Hefja uppbyggingu við Reykjanesvita Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. apríl 2019 13:02 Reykjanesviti. Vísir/gva Ekki liggur fyrir hver kostnaðurinn verður við uppbyggingu ferðamannaaðstöðu við Reykjanesvita sem til stendur að ráðast í. Engin aðstaða fyrir ferðamenn er við vitann nú en talið er að á bilinu tvö til þrjú hundruð þúsund gestir heimsæki hann árlega. Samstarfsyfirlýsing um uppbyggingu á svæðinu var undirrituð í dag. Það eru Bláa lónið og Reykjanes UNESCO Global Geopark sem efna til samstarfs um uppbyggingu svæðisins auk annarra sveitarfélaga og fyrirtækja á svæðinu. Bláa lónið hefur stofnað félag með Grétu Súsönnu Fjeldsted, sem er eini ábúandinn við Reykjanesvita í dag, en félagið mun meðal annars sjá um uppbyggingu og rekstur þjónustumiðstöðvar við vitann, að því er fram kemur í tilkynningu. Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum er formaður stjórnar jarðvangsins á Reykjanesi. „Bláa lónið ætlar með miklum myndarskap að koma að uppbyggingu þarna við Reykjanesvita og það er gríðarlega mikilvægt fyrir þennan landshluta að fá aðstöðu þar. Það hefur skort meðal annars aðstöðu fyrir salerni og fleira slíkt og Reykjanesviti er einn af fjölsóttustu áfangastöðunum hér á Suðurnesjunum og það eru margir ferðamenn sem koma þarna á hverju ári,“ segir Ásgeir. „Stórbrotin náttúra og margt sem heillar þarna og það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að fá þessa uppbyggingu sem að við höfum ekki haft burði í sjálf í Jarðvangnum til þess að byggja upp.“ Hann segir undirritun samstarfsyfirlýsingarinnar vera fyrsta skrefið en frekari uppbygging sé áformuð á næstu árum, þegar fram líði stundir verði meðal annars byggð þjónustumiðstöð „Við höfum verið með talningar þarna og það er einhvers staðar á bilinu 200 til 300 þúsund manns að okkar mati sem koma þarna á hverju ári og fer bara fjölgandi.“ Að svo stöddu hefur kostnaður vegna verksins ekki verið áætlaður. „Núna verður fyrst og fremst sett um bráðabirgðaaðstaða í gamla vitavarðarhúsinu sem er þarna, eða vélarhúsinu öllu heldur við vitann. Síðan er það háð frekara samkomulagi milli aðila hvernig uppbyggingarhraðinn verður á þessu,“ segir Ásgeir. Ferðamennska á Íslandi Grindavík Reykjanesbær Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Ekki liggur fyrir hver kostnaðurinn verður við uppbyggingu ferðamannaaðstöðu við Reykjanesvita sem til stendur að ráðast í. Engin aðstaða fyrir ferðamenn er við vitann nú en talið er að á bilinu tvö til þrjú hundruð þúsund gestir heimsæki hann árlega. Samstarfsyfirlýsing um uppbyggingu á svæðinu var undirrituð í dag. Það eru Bláa lónið og Reykjanes UNESCO Global Geopark sem efna til samstarfs um uppbyggingu svæðisins auk annarra sveitarfélaga og fyrirtækja á svæðinu. Bláa lónið hefur stofnað félag með Grétu Súsönnu Fjeldsted, sem er eini ábúandinn við Reykjanesvita í dag, en félagið mun meðal annars sjá um uppbyggingu og rekstur þjónustumiðstöðvar við vitann, að því er fram kemur í tilkynningu. Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum er formaður stjórnar jarðvangsins á Reykjanesi. „Bláa lónið ætlar með miklum myndarskap að koma að uppbyggingu þarna við Reykjanesvita og það er gríðarlega mikilvægt fyrir þennan landshluta að fá aðstöðu þar. Það hefur skort meðal annars aðstöðu fyrir salerni og fleira slíkt og Reykjanesviti er einn af fjölsóttustu áfangastöðunum hér á Suðurnesjunum og það eru margir ferðamenn sem koma þarna á hverju ári,“ segir Ásgeir. „Stórbrotin náttúra og margt sem heillar þarna og það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að fá þessa uppbyggingu sem að við höfum ekki haft burði í sjálf í Jarðvangnum til þess að byggja upp.“ Hann segir undirritun samstarfsyfirlýsingarinnar vera fyrsta skrefið en frekari uppbygging sé áformuð á næstu árum, þegar fram líði stundir verði meðal annars byggð þjónustumiðstöð „Við höfum verið með talningar þarna og það er einhvers staðar á bilinu 200 til 300 þúsund manns að okkar mati sem koma þarna á hverju ári og fer bara fjölgandi.“ Að svo stöddu hefur kostnaður vegna verksins ekki verið áætlaður. „Núna verður fyrst og fremst sett um bráðabirgðaaðstaða í gamla vitavarðarhúsinu sem er þarna, eða vélarhúsinu öllu heldur við vitann. Síðan er það háð frekara samkomulagi milli aðila hvernig uppbyggingarhraðinn verður á þessu,“ segir Ásgeir.
Ferðamennska á Íslandi Grindavík Reykjanesbær Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira