Bráðnun hófst mánuði fyrr á Grænlandi eftir óvanaleg hlýindi Kjartan Kjartansson skrifar 18. apríl 2019 23:25 Grænlandsjökull bráðnar nú hratt vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Myndin er af Jakobshafnarjöklinum á vesturströnd Grænlands. Vísir/EPA Sumarbráðnun íss á Grænlandi er þegar hafin og er það sagt rúmum mánuði fyrr en í venjulegi árferði. Hiti á suðausturströnd Grænlands hefur farið allt að tuttugu stigum yfir meðaltal síðustu vikur. Vanalega byrjar Grænlandsjökull ekki að bráðna fyrr en í maí en í vor mældist fyrst bráðnun 7. apríl, að því er segir í frétt Washington Post. Loftihiti hækkaði skyndilega upp í 5°C eftir að meira en tuttugu stiga frost hafði verið þar í byrjun mánaðar. Í kjölfarið kólnaði aðeins aftur en síðustu vikuna hefur hitinn verið um eða yfir frostmarki. Snjó- og ísgagnamiðstöð Bandaríkjanna segir að hraði bráðnunarinnar svo snemma vors sé í hæstu hæðum. Gervihnattamyndir sýni gríðarlega bráðun svo snemma á svæðum við suðausturströndina. Hlýindin eru rakin til hlýs lofts sem hefur streymt norður á bóginn frá Flórída vegna breytinga á skotvindum. Lítil útbreiðsla hafíss í Norður-Íshafinu norður af Skandinavíu hafi magnað hlýnunina. Vísindamenn búast við því að slíkar aðstæður verði tíðari með áframhaldandi hnattrænni hlýnun af völdum manna. Víðar hefur verið hlýtt á norðlægum slóðum í vetur og byrjun vors. Í Alaska hafa þverár Júkonfljóts aldrei losnað fyrr úr klakaböndum og á Skotlandi fór hitinn yfir tuttugu gráður í febrúar. Haf- og loftlagsstofnun Bandaríkjanna staðfesti nýlega að marsmánuður hafi verið sá annar hlýjasti frá því að mælingar hófust. Grænland Loftslagsmál Norðurslóðir Tengdar fréttir Regn og hlýindi stöðva hundasleðakeppni í Alaska Aflýsa hefur þurft hundasleðakeppnum og stytta leiðir vegna aðstæðna í Alaska þar sem hitinn hefur verið yfir frostmarki undanfarið. Á sama tíma bítur kuldaboli íbúa í miðvesturríkjum Bandaríkjanna fast. 31. janúar 2019 15:58 Ár í Alaska aldrei losnað fyrr úr klakaböndum Óvenjuleg hlýindi hafa verið í Alaska og hafís á Beringshafi hefur verið með minnsta móti. 15. apríl 2019 10:39 Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Sjá meira
Sumarbráðnun íss á Grænlandi er þegar hafin og er það sagt rúmum mánuði fyrr en í venjulegi árferði. Hiti á suðausturströnd Grænlands hefur farið allt að tuttugu stigum yfir meðaltal síðustu vikur. Vanalega byrjar Grænlandsjökull ekki að bráðna fyrr en í maí en í vor mældist fyrst bráðnun 7. apríl, að því er segir í frétt Washington Post. Loftihiti hækkaði skyndilega upp í 5°C eftir að meira en tuttugu stiga frost hafði verið þar í byrjun mánaðar. Í kjölfarið kólnaði aðeins aftur en síðustu vikuna hefur hitinn verið um eða yfir frostmarki. Snjó- og ísgagnamiðstöð Bandaríkjanna segir að hraði bráðnunarinnar svo snemma vors sé í hæstu hæðum. Gervihnattamyndir sýni gríðarlega bráðun svo snemma á svæðum við suðausturströndina. Hlýindin eru rakin til hlýs lofts sem hefur streymt norður á bóginn frá Flórída vegna breytinga á skotvindum. Lítil útbreiðsla hafíss í Norður-Íshafinu norður af Skandinavíu hafi magnað hlýnunina. Vísindamenn búast við því að slíkar aðstæður verði tíðari með áframhaldandi hnattrænni hlýnun af völdum manna. Víðar hefur verið hlýtt á norðlægum slóðum í vetur og byrjun vors. Í Alaska hafa þverár Júkonfljóts aldrei losnað fyrr úr klakaböndum og á Skotlandi fór hitinn yfir tuttugu gráður í febrúar. Haf- og loftlagsstofnun Bandaríkjanna staðfesti nýlega að marsmánuður hafi verið sá annar hlýjasti frá því að mælingar hófust.
Grænland Loftslagsmál Norðurslóðir Tengdar fréttir Regn og hlýindi stöðva hundasleðakeppni í Alaska Aflýsa hefur þurft hundasleðakeppnum og stytta leiðir vegna aðstæðna í Alaska þar sem hitinn hefur verið yfir frostmarki undanfarið. Á sama tíma bítur kuldaboli íbúa í miðvesturríkjum Bandaríkjanna fast. 31. janúar 2019 15:58 Ár í Alaska aldrei losnað fyrr úr klakaböndum Óvenjuleg hlýindi hafa verið í Alaska og hafís á Beringshafi hefur verið með minnsta móti. 15. apríl 2019 10:39 Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Sjá meira
Regn og hlýindi stöðva hundasleðakeppni í Alaska Aflýsa hefur þurft hundasleðakeppnum og stytta leiðir vegna aðstæðna í Alaska þar sem hitinn hefur verið yfir frostmarki undanfarið. Á sama tíma bítur kuldaboli íbúa í miðvesturríkjum Bandaríkjanna fast. 31. janúar 2019 15:58
Ár í Alaska aldrei losnað fyrr úr klakaböndum Óvenjuleg hlýindi hafa verið í Alaska og hafís á Beringshafi hefur verið með minnsta móti. 15. apríl 2019 10:39