„Sorglegt hvernig komið er fyrir United“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. apríl 2019 11:30 United átti litla möguleika gegn Barcelona. vísir/getty Manchester United tapaði 3-0 fyrir Barcelona á Nývangi í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Barcelona vann einvígið, 4-0 samanlagt. Í næsta mánuði verða sex ár liðin frá því Sir Alex Ferguson steig frá borði eftir að hafa stýrt United-skútunni í 26 ár. Síðan sá skoski hvarf á braut hefur árangur United ekki verið merkilegur. „Mér hefur fundist of mikill skortum á gæðum hjá United allt of lengi. Mér finnst sorglegt hvernig komið er fyrir United sem félagi. Það eru of margir leikmenn, og hafa verið undanfarin ár, sem eru ekki nógu góðir. Ég veit ekki hvort þetta er innkaupastefnan eða hvort Ferguson gat breytt vatni í vín,“ sagði Atli Viðar Björnsson í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport í gær. Þarf að finna sjálfsmynd félagsinsArnar Gunnlaugsson segir að United sé í hálfgerðri tilvistarkreppu; félagið viti ekki hvað það er og hvað það stendur fyrir. „Hver er leikstíll liðsins? Er eru keyptir leikmenn sem henta honum? Sjáðu innkaupastefnuna hjá Ajax og Manchester City. Þau spila bara sitt kerfi, eru með sitt DNA og kaupa leikmenn sem passa inn í kerfið. Það þarf ekki að breyta neinu. Nú þarf United að fara í þessa skoðun, finna út hver leikstíll liðsins er og framvegis verða leikmenn keyptir sem henta honum. Það hefur verið svo mikill hringlandaháttur síðan Ferguson hætti,“ sagði Arnar. „Að mínu mati er helsta starf Ole Gunnars Solskjær að finna sjálfsmynd United. Hann hangir svolítið mikið í fortíðinni finnst mér. Ferguson er farinn og fótboltinn er breyttur.“ Margir betri stjórar tilRáðning Solskjærs sem knattspyrnustjóra United var einnig til umræðu í Meistaradeildarmörkunum í gær. Atli Viðar velti því upp hvort forráðamenn United hafi verið aðeins of fljótir á sér þegar þeir réðu Norðmanninn til frambúðar. „Mér fannst skrítið hvernig þeir gerðu þetta. Mögulega gátu þeir ekki annað en ráðið hann. En það eru til svo margir meira spennandi stjórar með meiri reynslu og gera stærri hluti,“ sagði Atli Viðar. Umræðuna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Meistaradeildarmörkin: Man. Utd. í tilvistarkreppu Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Solskjær: Messi var munurinn Hrósaði Messi og Barcelona-liðinu í leikslok. 16. apríl 2019 21:45 Solskjær þarf að sýna að miskunnarleysi býr á bak við barnsandlitið Gærkvöldið á Nývangi sýnir að United á langt í land að mati sérfræðings. 17. apríl 2019 09:00 Barcelona skaut United í kaf Barcelona er komið í undanúrslitin. 16. apríl 2019 20:45 Skoraði á móti United í gær en gæti endað þar í sumar Framtíð Philippe Coutinho er í lausu lofti hjá Barcelona. 17. apríl 2019 08:30 Barcelona sá sér leik á borði og skaut á United: „Messi við stýrið“ Skemmtilegt skot eftir leikinn í kvöld. 16. apríl 2019 21:12 Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Fótbolti „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Fótbolti „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Sjá meira
Manchester United tapaði 3-0 fyrir Barcelona á Nývangi í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Barcelona vann einvígið, 4-0 samanlagt. Í næsta mánuði verða sex ár liðin frá því Sir Alex Ferguson steig frá borði eftir að hafa stýrt United-skútunni í 26 ár. Síðan sá skoski hvarf á braut hefur árangur United ekki verið merkilegur. „Mér hefur fundist of mikill skortum á gæðum hjá United allt of lengi. Mér finnst sorglegt hvernig komið er fyrir United sem félagi. Það eru of margir leikmenn, og hafa verið undanfarin ár, sem eru ekki nógu góðir. Ég veit ekki hvort þetta er innkaupastefnan eða hvort Ferguson gat breytt vatni í vín,“ sagði Atli Viðar Björnsson í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport í gær. Þarf að finna sjálfsmynd félagsinsArnar Gunnlaugsson segir að United sé í hálfgerðri tilvistarkreppu; félagið viti ekki hvað það er og hvað það stendur fyrir. „Hver er leikstíll liðsins? Er eru keyptir leikmenn sem henta honum? Sjáðu innkaupastefnuna hjá Ajax og Manchester City. Þau spila bara sitt kerfi, eru með sitt DNA og kaupa leikmenn sem passa inn í kerfið. Það þarf ekki að breyta neinu. Nú þarf United að fara í þessa skoðun, finna út hver leikstíll liðsins er og framvegis verða leikmenn keyptir sem henta honum. Það hefur verið svo mikill hringlandaháttur síðan Ferguson hætti,“ sagði Arnar. „Að mínu mati er helsta starf Ole Gunnars Solskjær að finna sjálfsmynd United. Hann hangir svolítið mikið í fortíðinni finnst mér. Ferguson er farinn og fótboltinn er breyttur.“ Margir betri stjórar tilRáðning Solskjærs sem knattspyrnustjóra United var einnig til umræðu í Meistaradeildarmörkunum í gær. Atli Viðar velti því upp hvort forráðamenn United hafi verið aðeins of fljótir á sér þegar þeir réðu Norðmanninn til frambúðar. „Mér fannst skrítið hvernig þeir gerðu þetta. Mögulega gátu þeir ekki annað en ráðið hann. En það eru til svo margir meira spennandi stjórar með meiri reynslu og gera stærri hluti,“ sagði Atli Viðar. Umræðuna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Meistaradeildarmörkin: Man. Utd. í tilvistarkreppu
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Solskjær: Messi var munurinn Hrósaði Messi og Barcelona-liðinu í leikslok. 16. apríl 2019 21:45 Solskjær þarf að sýna að miskunnarleysi býr á bak við barnsandlitið Gærkvöldið á Nývangi sýnir að United á langt í land að mati sérfræðings. 17. apríl 2019 09:00 Barcelona skaut United í kaf Barcelona er komið í undanúrslitin. 16. apríl 2019 20:45 Skoraði á móti United í gær en gæti endað þar í sumar Framtíð Philippe Coutinho er í lausu lofti hjá Barcelona. 17. apríl 2019 08:30 Barcelona sá sér leik á borði og skaut á United: „Messi við stýrið“ Skemmtilegt skot eftir leikinn í kvöld. 16. apríl 2019 21:12 Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Fótbolti „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Fótbolti „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Sjá meira
Solskjær þarf að sýna að miskunnarleysi býr á bak við barnsandlitið Gærkvöldið á Nývangi sýnir að United á langt í land að mati sérfræðings. 17. apríl 2019 09:00
Skoraði á móti United í gær en gæti endað þar í sumar Framtíð Philippe Coutinho er í lausu lofti hjá Barcelona. 17. apríl 2019 08:30
Barcelona sá sér leik á borði og skaut á United: „Messi við stýrið“ Skemmtilegt skot eftir leikinn í kvöld. 16. apríl 2019 21:12