Kristrún lék fimm leiki með Roma í ítölsku úrvalsdeildinni en hún gekk í raðir liðsins síðasta sumar. Fyrri hluta síðasta árs lék hún með Chieti í ítölsku B-deildinni.
Kristrún, sem er 24 ára, lék með Selfossi hér á landi. Hún á að baki 55 leiki og fjögur mörk í efstu deild með Selfossi. Hún var í liði Selfyssinga sem komst í bikarúrslit 2014.
Avaldsnes er með eitt stig eftir fyrstu tvær umferðirnar í norsku úrvalsdeildinni. Næsti leikur liðsins er gegn Trondheims-Örn sunnudaginn 14. apríl.
Midfielder Kristrun Antonsdottirhas today left the club to join Norwegian side Avaldsnes.
Best of luck for the future, Kris!#ASRomaWomen#ASRomapic.twitter.com/eEbysLNr8c
— AS Roma Women (@ASRomaWomen) April 2, 2019