Njarðvík og Grindavík hafa bæði verið sektuð um 50 þúsund krónur vegna háttsemi áhorfenda í leik liðanna í úrslitakeppni Dominos-deildar karla.
Njarðvík fékk 50 þúsund krónur í sekt vegna þess að trommukjuða var kastað í leikmann ÍR af stuttu færi. Dómarar leiksins stöðvuðu leikinn um stund áður en leik var haldið áfram.
Dóminn í máli Njarðvíkur má lesa hér en Grindvíkingar fengu einnig 50 þúsund krónur í sekt eftir að klinki var kastað í einn leikmann Stjörnunnar í leik liðanna 29. mars.
Vísir fjallaði um málið og birti einnig myndband af atvikinu en dóminn í máli Grindavíkur má lesa hér.
Slæm hegðun stuðningsmanna kostaði Njarðvík og Grindavík
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


„Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“
Íslenski boltinn

Lærðu að fagna eins og verðandi feður
Íslenski boltinn



Dæmd í bann fyrir að klípa í klof
Fótbolti


Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik
Enski boltinn


Fleiri fréttir
