Liðsmenn Sigur Rósar neita allir sök í skattsvikamáli Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. apríl 2019 10:19 Frá héraðsdómi í morgun. VÍSIR/VILHELM Allir fjórir meðlimir Sigur Rósar sem ákærðir hafa verið fyrir skattalagabrot neituðu sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Meint skattsvik liðsmanna sveitarinnar og endurskoðanda Jóns Þórs Birgissonar, söngvara, nema 150 milljónum króna samkvæmt ákæru. Sjá einnig: Meint skattsvik meðlima Sigur Rósar alls um 150 milljónir króna Jón Þór, Georg Holm, bassaleikari sveitarinnar, Kjartan Sveinsson, fyrrverandi hljómborðsleikari og Orri Páll Dýrason fyrrverandi trommari mættu allir í dómsal í morgun og tóku afstöðu til ákæru héraðssaksóknara. Gunnar Þór Ásgeirsson endurskoðandi, sem einnig er ákærður í málinu, er erlendis og mætti ekki í dómsal til að taka afstöðu til málsins. Fram kom fyrir dómi að hann muni gera það síðar en fyrirtaka í málinu fer fram þann 20. maí næstkomandi. Mál Sigur Rósar-manna voru tekin fyrir hvert í sínu lagi í héraðsdómi í morgun. Allir komu þeir fyrir dóminn hver á fætur öðrum og neituðu sök, fyrst Orri Páll, Georg og Kjartan og því næst Jón Þór, eftir nokkra bið. Fyrir dómi kom fram að ný ákæra hefði verið gefin út á hendur Jóni Þór og félagi í hans eigu, Frakks slf., en hann kvaðst ekki hafa séð hana þegar dómari innti hann eftir því. Jón Þór sagðist svo saklaus af báðum ákærum. Jón Þór Birgisson og Orri Páll Dýrason fallast hér í faðma fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur.Vísir/vilhelm Hljómsveitarmeðlimirnir eru ákærðir ásamt endurskoðanda fyrir skattalagabrot í tengslum við fjögur félög sín. Von Andi ehf. og Ess err ehf. hér á landi, Hopefully Touring Ltd. í Bretlandi og Von Andi Inc. líklega í Bandaríkjunum, að því er fram kom í Fréttablaðinu í morgun. Samtals nema meint skattalagabrot Sigur Rósar-manna 150 milljónum króna, samkvæmt ákærum í málinu. Er hljómsveitarmeðlimum gefið að sök að telja ekki fram á skattframtölum sínum tekjur frá félögunum og arðgreiðslur og komast þannig hjá greiðslu tekjuskatts, útsvars, og fjármagnstekjuskatts. Áður hafa meðlimir Sigur Rósar harmað mjög að embætti héraðssaksóknara hafi ákveðið að ákæra þá, að því er fram kom í yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér vegna ákærunnar á dögunum. Þá sagði Georg Holm bassaleikari sveitarinnar á sínum tíma að málið væri „eintómt klúður“ og að verið væri að laga það sem fór úrskeiðis í uppgjöri hans og annarra hljómsveitarmeðlima. Sigur Rós Skattar og tollar Tónlist Skattamál Sigur Rósar Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Sjá meira
Allir fjórir meðlimir Sigur Rósar sem ákærðir hafa verið fyrir skattalagabrot neituðu sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Meint skattsvik liðsmanna sveitarinnar og endurskoðanda Jóns Þórs Birgissonar, söngvara, nema 150 milljónum króna samkvæmt ákæru. Sjá einnig: Meint skattsvik meðlima Sigur Rósar alls um 150 milljónir króna Jón Þór, Georg Holm, bassaleikari sveitarinnar, Kjartan Sveinsson, fyrrverandi hljómborðsleikari og Orri Páll Dýrason fyrrverandi trommari mættu allir í dómsal í morgun og tóku afstöðu til ákæru héraðssaksóknara. Gunnar Þór Ásgeirsson endurskoðandi, sem einnig er ákærður í málinu, er erlendis og mætti ekki í dómsal til að taka afstöðu til málsins. Fram kom fyrir dómi að hann muni gera það síðar en fyrirtaka í málinu fer fram þann 20. maí næstkomandi. Mál Sigur Rósar-manna voru tekin fyrir hvert í sínu lagi í héraðsdómi í morgun. Allir komu þeir fyrir dóminn hver á fætur öðrum og neituðu sök, fyrst Orri Páll, Georg og Kjartan og því næst Jón Þór, eftir nokkra bið. Fyrir dómi kom fram að ný ákæra hefði verið gefin út á hendur Jóni Þór og félagi í hans eigu, Frakks slf., en hann kvaðst ekki hafa séð hana þegar dómari innti hann eftir því. Jón Þór sagðist svo saklaus af báðum ákærum. Jón Þór Birgisson og Orri Páll Dýrason fallast hér í faðma fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur.Vísir/vilhelm Hljómsveitarmeðlimirnir eru ákærðir ásamt endurskoðanda fyrir skattalagabrot í tengslum við fjögur félög sín. Von Andi ehf. og Ess err ehf. hér á landi, Hopefully Touring Ltd. í Bretlandi og Von Andi Inc. líklega í Bandaríkjunum, að því er fram kom í Fréttablaðinu í morgun. Samtals nema meint skattalagabrot Sigur Rósar-manna 150 milljónum króna, samkvæmt ákærum í málinu. Er hljómsveitarmeðlimum gefið að sök að telja ekki fram á skattframtölum sínum tekjur frá félögunum og arðgreiðslur og komast þannig hjá greiðslu tekjuskatts, útsvars, og fjármagnstekjuskatts. Áður hafa meðlimir Sigur Rósar harmað mjög að embætti héraðssaksóknara hafi ákveðið að ákæra þá, að því er fram kom í yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér vegna ákærunnar á dögunum. Þá sagði Georg Holm bassaleikari sveitarinnar á sínum tíma að málið væri „eintómt klúður“ og að verið væri að laga það sem fór úrskeiðis í uppgjöri hans og annarra hljómsveitarmeðlima.
Sigur Rós Skattar og tollar Tónlist Skattamál Sigur Rósar Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent