Eftir annan hring var Tiger aðeins einu höggi á eftir efstu mönnum og náðu Tiger að halda í þá góðu frammistöðu á þriðja hringnum en þá lék hann á 67 höggum og er því á samtals 11 höggum undir pari.
Það mun þó reynast hægara sagt en gert fyrir Tiger að vinna Masters í fyrsta sinn frá árinu 2005 þar sem Ítalinn Francesco Molinari er í efsta sætinu á 13 höggum undir pari en hann hefur leikið óaðfinnanlega. Molinari hefur fengið aðeins einn skolla á mótinu hingað til.
Brooks Koepka er síðan einnig á meðal efstu manna en hann hefur verið við toppinn síðan mótið byrjaði á fimmtudaginn en eftir þriðja hring er hann á 10 höggum undir pari.
Það var hinsvegar Tony Finau sem átti besta hringinn í gær en hann lék á 64 höggum.
Fjórði og síðasti hringur mótsins fer fram í kvöld en útsending frá Stöð 2 Golf hefst klukkan 13:00 en Tiger Woods verður í síðasta ráshópnum.
Hér fyrir neðan má sjá allt það helsta frá þriðja hring Tiger Woods.
Six birdies powered @TigerWoods to a third round 67, moving him into a tie for second, two strokes off the lead. #themasters pic.twitter.com/hdVOKZDJhT
— Masters Tournament (@TheMasters) April 13, 2019