Auðjöfrar heita hundruð milljónum evra til viðgerða Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2019 07:38 Kirkjan skemmdist verulega í miklum bruna í gær. AP/Kamil Zihnioglu Fjölskylda franska auðjöfursins Bernard Arnault ætlar að veita 200 milljónum evra til viðgerða á Notre Dame dómkirkjunni í París. Áður hafði auðjöfurinn Francois Henri Pinault heitið hundrað milljónum evra til viðgerðanna. Um er að ræða meðlimi tveggja af auðugustu fjölskyldum Frakklands. Bernard Arnault er stærsti eigandi í félaginu LVMH Moët Hennessy Louis Vuitton SE, eða LVMH, og Christian Dior. Hann er formaður stjórna og framkvæmdastjóri beggja félaganna og á umfangsmikla keðju lúxusvara-, ilmvatna, vín- og skartgripaframleiðenda. Pinault er framkvæmdastjóri félagsins Kering sem rekur fjöldann allan af lúxusvöruframleiðendum eins og Gucci, Yves Saint Laurent og Alexander McQueen. Dómkirkjan skemmdist verulega í miklum bruna í gær. Slökkviliðsmönnum tókst að bjarga stórum hluta 850 ára gömlu kirkjunnar og tveimur turnum hennar. Þakið hrundi hins vegar en það tók níu klukkustundir að ná tökum á eldinum. Slökkviliðið hefur nú lýst því yfir að búið sé að slökkva eldinn að fullu. Laurent Nuñez, innanríkisráðherra Frakklands, segir að kirkjan hefði getað farið mun verr.Le Monde segir að nærri því 400 slökkviliðsmenn hafi barist gegn eldinum auk lögregluþjóna. Þá munu tveir lögregluþjónar og einn slökkviliðsmaður hafa slasast lítillega.2/2 Après plus de 9h de combats acharnés, près de 400 pompiers de Paris sont venus à bout de l’effroyable l’incendie. 2 policiers et un sapeur-pompier ont été légèrement blessés. pic.twitter.com/re9ZR0KB3W — Pompiers de Paris (@PompiersParis) April 16, 2019 Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur heitið því að kirkjan verði endurbyggð og hefur ríkið opnað söfnun vegna verksins. France 24 segir að gífurlega margar fjárveitingar hafi borist víðs vegar að úr heiminum.Ekki liggur fyrir hvernig eldurinn kviknaði en talið er líklegt að hann tengist umfangsmiklum endurbótum sem stóðu yfir. Yfirvöld hafa opnað rannsókn á uppruna eldsins en geret er ráð fyrir því að um slys sé að ræða. Þá liggur ekki fyrir hve miklar skemmdirnar eru en verið er að kanna það. Þá tókst að bjarga ýmsum fjársjóðum úr kirkjunni. Hér að neðan má sjá farið yfir forsíður frönsku dagblaðanna, fréttir að utan og myndbönd frá vettvangi.Incendie Notre-Dame de Paris : les Unes de la presse pic.twitter.com/LTSVOylwrm— CNEWS (@CNEWS) April 16, 2019 Bruninn í Notre-Dame Frakkland Tengdar fréttir Listaverkasafni Notre Dame bjargað Öllum listaverkum sem geymd voru í Notre Dame dómkirkjunni í París hefur verið bjargað frá stórbrunanum sem kom upp í kvöld. Frá þessu var greint í fréttaflutningi France24. 15. apríl 2019 19:25 Sendiherra Íslands: „Mjög hryggur að sjá Notre Dame loga“ Sendiherra Íslands í Frakklandi og utanríkisráðherra segjast báðir sorgmæddir vegna stórbrunans í París. 15. apríl 2019 20:36 Segja turnum Notre Dame borgið Vara-innanríkisráðherra Frakklands, Laurent Nunez hefur tilkynnt að eldsvoðinn í Notre Dame kirkjunni sem hefur brunnið frá því klukkan 17, hafi dvínað. 15. apríl 2019 21:56 Myndbönd: Syrgja og syngja sálma í nágrenni Notre Dame Parísarbúar syrgja eitt frægasta kennileiti borgarinnar, dómkirkjan Notre Dame, sem varð eldi að bráð fyrr í kvöld. Fjöldi fólks flykktist á götur borgarinnar og fylgdist með slökkviliðsstörfum. 15. apríl 2019 23:53 Macron setur af stað söfnun til að endurreisa Notre Dame Frakklandsforseti, Emmanuel Macron, hefur svarið þess heit að endurbyggja Notre Dame dómkirkjuna sem varð eldi að bráð fyrr í dag 15. apríl 2019 23:15 Myndir: Eitt helsta kennileiti Parísar brennur Gríðarmikil eyðilegging hefur orðið á dómkirkjunni Notre Dame í París eftir að eldur kom upp í kirkjunni síðdegis í dag. 15. apríl 2019 19:40 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Fjölskylda franska auðjöfursins Bernard Arnault ætlar að veita 200 milljónum evra til viðgerða á Notre Dame dómkirkjunni í París. Áður hafði auðjöfurinn Francois Henri Pinault heitið hundrað milljónum evra til viðgerðanna. Um er að ræða meðlimi tveggja af auðugustu fjölskyldum Frakklands. Bernard Arnault er stærsti eigandi í félaginu LVMH Moët Hennessy Louis Vuitton SE, eða LVMH, og Christian Dior. Hann er formaður stjórna og framkvæmdastjóri beggja félaganna og á umfangsmikla keðju lúxusvara-, ilmvatna, vín- og skartgripaframleiðenda. Pinault er framkvæmdastjóri félagsins Kering sem rekur fjöldann allan af lúxusvöruframleiðendum eins og Gucci, Yves Saint Laurent og Alexander McQueen. Dómkirkjan skemmdist verulega í miklum bruna í gær. Slökkviliðsmönnum tókst að bjarga stórum hluta 850 ára gömlu kirkjunnar og tveimur turnum hennar. Þakið hrundi hins vegar en það tók níu klukkustundir að ná tökum á eldinum. Slökkviliðið hefur nú lýst því yfir að búið sé að slökkva eldinn að fullu. Laurent Nuñez, innanríkisráðherra Frakklands, segir að kirkjan hefði getað farið mun verr.Le Monde segir að nærri því 400 slökkviliðsmenn hafi barist gegn eldinum auk lögregluþjóna. Þá munu tveir lögregluþjónar og einn slökkviliðsmaður hafa slasast lítillega.2/2 Après plus de 9h de combats acharnés, près de 400 pompiers de Paris sont venus à bout de l’effroyable l’incendie. 2 policiers et un sapeur-pompier ont été légèrement blessés. pic.twitter.com/re9ZR0KB3W — Pompiers de Paris (@PompiersParis) April 16, 2019 Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur heitið því að kirkjan verði endurbyggð og hefur ríkið opnað söfnun vegna verksins. France 24 segir að gífurlega margar fjárveitingar hafi borist víðs vegar að úr heiminum.Ekki liggur fyrir hvernig eldurinn kviknaði en talið er líklegt að hann tengist umfangsmiklum endurbótum sem stóðu yfir. Yfirvöld hafa opnað rannsókn á uppruna eldsins en geret er ráð fyrir því að um slys sé að ræða. Þá liggur ekki fyrir hve miklar skemmdirnar eru en verið er að kanna það. Þá tókst að bjarga ýmsum fjársjóðum úr kirkjunni. Hér að neðan má sjá farið yfir forsíður frönsku dagblaðanna, fréttir að utan og myndbönd frá vettvangi.Incendie Notre-Dame de Paris : les Unes de la presse pic.twitter.com/LTSVOylwrm— CNEWS (@CNEWS) April 16, 2019
Bruninn í Notre-Dame Frakkland Tengdar fréttir Listaverkasafni Notre Dame bjargað Öllum listaverkum sem geymd voru í Notre Dame dómkirkjunni í París hefur verið bjargað frá stórbrunanum sem kom upp í kvöld. Frá þessu var greint í fréttaflutningi France24. 15. apríl 2019 19:25 Sendiherra Íslands: „Mjög hryggur að sjá Notre Dame loga“ Sendiherra Íslands í Frakklandi og utanríkisráðherra segjast báðir sorgmæddir vegna stórbrunans í París. 15. apríl 2019 20:36 Segja turnum Notre Dame borgið Vara-innanríkisráðherra Frakklands, Laurent Nunez hefur tilkynnt að eldsvoðinn í Notre Dame kirkjunni sem hefur brunnið frá því klukkan 17, hafi dvínað. 15. apríl 2019 21:56 Myndbönd: Syrgja og syngja sálma í nágrenni Notre Dame Parísarbúar syrgja eitt frægasta kennileiti borgarinnar, dómkirkjan Notre Dame, sem varð eldi að bráð fyrr í kvöld. Fjöldi fólks flykktist á götur borgarinnar og fylgdist með slökkviliðsstörfum. 15. apríl 2019 23:53 Macron setur af stað söfnun til að endurreisa Notre Dame Frakklandsforseti, Emmanuel Macron, hefur svarið þess heit að endurbyggja Notre Dame dómkirkjuna sem varð eldi að bráð fyrr í dag 15. apríl 2019 23:15 Myndir: Eitt helsta kennileiti Parísar brennur Gríðarmikil eyðilegging hefur orðið á dómkirkjunni Notre Dame í París eftir að eldur kom upp í kirkjunni síðdegis í dag. 15. apríl 2019 19:40 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Listaverkasafni Notre Dame bjargað Öllum listaverkum sem geymd voru í Notre Dame dómkirkjunni í París hefur verið bjargað frá stórbrunanum sem kom upp í kvöld. Frá þessu var greint í fréttaflutningi France24. 15. apríl 2019 19:25
Sendiherra Íslands: „Mjög hryggur að sjá Notre Dame loga“ Sendiherra Íslands í Frakklandi og utanríkisráðherra segjast báðir sorgmæddir vegna stórbrunans í París. 15. apríl 2019 20:36
Segja turnum Notre Dame borgið Vara-innanríkisráðherra Frakklands, Laurent Nunez hefur tilkynnt að eldsvoðinn í Notre Dame kirkjunni sem hefur brunnið frá því klukkan 17, hafi dvínað. 15. apríl 2019 21:56
Myndbönd: Syrgja og syngja sálma í nágrenni Notre Dame Parísarbúar syrgja eitt frægasta kennileiti borgarinnar, dómkirkjan Notre Dame, sem varð eldi að bráð fyrr í kvöld. Fjöldi fólks flykktist á götur borgarinnar og fylgdist með slökkviliðsstörfum. 15. apríl 2019 23:53
Macron setur af stað söfnun til að endurreisa Notre Dame Frakklandsforseti, Emmanuel Macron, hefur svarið þess heit að endurbyggja Notre Dame dómkirkjuna sem varð eldi að bráð fyrr í dag 15. apríl 2019 23:15
Myndir: Eitt helsta kennileiti Parísar brennur Gríðarmikil eyðilegging hefur orðið á dómkirkjunni Notre Dame í París eftir að eldur kom upp í kirkjunni síðdegis í dag. 15. apríl 2019 19:40