Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka í Olís-deild karla, segir að viðureignin gegn Stjörnunni í átta liða úrslitum keppninnar verði enginn göngutúr í garðinum.
Úrslitakeppnin hefst á laugardaginn en Haukar, sem eru deildarmeistarar, mæta liðinu í áttunda sæti, Stjörnunni. Flestir spá Haukunum góðu gengi í úrslitakeppninni þetta tímabilið.
„Hvort sem við erum deildarmeistarar eða ekki þá viljum við berjast um alla titla og helst vinna. Það er alltaf pressa og það fylgir þessu starfi,“ sagði Gunnar í samtali við Guðjón Guðmundsson.
„Það fylgir því að vera í Haukum. Það er jákvætt að það séu gerðar væntingar til okkar en það eru fleiri lið en við sem ætlum að vinna þennan titil. Það eru mörg góð lið og þetta verður hörkukeppni.“
Ekki búast margir við því að Haukarnir lenti í einhverjum vandræðum með Stjörnumenn en Gunnar er með varann á.
„Við erum búnir að spila tvo hörkuleiki við þá í vetur. Þeir eru velmannaðir; gott markvarðarpar, góða vörn og sóknarlega eru þeir góðir sjö á móti sex og gott vopnabúr. Þetta er hörkulið.“
Gunnar: Það er alltaf pressa og það fylgir þessu starfi
Anton Ingi Leifsson skrifar
Mest lesið





„Ég sé Messi ekki missa af HM 2026“
Fótbolti




Gæti orðið dýrastur í sögu KR
Íslenski boltinn

Norsk handboltastjarna með krabbamein
Handbolti