„Ef Samkeppniseftirlitið fengi háa einkunn hjá fyrirtækjum þá væri eitthvað að“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. apríl 2019 10:45 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir EES-samninginn hafa haft mjög góða hluti í för með sér fyrir neytendur. vísir/vilhelm Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að eftirlit sé hluti af vernd neytenda. Hann segist þakka guði fyrir það að fyrirtæki gefi Samkeppniseftirlitinu ekki háa einkunn því svo væri þá væri eitthvað að. Breki ræddi rétt og vernd neytenda í tengslum við EES-samninginn í Bítinu á Bylgjunni í morgun en Neytendasamtökin standa fyrir málþingi um efnið í hádeginu í dag. Hann sagði mjög margt hafa breyst mjög fljótt til mikils batnaðar hér á landi fyrir neytendur eftir að við urðum aðilar að EES-samningnum. Þannig hafi til dæmis Samkeppniseftirlitið verið sett á fót í kjölfar samningsins en áður hafði eftirlit með fyrirtækjum verið mjög lítið að sögn Breka. „Og það er náttúrulega fyrir okkur, við erum mjög lítil þjóð, og þá græðum við hlutfallslega meira á svona samstarfi við stærri þjóðir. Ef við lítum til dæmis á málefni sem standa okkur nærri þá eru það reikisamningar símafyrirtækjanna. […] Það var bara fyrir þrýsting frá evrópskum neytendasamtökum,“ sagði Breki. Þá nefndi hann jafnframt réttindi flugfarþega sem eru miklu meiri á evrópska efnahagssvæðinu en annars staðar í heiminum. Spurður út í þá gagnrýni sem komi stundum fram á alþjóðlegt samstarf eins og EES-samninginn varðandi það að á okkur sé troðið alls konar tilskipunum sem ekki eigi við og að eftirlitsstofnanir þenjist út benti Breki á að öllu samstarfi fylgi kostir og gallar. Eðli þess sé að aðilar þurfi að gera málamiðlanir. „Samstarf gengur út á það að allir aðilar lagi sig að öllum hinum. Maður þarf að gefa eftir í einhverju og svo fær maður eitthvað annað í öðru. Varðandi eftirlitsiðnaðinn sem oft er kallaður, eftirlitsmenningu eða slíkt, þá gleyma menn því að það er hinn anginn á neytendaverndinni. Það er verið að vernda okkur. Til dæmis sá ég könnun í gær sem var verið að gera á meðal fyrirtækja þar sem Samkeppniseftirlitið fékk mjög slæma útreið, fyrirtæki gáfu Samkeppniseftirlitinu ekki háa einkunn. Ég segi bara þökkum guði fyrir það. Ef Samkeppniseftirlitið fengi háa einkunn hjá fyrirtækjum þá væri eitthvað að. Við verðum að passa okkur svolítið í þessari umræðu hvaðan hlutirnir eru að koma, hverjir eru hagsmunirnir og það er ekkert alltaf neytendurnir þó mennirnir berji sér á brjóst og segist bera hag neytendanna fyrir brjósti þá er það ekki alltaf svo. […] Þegar Samtök atvinnulífsins koma fram með könnun þá er ástæða fyrir því,“ sagði Breki en viðtalið í heild má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Neytendur Samkeppnismál Tengdar fréttir Fleiri telja samráð stjórnvalda slæmt Samkvæmt nýrri könnun telur meirihluti fyrirtækja samráð stjórnvalda áður en reglum er breytt vera slæmt. Flest fyrirtæki segja skýrari leiðbeiningar skorta frá Fjármálaeftirlitinu og Samkeppniseftirlitinu. 16. apríl 2019 06:45 Íslensk reglubyrði sú þyngsta innan OECD Íslenska hagkerfið er það hagkerfi innan OECD sem býr við mestar reglubyrðar í þjónustugreinum. 17. apríl 2019 08:00 Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að eftirlit sé hluti af vernd neytenda. Hann segist þakka guði fyrir það að fyrirtæki gefi Samkeppniseftirlitinu ekki háa einkunn því svo væri þá væri eitthvað að. Breki ræddi rétt og vernd neytenda í tengslum við EES-samninginn í Bítinu á Bylgjunni í morgun en Neytendasamtökin standa fyrir málþingi um efnið í hádeginu í dag. Hann sagði mjög margt hafa breyst mjög fljótt til mikils batnaðar hér á landi fyrir neytendur eftir að við urðum aðilar að EES-samningnum. Þannig hafi til dæmis Samkeppniseftirlitið verið sett á fót í kjölfar samningsins en áður hafði eftirlit með fyrirtækjum verið mjög lítið að sögn Breka. „Og það er náttúrulega fyrir okkur, við erum mjög lítil þjóð, og þá græðum við hlutfallslega meira á svona samstarfi við stærri þjóðir. Ef við lítum til dæmis á málefni sem standa okkur nærri þá eru það reikisamningar símafyrirtækjanna. […] Það var bara fyrir þrýsting frá evrópskum neytendasamtökum,“ sagði Breki. Þá nefndi hann jafnframt réttindi flugfarþega sem eru miklu meiri á evrópska efnahagssvæðinu en annars staðar í heiminum. Spurður út í þá gagnrýni sem komi stundum fram á alþjóðlegt samstarf eins og EES-samninginn varðandi það að á okkur sé troðið alls konar tilskipunum sem ekki eigi við og að eftirlitsstofnanir þenjist út benti Breki á að öllu samstarfi fylgi kostir og gallar. Eðli þess sé að aðilar þurfi að gera málamiðlanir. „Samstarf gengur út á það að allir aðilar lagi sig að öllum hinum. Maður þarf að gefa eftir í einhverju og svo fær maður eitthvað annað í öðru. Varðandi eftirlitsiðnaðinn sem oft er kallaður, eftirlitsmenningu eða slíkt, þá gleyma menn því að það er hinn anginn á neytendaverndinni. Það er verið að vernda okkur. Til dæmis sá ég könnun í gær sem var verið að gera á meðal fyrirtækja þar sem Samkeppniseftirlitið fékk mjög slæma útreið, fyrirtæki gáfu Samkeppniseftirlitinu ekki háa einkunn. Ég segi bara þökkum guði fyrir það. Ef Samkeppniseftirlitið fengi háa einkunn hjá fyrirtækjum þá væri eitthvað að. Við verðum að passa okkur svolítið í þessari umræðu hvaðan hlutirnir eru að koma, hverjir eru hagsmunirnir og það er ekkert alltaf neytendurnir þó mennirnir berji sér á brjóst og segist bera hag neytendanna fyrir brjósti þá er það ekki alltaf svo. […] Þegar Samtök atvinnulífsins koma fram með könnun þá er ástæða fyrir því,“ sagði Breki en viðtalið í heild má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Neytendur Samkeppnismál Tengdar fréttir Fleiri telja samráð stjórnvalda slæmt Samkvæmt nýrri könnun telur meirihluti fyrirtækja samráð stjórnvalda áður en reglum er breytt vera slæmt. Flest fyrirtæki segja skýrari leiðbeiningar skorta frá Fjármálaeftirlitinu og Samkeppniseftirlitinu. 16. apríl 2019 06:45 Íslensk reglubyrði sú þyngsta innan OECD Íslenska hagkerfið er það hagkerfi innan OECD sem býr við mestar reglubyrðar í þjónustugreinum. 17. apríl 2019 08:00 Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Fleiri telja samráð stjórnvalda slæmt Samkvæmt nýrri könnun telur meirihluti fyrirtækja samráð stjórnvalda áður en reglum er breytt vera slæmt. Flest fyrirtæki segja skýrari leiðbeiningar skorta frá Fjármálaeftirlitinu og Samkeppniseftirlitinu. 16. apríl 2019 06:45
Íslensk reglubyrði sú þyngsta innan OECD Íslenska hagkerfið er það hagkerfi innan OECD sem býr við mestar reglubyrðar í þjónustugreinum. 17. apríl 2019 08:00