Er mest fyrir okkur gert Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. apríl 2019 10:15 Gömlu skólabræðurnir Egill, Benedikt Helgi og Rúnar Þór njóta þess að ferðast saman, spjalla saman og spila saman. „Þetta er í fimmta skipti sem við komum vestur að spila, Egill Ólafsson og Benedikt Helgi Benediktsson í hljómsveitinni Rassar sem við stofnuðum á Núpi árið 1969,“ segir Rúnar Þór Pétursson tónlistarmaður, staddur í sínum gamla heimabæ, Ísafirði, þegar ég hringi í hann. Hann segir sömu hljóðfæraskipan hjá Rössum þá og nú. „Ég spila á gítar og bassa og Egill líka. Gerum það til skiptis eins og í gamla daga. Þá var náttúrlega ekkert internet og ekki einu sinni plötuspilari í skólanum, þannig að Egill spilaði allt á gítarinn sem hann kunni og þá spilaði ég á bassann, svo þegar hann var búinn með sín lög spilaði ég á gítarinn og hann tók við bassanum. Þurftum lítið að æfa, bara spila eftir minni. Benedikt var trommuleikari og er enn. Hljómsveitin Cream, með Ginger Baker, Jack Bruce og Eric Clapton, var voða vinsæl þessum tíma og við gerðum mikið af því að stæla hana.“Áttuð þið hljóðfærin sjálfir? „Við fengum lánaðan bassa frá einhverjum Súgfirðingi en Benni bjó á Núpi og var þar með sitt hafurtask, þar á meðal trommur.“ Rúnar Þór segir þá Egil bara hafa verið á Núpi þennan eina vetur. Báðir héldu áfram í tónlist eins og alþjóð veit.Fimmtán ára á Núpi, þar sem Rassar spiluðu mánaðarlega á dansæfingum.En hvað um Benedikt? „Hann fór í lögguna og er nýhættur sem rannsóknarlögreglumaður. Hefur held ég bara trommað með okkur. En það sem er svo merkilegt er hvað vináttan verður mikil á þessu aldri. Menn fara svo nálægt hverjir öðrum, því verða tengslin svo sterk.“ Rassar spiluðu í Húsinu á Ísafirði í gærkveldi en í kvöld eru þeir á Þingeyri. Spurður hvort sveitin gangi að sínum aðdáendum vísum fyrir vestan svarar Rúnar Þór: „Þetta er mest fyrir okkur gert. Við höfum gaman af að ferðast saman, spila saman og kjafta saman. Stoppum á leiðinni á bæ sem ég var í sveit á, á Reykjanesinu.“Er sama fólk þar enn þá? „Nei, en nýtt blóð skiptir engu máli og bærinn er eins. Ég held tryggð við staðinn, var þrjú sumur þar, tíu, ellefu og tólf ára, og leið vel en þurfti að hætta út af hljómsveitabrölti.“ Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Tónlist Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
„Þetta er í fimmta skipti sem við komum vestur að spila, Egill Ólafsson og Benedikt Helgi Benediktsson í hljómsveitinni Rassar sem við stofnuðum á Núpi árið 1969,“ segir Rúnar Þór Pétursson tónlistarmaður, staddur í sínum gamla heimabæ, Ísafirði, þegar ég hringi í hann. Hann segir sömu hljóðfæraskipan hjá Rössum þá og nú. „Ég spila á gítar og bassa og Egill líka. Gerum það til skiptis eins og í gamla daga. Þá var náttúrlega ekkert internet og ekki einu sinni plötuspilari í skólanum, þannig að Egill spilaði allt á gítarinn sem hann kunni og þá spilaði ég á bassann, svo þegar hann var búinn með sín lög spilaði ég á gítarinn og hann tók við bassanum. Þurftum lítið að æfa, bara spila eftir minni. Benedikt var trommuleikari og er enn. Hljómsveitin Cream, með Ginger Baker, Jack Bruce og Eric Clapton, var voða vinsæl þessum tíma og við gerðum mikið af því að stæla hana.“Áttuð þið hljóðfærin sjálfir? „Við fengum lánaðan bassa frá einhverjum Súgfirðingi en Benni bjó á Núpi og var þar með sitt hafurtask, þar á meðal trommur.“ Rúnar Þór segir þá Egil bara hafa verið á Núpi þennan eina vetur. Báðir héldu áfram í tónlist eins og alþjóð veit.Fimmtán ára á Núpi, þar sem Rassar spiluðu mánaðarlega á dansæfingum.En hvað um Benedikt? „Hann fór í lögguna og er nýhættur sem rannsóknarlögreglumaður. Hefur held ég bara trommað með okkur. En það sem er svo merkilegt er hvað vináttan verður mikil á þessu aldri. Menn fara svo nálægt hverjir öðrum, því verða tengslin svo sterk.“ Rassar spiluðu í Húsinu á Ísafirði í gærkveldi en í kvöld eru þeir á Þingeyri. Spurður hvort sveitin gangi að sínum aðdáendum vísum fyrir vestan svarar Rúnar Þór: „Þetta er mest fyrir okkur gert. Við höfum gaman af að ferðast saman, spila saman og kjafta saman. Stoppum á leiðinni á bæ sem ég var í sveit á, á Reykjanesinu.“Er sama fólk þar enn þá? „Nei, en nýtt blóð skiptir engu máli og bærinn er eins. Ég held tryggð við staðinn, var þrjú sumur þar, tíu, ellefu og tólf ára, og leið vel en þurfti að hætta út af hljómsveitabrölti.“
Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Tónlist Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira