Timburkirkju mögulega komið upp fyrir framan Notre-Dame Atli Ísleifsson skrifar 18. apríl 2019 21:50 Sóknarpresturinn Patrick Chauvet segir að timburkirkjan myndi þjóna bæði biðjendum og ferðamönnum. Getty Sóknarprestur Notre-Dame í París hefur lagt til að kirkju úr timbri verði komið upp tímabundið á torginu fyrir framan dómkirkjuna á meðan framkvæmdir við endurbyggingu standa yfir. Gríðarmiklar skemmdir urður á 850 ára gamalli kirkjunni í stórbruna sem varð á mánudagskvöld. Greint var frá því fyrr í kvöld að rannsakendur telji að skammhlaup hafi valdið eldsvoðanum. Sóknarpresturinn Patrick Chauvet segir í samtali við frönsku stöðina CNews að slík timburkirkja myndi þjóna bæði biðjendum og ferðamönnum. Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur sagt að kirkjan verði endurbyggð og opnuð á ný innan fimm ára. Chauvet segir hins vegar nauðsynlegt að finna einhverja lausn til bráðabirgða á meðan framkvæmdirnir standa yfir. „Við getum ekki sagt að „dómkirkjan sé lokuð næstu fimm árin og þannig er það bara“. […] Get ég ekki látið reisa tímabundna dómkirkju á torginu,“ spyr Chauvet og bætir við að slík bygging ætti að vera falleg, táknræn og heillandi. Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísarborgar ku vera samþykk tillögunni. Í frétt BBC segir að fordæmi sé fyrir slíkri byggingu en timburkirkju var komið fyrir fyrir framan dómkirkjuna í Christchurch á Nýja-Sjálandi eftir að sú skemmdist mikið í skjálftanum mikla árið 2011 þar sem 185 manns fórust. Bruninn í Notre-Dame Frakkland Tengdar fréttir Kalla eftir tillögum að nýrri spíru frá arkitektum heimsbyggðarinnar Frönsk yfirvöld munu bjóða arkitektum víða um heim að senda inn tillögur að hönnun á nýrri spíru fyrir Notre Dame dómkirkjuna. Eldri spíran varð eldinum sem geysaði í kirkjunni á mánudaginn að bráð. 17. apríl 2019 13:00 Drónamyndir varpa ljósi á gríðarlegar skemmdir Feiknastór göt eru á Notre Dame-dómkirkjunni, einkum þar sem þak hennar og spíra féllu saman. 17. apríl 2019 16:51 Skammhlaup líklegasta skýring brunans í Notre-Dame Rannsakendur í Frakklandi telja að skammhlaup sé líklegasta skýringin á brunanum sem kom upp í Notre-Dame í París á mánudag. 18. apríl 2019 17:11 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Sóknarprestur Notre-Dame í París hefur lagt til að kirkju úr timbri verði komið upp tímabundið á torginu fyrir framan dómkirkjuna á meðan framkvæmdir við endurbyggingu standa yfir. Gríðarmiklar skemmdir urður á 850 ára gamalli kirkjunni í stórbruna sem varð á mánudagskvöld. Greint var frá því fyrr í kvöld að rannsakendur telji að skammhlaup hafi valdið eldsvoðanum. Sóknarpresturinn Patrick Chauvet segir í samtali við frönsku stöðina CNews að slík timburkirkja myndi þjóna bæði biðjendum og ferðamönnum. Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur sagt að kirkjan verði endurbyggð og opnuð á ný innan fimm ára. Chauvet segir hins vegar nauðsynlegt að finna einhverja lausn til bráðabirgða á meðan framkvæmdirnir standa yfir. „Við getum ekki sagt að „dómkirkjan sé lokuð næstu fimm árin og þannig er það bara“. […] Get ég ekki látið reisa tímabundna dómkirkju á torginu,“ spyr Chauvet og bætir við að slík bygging ætti að vera falleg, táknræn og heillandi. Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísarborgar ku vera samþykk tillögunni. Í frétt BBC segir að fordæmi sé fyrir slíkri byggingu en timburkirkju var komið fyrir fyrir framan dómkirkjuna í Christchurch á Nýja-Sjálandi eftir að sú skemmdist mikið í skjálftanum mikla árið 2011 þar sem 185 manns fórust.
Bruninn í Notre-Dame Frakkland Tengdar fréttir Kalla eftir tillögum að nýrri spíru frá arkitektum heimsbyggðarinnar Frönsk yfirvöld munu bjóða arkitektum víða um heim að senda inn tillögur að hönnun á nýrri spíru fyrir Notre Dame dómkirkjuna. Eldri spíran varð eldinum sem geysaði í kirkjunni á mánudaginn að bráð. 17. apríl 2019 13:00 Drónamyndir varpa ljósi á gríðarlegar skemmdir Feiknastór göt eru á Notre Dame-dómkirkjunni, einkum þar sem þak hennar og spíra féllu saman. 17. apríl 2019 16:51 Skammhlaup líklegasta skýring brunans í Notre-Dame Rannsakendur í Frakklandi telja að skammhlaup sé líklegasta skýringin á brunanum sem kom upp í Notre-Dame í París á mánudag. 18. apríl 2019 17:11 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Kalla eftir tillögum að nýrri spíru frá arkitektum heimsbyggðarinnar Frönsk yfirvöld munu bjóða arkitektum víða um heim að senda inn tillögur að hönnun á nýrri spíru fyrir Notre Dame dómkirkjuna. Eldri spíran varð eldinum sem geysaði í kirkjunni á mánudaginn að bráð. 17. apríl 2019 13:00
Drónamyndir varpa ljósi á gríðarlegar skemmdir Feiknastór göt eru á Notre Dame-dómkirkjunni, einkum þar sem þak hennar og spíra féllu saman. 17. apríl 2019 16:51
Skammhlaup líklegasta skýring brunans í Notre-Dame Rannsakendur í Frakklandi telja að skammhlaup sé líklegasta skýringin á brunanum sem kom upp í Notre-Dame í París á mánudag. 18. apríl 2019 17:11
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent