Tiger Woods vann sinn fimmtánda risatitil í dag er hann sigraði Masters-mótið. Kylfingurinn Padraig Harrington segir kylfinga gleðjast fyrir hönd Tiger.
Þetta var fyrsti sigur Tiger á risamóti síðan 2008 og hans fimmtándi risatitill eins og áður segir en þetta var fimmti sigurinn á Masters-mótinu.
Padraig Harrington hefur unnið þrjú risamót yfir ævina og hann segir í samtali við breska ríkisútvarpið að það er gleði í golf samfélaginu.
„Það er ekki kylfingur í heiminum sem er ekki ánægður með að Tiger hafi unnið. Í nútímanum hefur hann verið golf og íþrótta súperstjarna,“ sagði Padraig.
„Þessi endurkoma mun fara úr golfinu í allar íþróttir, allar fréttir. Þetta mun vera allsstaðar. Það mun vera fólk sem horfir aldrei á golf og mun sjá þetta á morgun og hugsa um hvað þetta snýst.“
