Eftir annan hring á Masters mótinu hefur enginn kylfingur náð að stinga af og eru samtals fimm kylfingar á toppnum sjö undir pari en það eru þeir Molinari, Jason Day, Brooks Koepka, Adam Scott og Louis Oostuizen. Brooks Koepka er þó sá kylfingur sem hefur verið á toppnum frá byrjun mótsins en hann og DeChambeau voru efstir eftir fyrsta hring
Tiger Woods fylgir síðan fast á eftir efstu mönnum en hann er á samtals sex höggum undir pari en í gær lék hann hringinn á 68 höggum en á fimmtudaginn lék hann á 70 höggum.
Í gærkvöldi átti Louis Oostuhuizen besta hringinn en hann lék á 66 höggum. Bein útsending frá þriðja hring mótsins hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Golf og verður fróðlegt að fylgjast með hvort að Tiger haldi í við efstu menn en fari Tiger með sigur af hólmi á mótinu væri þetta fimmtándi sigur hans á stórmóti á ferlinum.
Hér fyrir neðan má sjá allt það helsta frá öðrum hring Tiger.
Watch Tiger Woods' second round in under three minutes. #themasters pic.twitter.com/3KIWflZKVr
— Masters Tournament (@TheMasters) April 13, 2019