endaði í körfunni. Framlag hans er síðan 22,0 í sigurleikjunum en 7,0 í tapleikjunum. Það er heldur ekki eins og að hann reyni að spila frekar uppi félaga sína þegar hann er ekki að hitta. Brandon Rozzell er með færri stoðsendingar og fleiri reynd skot í tapleikjunum tveimur heldur en sigurleikjunum. Rozzell er með 18,0 skot að meðaltali í tapleikjunum en 15,8 skot að meðaltali í sigurleikjunum.Brandon Rozzell í úrslitakeppninni 2019:Stig í leik Sigurleikir Stjörnunnar: 22,5 Tapleikir Stjörnunnar: 11,0Stoðsendingar í leik Sigurleikir Stjörnunnar: 3,8 Tapleikir Stjörnunnar: 2,5Framlag í leik Sigurleikir Stjörnunnar: 22,0 Tapleikir Stjörnunnar: 7,0Þriggja stiga skotnýting Sigurleikir Stjörnunnar: 50% (16 af 32) Tapleikir Stjörnunnar: 5,2% (1 af 19)Þriggja stiga körfur í leik Sigurleikir Stjörnunnar: 4,0 Tapleikir Stjörnunnar: 0,5Skot tekin í leik Sigurleikir Stjörnunnar: 15,8 Tapleikir Stjörnunnar: 18,0Skotnýting Sigurleikir Stjörnunnar: 52,4% (33 af 63) Tapleikir Stjörnunnar: 22,2% (8 af 36) Dominos-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Þór Þ. - Stjarnan | Meistararnir komnir í gang? Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum KR - Valur | Hnífjöfn fyrir grannaslag Njarðvík - Ármann | Færi á fyrsta sigri? Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Sjá meira
Augun verða örugglega á einum manni þegar Stjarnan og ÍR mætast í þriðja sinn í kvöld í undanúrslitaeinvígi sínu í Domino´s deild karla í körfubolta. Maðurinn sem Stjörnumenn þurfa að koma aftur í gang og ÍR-ingar leggja ofuráherslu að stoppa er bandaríski bakvörðurinn Brandon Rozzell.Þriðji leikur Stjörnunnar og ÍR fer fram í Mathús Garðabæjar höllinni í Garðabæ í kvöld og hefst klukkan 19.15. Domino´s Körfuboltakvöld verður á staðnum og hefst útsendingin klukkan 18.30. Aðra seríuna í röð er staðan 1-1 í einvígi Stjörnunnar í úrslitakeppninni en Stjörnumenn töpuðu aftur á dögunum eftir draugaleik frá Brandon Rozzell. Brandon Rozzell hefur verið frábær með Stjörnuliðinu eftir að hann kom um áramótin og var með 24,3 stig og 4,7 stoðsendingar að meðaltali í leik í deildarkeppninni. Rozzell hefur skorað 18,7 stig og gefið 3,3 stoðsendingar að meðaltali í úrslitakeppninni en það er gríðarlega mikill munur á framlagi hans í sigurleikjunum fjórum og tapleikjunum tveimur. Brandon Rozzell skoraði aðeins 9 stig í tapinu í Seljaskóla á mánudagskvöldið eftir að hafa skoraði 28 stig í leik eitt sem Stjarnan vann með 33 stigum. Hann klikkaði á öllum sjö þriggja stiga skotum sínum í leik tvö eftir að hafa hitt úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum í leik eitt. Í tveimur tapleikjum Stjörnunnar í úrslitakeppninni hefur Brandon Rozzell aðeins hitt úr 1 af 19 þriggja stiga skotum sínum sem gerir aðeins fimm prósent skotnýtingu. Brandon Rozzell er með 22,5 stig og 3,8 stoðsendingar í leik í fjórum sigurleikjum Stjörnunnar í úrslitakeppninni í ár en í tapleikjunum eru meðaltöl hans aðeins 11,0 stig og 2,5 stoðsendingar. Þriggja stiga skotnýtingin í sigurleikjunum er 50 prósent þar sem hann hefur skorað fjóra þrista að meðaltali. Það munar meiri en 30 prósent á skotnýtingu Brandon Rozzell í sigur- og tapleikjum. Hann hefur hitt úr 52,4 prósent skota sinna í sigrunum en aðeins 22,2 prósent skota hans í tapleikjum hafa endaði í körfunni. Framlag hans er síðan 22,0 í sigurleikjunum en 7,0 í tapleikjunum. Það er heldur ekki eins og að hann reyni að spila frekar uppi félaga sína þegar hann er ekki að hitta. Brandon Rozzell er með færri stoðsendingar og fleiri reynd skot í tapleikjunum tveimur heldur en sigurleikjunum. Rozzell er með 18,0 skot að meðaltali í tapleikjunum en 15,8 skot að meðaltali í sigurleikjunum.Brandon Rozzell í úrslitakeppninni 2019:Stig í leik Sigurleikir Stjörnunnar: 22,5 Tapleikir Stjörnunnar: 11,0Stoðsendingar í leik Sigurleikir Stjörnunnar: 3,8 Tapleikir Stjörnunnar: 2,5Framlag í leik Sigurleikir Stjörnunnar: 22,0 Tapleikir Stjörnunnar: 7,0Þriggja stiga skotnýting Sigurleikir Stjörnunnar: 50% (16 af 32) Tapleikir Stjörnunnar: 5,2% (1 af 19)Þriggja stiga körfur í leik Sigurleikir Stjörnunnar: 4,0 Tapleikir Stjörnunnar: 0,5Skot tekin í leik Sigurleikir Stjörnunnar: 15,8 Tapleikir Stjörnunnar: 18,0Skotnýting Sigurleikir Stjörnunnar: 52,4% (33 af 63) Tapleikir Stjörnunnar: 22,2% (8 af 36)
Dominos-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Þór Þ. - Stjarnan | Meistararnir komnir í gang? Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum KR - Valur | Hnífjöfn fyrir grannaslag Njarðvík - Ármann | Færi á fyrsta sigri? Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Sjá meira