Mótmælendur dregnir út úr dómsmálaráðuneytinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. apríl 2019 15:58 Úr dómsmálaráðuneytinu í morgun. Vísir/Vilhelm Um fimmtán manns mættu í dómsmálaráðuneytið við Sölvhólsgötu í miðbæ Reykjavíkur á fjórða tímanum þar sem þeir hugðust mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi. No Borders stóðu að mótmælunum en ljósmyndari Vísis taldi þrettán mótmælendur til viðbótar við þá tvo sem taka upp myndefni. Lögregla var kölluð til og dró mótmælendurna út úr ráðuneytinu en þar hugðust þeir sitja sem fastast. Voru trommur slegnar og látið í sér heyra. Elínborg Harpa Önundardottir hjá No Borders segir kyrrsetumótmælin vera haldin til að minna stjórnvöld á að það sé ekki hægt að hundsa fólk í neyð sem biðji um áheyrn.Mótmælandi dreginn út úr ráðuneytinu.Vísir/Vilhelm„Fyrir helgi barst flóttafólki a Íslandi svar fra dómsmálaráðuneytinu þar sem beiðni þeirra um samráðsfundi var neitað. Bent var á að flóttafólk hefði nú þegar hitt forsætisráðuneytið og að það ætti að duga. Á fundi með forsætisraðuneytinu var flóttafólki hins vegar sagt að þau væru ekki rétta ráðuneytið og að þau ættu að keyra til dómsmálaráðuneytisins,“ segir Elínborg Harpa. „Því stöndum við og sitjum hér í dag í von um að yfirvöld virði þann sjálfsagða gjörning lýðræðisríkja að hlusta á jaðarsetta hópa samfélagsins þegar þeir biðja um áheyrn og hjálp.“Fyrir utan ráðuneytið í dag.Vísir/VilhelmKröfurnar 5 sem flóttafólk vilji ræða við yfirvöld séu: 1. Ekki fleiri brottvísanir, byrja á að stöðva brottvísanir til Grikklands og Ítalíu. 2. Efnismeðferð fyrir alla, sérstaklega fólk sem á það á hættu að vera vísað til óöruggs lands frá öðru Evrópuríki. 3. Atvinnuleyfi á meðan á umsókn stendur 4. Jafn aðgangur að heilbrigðiskerfi 5. Að endir sé bundin á einangrunina sem flóttafólk á Ásbrú og annarsstaðar fyrir utan höfuðborgarsvæðið byr við. Hælisleitendur Tengdar fréttir Páll frábiður sér það að vera stimplaður rasisti Páll Magnússon telur fráleitt að tengja rasisma við gagnrýni á umgengni á Austurvelli. 20. mars 2019 10:43 Segir ekkert til sem heiti krúttleg valdbeiting Þingmanni sem varð vitni að mótmælum hælisleitenda á Austurvelli í síðustu viku blöskraði aðgerðir lögreglu. Lögregla segir að gætt hafi verið meðalhófs. 22. mars 2019 08:00 Gagnrýndi málflutning þingmanna um mótmælin á Austurvelli Sigríður María Egilsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, benti þingheimi á að rétturinn til að mótmæla standi og falli með lýðræðinu sjálfu. 20. mars 2019 22:06 „Ekki sniðugt“ hjá mótmælendum að hengja spjöld á Jón Sigurðsson Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það hafi ekki verið gott ráð hjá mótmælendum á Austurvelli að hengja mótmælaspjöld á styttuna af Jóni Sigurðssyni. 24. mars 2019 13:00 Lögreglan á fund þingnefndar vegna harðræðis á Austurvelli Þingmenn í minnihluta allsherjar- og menntamálanefndar óskuðu eftir fundi með lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu til að svara fyrir harðræði. Formaður nefndarinnar fordæmir umgengni mótmælenda. 20. mars 2019 07:15 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Um fimmtán manns mættu í dómsmálaráðuneytið við Sölvhólsgötu í miðbæ Reykjavíkur á fjórða tímanum þar sem þeir hugðust mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi. No Borders stóðu að mótmælunum en ljósmyndari Vísis taldi þrettán mótmælendur til viðbótar við þá tvo sem taka upp myndefni. Lögregla var kölluð til og dró mótmælendurna út úr ráðuneytinu en þar hugðust þeir sitja sem fastast. Voru trommur slegnar og látið í sér heyra. Elínborg Harpa Önundardottir hjá No Borders segir kyrrsetumótmælin vera haldin til að minna stjórnvöld á að það sé ekki hægt að hundsa fólk í neyð sem biðji um áheyrn.Mótmælandi dreginn út úr ráðuneytinu.Vísir/Vilhelm„Fyrir helgi barst flóttafólki a Íslandi svar fra dómsmálaráðuneytinu þar sem beiðni þeirra um samráðsfundi var neitað. Bent var á að flóttafólk hefði nú þegar hitt forsætisráðuneytið og að það ætti að duga. Á fundi með forsætisraðuneytinu var flóttafólki hins vegar sagt að þau væru ekki rétta ráðuneytið og að þau ættu að keyra til dómsmálaráðuneytisins,“ segir Elínborg Harpa. „Því stöndum við og sitjum hér í dag í von um að yfirvöld virði þann sjálfsagða gjörning lýðræðisríkja að hlusta á jaðarsetta hópa samfélagsins þegar þeir biðja um áheyrn og hjálp.“Fyrir utan ráðuneytið í dag.Vísir/VilhelmKröfurnar 5 sem flóttafólk vilji ræða við yfirvöld séu: 1. Ekki fleiri brottvísanir, byrja á að stöðva brottvísanir til Grikklands og Ítalíu. 2. Efnismeðferð fyrir alla, sérstaklega fólk sem á það á hættu að vera vísað til óöruggs lands frá öðru Evrópuríki. 3. Atvinnuleyfi á meðan á umsókn stendur 4. Jafn aðgangur að heilbrigðiskerfi 5. Að endir sé bundin á einangrunina sem flóttafólk á Ásbrú og annarsstaðar fyrir utan höfuðborgarsvæðið byr við.
Hælisleitendur Tengdar fréttir Páll frábiður sér það að vera stimplaður rasisti Páll Magnússon telur fráleitt að tengja rasisma við gagnrýni á umgengni á Austurvelli. 20. mars 2019 10:43 Segir ekkert til sem heiti krúttleg valdbeiting Þingmanni sem varð vitni að mótmælum hælisleitenda á Austurvelli í síðustu viku blöskraði aðgerðir lögreglu. Lögregla segir að gætt hafi verið meðalhófs. 22. mars 2019 08:00 Gagnrýndi málflutning þingmanna um mótmælin á Austurvelli Sigríður María Egilsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, benti þingheimi á að rétturinn til að mótmæla standi og falli með lýðræðinu sjálfu. 20. mars 2019 22:06 „Ekki sniðugt“ hjá mótmælendum að hengja spjöld á Jón Sigurðsson Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það hafi ekki verið gott ráð hjá mótmælendum á Austurvelli að hengja mótmælaspjöld á styttuna af Jóni Sigurðssyni. 24. mars 2019 13:00 Lögreglan á fund þingnefndar vegna harðræðis á Austurvelli Þingmenn í minnihluta allsherjar- og menntamálanefndar óskuðu eftir fundi með lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu til að svara fyrir harðræði. Formaður nefndarinnar fordæmir umgengni mótmælenda. 20. mars 2019 07:15 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Páll frábiður sér það að vera stimplaður rasisti Páll Magnússon telur fráleitt að tengja rasisma við gagnrýni á umgengni á Austurvelli. 20. mars 2019 10:43
Segir ekkert til sem heiti krúttleg valdbeiting Þingmanni sem varð vitni að mótmælum hælisleitenda á Austurvelli í síðustu viku blöskraði aðgerðir lögreglu. Lögregla segir að gætt hafi verið meðalhófs. 22. mars 2019 08:00
Gagnrýndi málflutning þingmanna um mótmælin á Austurvelli Sigríður María Egilsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, benti þingheimi á að rétturinn til að mótmæla standi og falli með lýðræðinu sjálfu. 20. mars 2019 22:06
„Ekki sniðugt“ hjá mótmælendum að hengja spjöld á Jón Sigurðsson Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það hafi ekki verið gott ráð hjá mótmælendum á Austurvelli að hengja mótmælaspjöld á styttuna af Jóni Sigurðssyni. 24. mars 2019 13:00
Lögreglan á fund þingnefndar vegna harðræðis á Austurvelli Þingmenn í minnihluta allsherjar- og menntamálanefndar óskuðu eftir fundi með lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu til að svara fyrir harðræði. Formaður nefndarinnar fordæmir umgengni mótmælenda. 20. mars 2019 07:15