Barnaverndarstofa sækist eftir að áfrýja máli Freyju til Hæstaréttar Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2019 17:54 Ákvörðun Barnaverndarstofu um að synja umsókn Freyju um að gerast fósturforeldri var felld úr gildi í Landsrétti í síðasta mánuði. Fréttablaðið/Anton Brink Ríkislögmaður hefur óskað eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í máli Freyju Haraldsdóttur, fyrrverandi þingmanns og baráttukonu fyrir réttindum fatlaðra, fyrir hönd Barnaverndarstofu. Landsréttur felldi úr gildi úrskurð um að Freyju væri synjað um að taka barn í fóstur í síðasta mánuði. Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður Freyju, staðfestir við Vísi að óskað hafi verið eftir áfrýjunarleyfinu í dag. Lögmenn Freyju fái frest til miðvikudags til að skila inn athugasemdum. Hæstiréttur taki sér svo nokkurra daga eða vikna umþóttunarfresti til að ákveða hvort hann taki málið upp. Forsaga málsins er sú að Freyja, sem er sjálf fötluð, sótti um að gerast fósturforeldri til Barnaverndarstofu. Umsókn hennar var hafnað áður en hún fékk tækifæri til að sitja matsnámskeið fyrir mögulega fósturforeldra. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Barnaverndarstofu af stefnu Freyju í júní í fyrra en Landsréttur sneri niðurstöðunni við 22. mars. Felldi Landsréttur úr gildi úrskurð úrskurðarnefndar velferðarmála sem staðfesti ákvörðun Barnaverndarstofu um að synja umsókn Freyju. Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu, segir við Vísi að í málinu reyni á grundvallarréttindi barna til að fá viðunandi umönnun og eðlilegt sé að Hæstiréttur taki það fyrir. Hún telur að rökstuðningur Landsréttar hafi verið einkennilegur, ekki síst þar sem fullyrt var að málið varðaði ekki hagsmuni barns.Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu.Fréttablaðið/Anton BrinkÍ færslu á Facebook-síðu sinni í dag segir Freyja að Barnaverndarstofa hafi fullt frelsi til að sækja um áfrýjunarleyfi en hún leyfi sér að efast um siðferði og fagmennsku þess að ríkisstofnun gangi svo langt gegn óbreyttum borgara í máli sem varði mismunun á grundvelli fötlunar til réttlátrar málsmeðferðar. „En ég held auðvitað áfram og tekst á við það sem framundan er - hvort sem kemur til áfrýjunar eða ekki. Niðurstaða landsréttar er skýr og afdráttarlaus. Hún markar líka tímamót í baráttusögu fatlaðs fólks innan réttarkerfisins. Ég treysti því einfaldlega að því réttlæti sem hefur verið náð fram þar verði haldið til streitu,“ skrifar hún.Ummælakerfi við þessa frétt er lokað að gefnu tilefni. Börn og uppeldi Dómsmál Tengdar fréttir Niðurlægjandi og sárt að vera ein örfárra sem fá ekki að sitja námskeiðið Freyju Haraldsdóttur þekkja eflaust flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni í gegnum tíðina og lætur hún fátt stoppa sig þrátt fyrir hindranir. 29. janúar 2019 11:30 Freyja heldur ótrauð áfram Landsréttur sneri í gær við dómi héraðsdóms í máli Freyju og Barnaverndarstofu þar sem henni hafði verið meinað að gerast fósturforeldri. Freyja fær nú að sitja námskeið þar sem hæfni hennar til að gerast fósturforeldri verður metin. 23. mars 2019 07:45 Freyja sigraði í Landsrétti Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu og er niðurstaðan sú að Freyju hafi verið mismunað vegna fötlunar. Landsréttur kvað upp dóm sinn klukkan 14:00 í dag. 22. mars 2019 15:55 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Ríkislögmaður hefur óskað eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í máli Freyju Haraldsdóttur, fyrrverandi þingmanns og baráttukonu fyrir réttindum fatlaðra, fyrir hönd Barnaverndarstofu. Landsréttur felldi úr gildi úrskurð um að Freyju væri synjað um að taka barn í fóstur í síðasta mánuði. Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður Freyju, staðfestir við Vísi að óskað hafi verið eftir áfrýjunarleyfinu í dag. Lögmenn Freyju fái frest til miðvikudags til að skila inn athugasemdum. Hæstiréttur taki sér svo nokkurra daga eða vikna umþóttunarfresti til að ákveða hvort hann taki málið upp. Forsaga málsins er sú að Freyja, sem er sjálf fötluð, sótti um að gerast fósturforeldri til Barnaverndarstofu. Umsókn hennar var hafnað áður en hún fékk tækifæri til að sitja matsnámskeið fyrir mögulega fósturforeldra. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Barnaverndarstofu af stefnu Freyju í júní í fyrra en Landsréttur sneri niðurstöðunni við 22. mars. Felldi Landsréttur úr gildi úrskurð úrskurðarnefndar velferðarmála sem staðfesti ákvörðun Barnaverndarstofu um að synja umsókn Freyju. Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu, segir við Vísi að í málinu reyni á grundvallarréttindi barna til að fá viðunandi umönnun og eðlilegt sé að Hæstiréttur taki það fyrir. Hún telur að rökstuðningur Landsréttar hafi verið einkennilegur, ekki síst þar sem fullyrt var að málið varðaði ekki hagsmuni barns.Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu.Fréttablaðið/Anton BrinkÍ færslu á Facebook-síðu sinni í dag segir Freyja að Barnaverndarstofa hafi fullt frelsi til að sækja um áfrýjunarleyfi en hún leyfi sér að efast um siðferði og fagmennsku þess að ríkisstofnun gangi svo langt gegn óbreyttum borgara í máli sem varði mismunun á grundvelli fötlunar til réttlátrar málsmeðferðar. „En ég held auðvitað áfram og tekst á við það sem framundan er - hvort sem kemur til áfrýjunar eða ekki. Niðurstaða landsréttar er skýr og afdráttarlaus. Hún markar líka tímamót í baráttusögu fatlaðs fólks innan réttarkerfisins. Ég treysti því einfaldlega að því réttlæti sem hefur verið náð fram þar verði haldið til streitu,“ skrifar hún.Ummælakerfi við þessa frétt er lokað að gefnu tilefni.
Börn og uppeldi Dómsmál Tengdar fréttir Niðurlægjandi og sárt að vera ein örfárra sem fá ekki að sitja námskeiðið Freyju Haraldsdóttur þekkja eflaust flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni í gegnum tíðina og lætur hún fátt stoppa sig þrátt fyrir hindranir. 29. janúar 2019 11:30 Freyja heldur ótrauð áfram Landsréttur sneri í gær við dómi héraðsdóms í máli Freyju og Barnaverndarstofu þar sem henni hafði verið meinað að gerast fósturforeldri. Freyja fær nú að sitja námskeið þar sem hæfni hennar til að gerast fósturforeldri verður metin. 23. mars 2019 07:45 Freyja sigraði í Landsrétti Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu og er niðurstaðan sú að Freyju hafi verið mismunað vegna fötlunar. Landsréttur kvað upp dóm sinn klukkan 14:00 í dag. 22. mars 2019 15:55 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Niðurlægjandi og sárt að vera ein örfárra sem fá ekki að sitja námskeiðið Freyju Haraldsdóttur þekkja eflaust flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni í gegnum tíðina og lætur hún fátt stoppa sig þrátt fyrir hindranir. 29. janúar 2019 11:30
Freyja heldur ótrauð áfram Landsréttur sneri í gær við dómi héraðsdóms í máli Freyju og Barnaverndarstofu þar sem henni hafði verið meinað að gerast fósturforeldri. Freyja fær nú að sitja námskeið þar sem hæfni hennar til að gerast fósturforeldri verður metin. 23. mars 2019 07:45
Freyja sigraði í Landsrétti Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu og er niðurstaðan sú að Freyju hafi verið mismunað vegna fötlunar. Landsréttur kvað upp dóm sinn klukkan 14:00 í dag. 22. mars 2019 15:55