Handbolti

Úrslitin í leik Fjölnis og Vals standa

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Anton Rúnarsson skoraði markið umdeilda gegn Fjölni.
Anton Rúnarsson skoraði markið umdeilda gegn Fjölni. vísir/bára
Úrslitin í leik Vals og Fjölnis í undanúrslitum Coca Cola-bikars karla í síðasta mánuði standa.

Þegar fimm sekúndur voru til leiksloka fengu Valsmenn afar umdeilt vítakast og Arnar Máni Rúnarsson, línumaður Fjölnis, rauða spjaldið í kjölfarið. Anton Rúnarsson skoraði úr vítinu og jafnaði í 22-22. Valur vann svo leikinn í framlengingu, 25-28. Dómarar leiksins viðurkenndu seinna mistök sín og rauða spjaldið á Arnar Mána var dregið til baka.

Fjölnismenn kærðu og fóru fram á að markið umdeilda yrði látið niður falla og úrslit leiksins yrðu 22-21, þeim í vil. Til vara var þess krafist að síðustu fimm sekúndur leiksins yrðu leiknar aftur og til þrautavara að leikurinn yrði spilaður aftur í heild sinni.

Þá gerðu Fjölnismenn kröfu um að bikarúrslitaleikurinn, þar sem FH vann Val, yrði leikinn aftur.

Áfrýjunardómstóll hafnaði öllum kröfum Fjölnis og úrslitin í leiknum standa því.

Dóminn má lesa með því að smella hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×