Rannsókn NASA leiddi í ljós gríðarleg áhrif sem geimferðir geta haft á líkama manna Gígja Hilmarsdóttir skrifar 12. apríl 2019 15:14 Tvíburabræðurnir Mark Kelly og Scott Kelly Getty/Peter Kramer Geimfarinn Scott Kelly segir sér ekki hafa liðið „eðlilega“ aftur fyrr en átta mánuðum eftir að hann snéri til baka til Jarðar eftir ársdvöl í Alþjóðlegu geimstöðinni. Geimfararnir og eineggja tvíburabræðurnir Scott og Mark Kelly brugðu sér í hlutverk tilraunadýra allra þeirra sem eiga sér draum um mannaferðir til Mars og annarra svæða í geimnum. Tvíburabræðurnir tóku þátt í rannsókn NASA á áhrifum sem geimferðir hafa á líkama manna. Rannsóknin hefur gengið undir nafninu „tvíburarannsóknin“. Árið 2015 eyddi Scott Kelly tæpu ári í Alþjóðlegu geimstöðinni meðan Mark Kelly tvíburabróðir hans lifði sínu hefðbundna lífi á Jörðu niðri. Mark Kelly er fyrrum geimfari en starfar nú sem þingmaður öldungadeildar fyrir Demókrata í Arizona. Niðurstaða rannsóknarinnar sem birt var á vef tímaritsins Science sýndi m.a. fram á að dvölin í geimnum hefði haft gríðarleg áhrif á líkamsstarfssemi og sér í lagi ónæmiskerfi Kellys. Þá leiddi hún í ljós að mannslíkaminn er skapaður til að lifa á Jörðu niðri en hann finni fyrir miklum áhrifum þegar hann dvelur þar sem þyngdaraflsins nýtur ekki við. Eitt af því mikilvægasta sem rannsóknin leiddi í ljós, að því er kemur fram í grein Washington Post, er hvernig erfðaefni þeirra bræðra breyttust en þó á ólíkan hátt þann tíma sem Scott varði í geimnum. Blóðsýni leiddu í ljós að þeir litningaendar í líkama Scotts sem teljast hluti af náttúrulegri öldrun manna, lengdust við dvöl hans í geimnum. Þrátt fyrir það eru geimferðir engar æskulindir því þessir litningaendar sem stuðla að öldrun gengu aftur til baka þegar hann kom til jarðar á ný. Erfiðara að laða sig að lífinu á Jörðinni aftur Scott Kelly sagði, í samtali við Washington post, sig hafa fundið fyrir flensueinkennum og vanlíðan í margar vikur eftir að hafa snúið til Jarðar aftur eftir dvölina í Alþjóðlegu geimstöðinni. Hann sagði það hafa haft áhrif á vitræna frammistöðu sína. Þá sagði hann það flóknara að laða sig að lífinu á Jörðinni aftur heldur það hefði verið að laða sig að lífinu í geimnum. Hann greindi einnig frá brunatilfinningu, bjúg og mikilli ógleði sem hann fann fyrir dagana eftir að hann steig til Jarðar á ný. Scott sagði að honum hefði fyrst farið að líða betur mánuði eftir að hann snéri heim. Það hefði hins vegar tekið hann átta mánuði að koma líkama sínum í eðlilegt horf aftur. Geimurinn Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Geimfarinn Scott Kelly segir sér ekki hafa liðið „eðlilega“ aftur fyrr en átta mánuðum eftir að hann snéri til baka til Jarðar eftir ársdvöl í Alþjóðlegu geimstöðinni. Geimfararnir og eineggja tvíburabræðurnir Scott og Mark Kelly brugðu sér í hlutverk tilraunadýra allra þeirra sem eiga sér draum um mannaferðir til Mars og annarra svæða í geimnum. Tvíburabræðurnir tóku þátt í rannsókn NASA á áhrifum sem geimferðir hafa á líkama manna. Rannsóknin hefur gengið undir nafninu „tvíburarannsóknin“. Árið 2015 eyddi Scott Kelly tæpu ári í Alþjóðlegu geimstöðinni meðan Mark Kelly tvíburabróðir hans lifði sínu hefðbundna lífi á Jörðu niðri. Mark Kelly er fyrrum geimfari en starfar nú sem þingmaður öldungadeildar fyrir Demókrata í Arizona. Niðurstaða rannsóknarinnar sem birt var á vef tímaritsins Science sýndi m.a. fram á að dvölin í geimnum hefði haft gríðarleg áhrif á líkamsstarfssemi og sér í lagi ónæmiskerfi Kellys. Þá leiddi hún í ljós að mannslíkaminn er skapaður til að lifa á Jörðu niðri en hann finni fyrir miklum áhrifum þegar hann dvelur þar sem þyngdaraflsins nýtur ekki við. Eitt af því mikilvægasta sem rannsóknin leiddi í ljós, að því er kemur fram í grein Washington Post, er hvernig erfðaefni þeirra bræðra breyttust en þó á ólíkan hátt þann tíma sem Scott varði í geimnum. Blóðsýni leiddu í ljós að þeir litningaendar í líkama Scotts sem teljast hluti af náttúrulegri öldrun manna, lengdust við dvöl hans í geimnum. Þrátt fyrir það eru geimferðir engar æskulindir því þessir litningaendar sem stuðla að öldrun gengu aftur til baka þegar hann kom til jarðar á ný. Erfiðara að laða sig að lífinu á Jörðinni aftur Scott Kelly sagði, í samtali við Washington post, sig hafa fundið fyrir flensueinkennum og vanlíðan í margar vikur eftir að hafa snúið til Jarðar aftur eftir dvölina í Alþjóðlegu geimstöðinni. Hann sagði það hafa haft áhrif á vitræna frammistöðu sína. Þá sagði hann það flóknara að laða sig að lífinu á Jörðinni aftur heldur það hefði verið að laða sig að lífinu í geimnum. Hann greindi einnig frá brunatilfinningu, bjúg og mikilli ógleði sem hann fann fyrir dagana eftir að hann steig til Jarðar á ný. Scott sagði að honum hefði fyrst farið að líða betur mánuði eftir að hann snéri heim. Það hefði hins vegar tekið hann átta mánuði að koma líkama sínum í eðlilegt horf aftur.
Geimurinn Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira