Nettröllin brjóta sér leið í raunheima Jakob Bjarnar skrifar 17. apríl 2019 14:35 Bæði Guðmundur Andri og Páll hafa áhyggjur af þeirri heift sem virðist vera að brjóta sér leið úr viðjum netsins og í raunheima. Páll Winkel fangelsismálastjóri telur fyrirliggjandi að heiftin sem finna má á netinu og félagslega einangrað fólk tileinkar sér geti reynst hættuleg.Vísir greindi frá því fyrr í dag að Guðmundur Andri Thorsson alþingismaður hafi orðið fyrir því í vikunni að maður, titrandi af reiði, hafi veist að honum í Hagkaup í Garðabæ. Með svívirðingum og fúkyrðaflaumi. Frásögn Guðmundar Andra hefur vakið verulega athygli og er Páll einn þeirra sem kveðið hafa sér hljóðs á Facebooksíðu Guðmundar Andra. Páll hefur áralanga reynslu í að takast á við bæði andlega vanheilt fólk sem og brotamenn. „Ég kannast við svona uppákomur og hef lent í þessu ítrekað. Ég held þó að þetta sé almennt bara veikt fólk sem lætur svona, óháð skoðunum þjóðfélagshópa og bakgrunni.“ Páll segir að það sem hafi breyst frá fyrri tímum er að þetta viðkvæma fólk er útsett fyrir ótrúlegu magni af ruglskoðunum og fullyrðingum sem vella út um allt á samfélagsmiðlum. „Svoleiðis þvættingur hefur meiri áhrif á þá sem eru félagslega einangraðir að öðru leyti, veikir fyrir og geta vegna lélegrar félagslegrar stöðu ekki speglað skoðanir sínar við annað venjulegt, skynsamt fólk. Samfélagsmiðlar móta því ansi mikið skoðanir þessa hóps og ég held að það geti raunverulega orðið hættulegt ástand.“ Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Maður titrandi af reiði veittist að Guðmundi Andra í Hagkaupum Mörk milli netbræði og svo raunheima virðast vera að mást út. 17. apríl 2019 10:35 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Páll Winkel fangelsismálastjóri telur fyrirliggjandi að heiftin sem finna má á netinu og félagslega einangrað fólk tileinkar sér geti reynst hættuleg.Vísir greindi frá því fyrr í dag að Guðmundur Andri Thorsson alþingismaður hafi orðið fyrir því í vikunni að maður, titrandi af reiði, hafi veist að honum í Hagkaup í Garðabæ. Með svívirðingum og fúkyrðaflaumi. Frásögn Guðmundar Andra hefur vakið verulega athygli og er Páll einn þeirra sem kveðið hafa sér hljóðs á Facebooksíðu Guðmundar Andra. Páll hefur áralanga reynslu í að takast á við bæði andlega vanheilt fólk sem og brotamenn. „Ég kannast við svona uppákomur og hef lent í þessu ítrekað. Ég held þó að þetta sé almennt bara veikt fólk sem lætur svona, óháð skoðunum þjóðfélagshópa og bakgrunni.“ Páll segir að það sem hafi breyst frá fyrri tímum er að þetta viðkvæma fólk er útsett fyrir ótrúlegu magni af ruglskoðunum og fullyrðingum sem vella út um allt á samfélagsmiðlum. „Svoleiðis þvættingur hefur meiri áhrif á þá sem eru félagslega einangraðir að öðru leyti, veikir fyrir og geta vegna lélegrar félagslegrar stöðu ekki speglað skoðanir sínar við annað venjulegt, skynsamt fólk. Samfélagsmiðlar móta því ansi mikið skoðanir þessa hóps og ég held að það geti raunverulega orðið hættulegt ástand.“
Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Maður titrandi af reiði veittist að Guðmundi Andra í Hagkaupum Mörk milli netbræði og svo raunheima virðast vera að mást út. 17. apríl 2019 10:35 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Maður titrandi af reiði veittist að Guðmundi Andra í Hagkaupum Mörk milli netbræði og svo raunheima virðast vera að mást út. 17. apríl 2019 10:35