Meint skattsvik Jónsa nema 190 milljónum með nýrri ákæru Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. apríl 2019 12:19 Jón Þór Birgisson, Jónsi, söngvari Sigur Rósar. Getty/Stefan Hoederath Jón Þór Birgisson, söngvari Sigur Rósar, og endurskoðandi hans, Gunnar Þór Ásgeirsson, hafa verið ákærðir fyrir að hafa komið félagi í eigu Jóns Þórs undan greiðslu tekjuskatts upp á 146 milljónir. Áður hafði Jón Þór verið ákærður fyrir brot upp á 43 milljónir króna og nema meint brot því nú samtals 190 milljónum. RÚV greinir frá en nýja ákæran var lögð fram við þingfestingu skattsvikamáls Sigur Rósar í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar kom fram að ákæran varðaði Jón Þór og félag í hans eigu, Frakk slf. RÚV hefur upp úr ákæru að Jóni Þór og Gunnari sé gefið að sök að hafa ekki staðið skil á skattaframtölum vegna gjaldáranna 2011 til 2015. Þeim hafi á þessu tímabili láðst að telja fram rekstrartekjur félagsins sem námu rúmum 700 milljónum króna. Vísir hefur óskað eftir ákærunni. Jón Þór kvaðst ekki hafa séð ákæruna þegar dómari innti hann eftir því í héraðsdómi í morgun, þar sem skattsvikamál hans, endurskoðandans og þriggja annarra meðlima Sigur Rósar var þingfest. Jón Þór sagðist fyrir dómi í dag bæði saklaus af nýju ákærunni og þeirri sem áður hafði verið gefin út á hendur honum. Í þeirri síðarnefndu er Jóni Þór gefið að sök að hafa ekki greitt tekjuskatt og útsvar upp á rúmar 30 milljónir króna og svo fyrir vangreiddan fjármagnstekjuskatt upp á rúmar 13 milljónir króna. Meint brot hans ná til tekjuáranna 2010, 2012, 2013 og 2014. Hinir liðsmenn Sigur Rósar, Georg Holm bassaleikari Kjartan Sveinsson fyrrverandi hljómborðsleikari og Orri Páll Dýrason fyrrverandi trommari neituðu allir sök í sínum skattalagabrotamálum fyrir dómi í dag. Gunnar Þór Ásgeirsson endurskoðandi var ekki viðstaddur þingfestinguna í morgun en fram kom fyrir dómi að hann hafi neitað sök í skýrslutöku hjá lögreglu. Dómsmál Sigur Rós Skattamál Sigur Rósar Tengdar fréttir Liðsmenn Sigur Rósar neita allir sök í skattsvikamáli Allir fjórir meðlimir Sigur Rósar sem ákærðir hafa verið fyrir skattalagabrot neituðu sök við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Endurskoðandi Jóns Þórs Birgissonar, söngvara sveitarinnar, sem einnig er ákærður í málinu, neitaði einnig sök við fyrirtökuna. 3. apríl 2019 10:19 Ákæran hryggir Sigur Rósar-menn en vona að málið skýrist fyrir dómi Þeir hafi ávallt haft fullan ásetning til að standa í réttum skilum við skattayfirvöld og stóðu í þeirri trú að það hefði verið gert. 28. mars 2019 15:37 Félög í eigu Sigur Rósar eiga hundruð milljóna króna Fá enn ríflega hundrað milljónir á ári í erlendar höfundarréttartekjur. Hljómplötu- og DVD-sala dvínar en skilar enn milljónum. Tugir milljóna króna greiddar í arð út úr félögunum frá stofnun. Ákærðir fyrir að telja ekki fram tekjur og arðgreiðslur frá félögunum og komast þannig hjá greiðslu alls 150 milljóna. 3. apríl 2019 06:30 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Jón Þór Birgisson, söngvari Sigur Rósar, og endurskoðandi hans, Gunnar Þór Ásgeirsson, hafa verið ákærðir fyrir að hafa komið félagi í eigu Jóns Þórs undan greiðslu tekjuskatts upp á 146 milljónir. Áður hafði Jón Þór verið ákærður fyrir brot upp á 43 milljónir króna og nema meint brot því nú samtals 190 milljónum. RÚV greinir frá en nýja ákæran var lögð fram við þingfestingu skattsvikamáls Sigur Rósar í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar kom fram að ákæran varðaði Jón Þór og félag í hans eigu, Frakk slf. RÚV hefur upp úr ákæru að Jóni Þór og Gunnari sé gefið að sök að hafa ekki staðið skil á skattaframtölum vegna gjaldáranna 2011 til 2015. Þeim hafi á þessu tímabili láðst að telja fram rekstrartekjur félagsins sem námu rúmum 700 milljónum króna. Vísir hefur óskað eftir ákærunni. Jón Þór kvaðst ekki hafa séð ákæruna þegar dómari innti hann eftir því í héraðsdómi í morgun, þar sem skattsvikamál hans, endurskoðandans og þriggja annarra meðlima Sigur Rósar var þingfest. Jón Þór sagðist fyrir dómi í dag bæði saklaus af nýju ákærunni og þeirri sem áður hafði verið gefin út á hendur honum. Í þeirri síðarnefndu er Jóni Þór gefið að sök að hafa ekki greitt tekjuskatt og útsvar upp á rúmar 30 milljónir króna og svo fyrir vangreiddan fjármagnstekjuskatt upp á rúmar 13 milljónir króna. Meint brot hans ná til tekjuáranna 2010, 2012, 2013 og 2014. Hinir liðsmenn Sigur Rósar, Georg Holm bassaleikari Kjartan Sveinsson fyrrverandi hljómborðsleikari og Orri Páll Dýrason fyrrverandi trommari neituðu allir sök í sínum skattalagabrotamálum fyrir dómi í dag. Gunnar Þór Ásgeirsson endurskoðandi var ekki viðstaddur þingfestinguna í morgun en fram kom fyrir dómi að hann hafi neitað sök í skýrslutöku hjá lögreglu.
Dómsmál Sigur Rós Skattamál Sigur Rósar Tengdar fréttir Liðsmenn Sigur Rósar neita allir sök í skattsvikamáli Allir fjórir meðlimir Sigur Rósar sem ákærðir hafa verið fyrir skattalagabrot neituðu sök við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Endurskoðandi Jóns Þórs Birgissonar, söngvara sveitarinnar, sem einnig er ákærður í málinu, neitaði einnig sök við fyrirtökuna. 3. apríl 2019 10:19 Ákæran hryggir Sigur Rósar-menn en vona að málið skýrist fyrir dómi Þeir hafi ávallt haft fullan ásetning til að standa í réttum skilum við skattayfirvöld og stóðu í þeirri trú að það hefði verið gert. 28. mars 2019 15:37 Félög í eigu Sigur Rósar eiga hundruð milljóna króna Fá enn ríflega hundrað milljónir á ári í erlendar höfundarréttartekjur. Hljómplötu- og DVD-sala dvínar en skilar enn milljónum. Tugir milljóna króna greiddar í arð út úr félögunum frá stofnun. Ákærðir fyrir að telja ekki fram tekjur og arðgreiðslur frá félögunum og komast þannig hjá greiðslu alls 150 milljóna. 3. apríl 2019 06:30 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Liðsmenn Sigur Rósar neita allir sök í skattsvikamáli Allir fjórir meðlimir Sigur Rósar sem ákærðir hafa verið fyrir skattalagabrot neituðu sök við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Endurskoðandi Jóns Þórs Birgissonar, söngvara sveitarinnar, sem einnig er ákærður í málinu, neitaði einnig sök við fyrirtökuna. 3. apríl 2019 10:19
Ákæran hryggir Sigur Rósar-menn en vona að málið skýrist fyrir dómi Þeir hafi ávallt haft fullan ásetning til að standa í réttum skilum við skattayfirvöld og stóðu í þeirri trú að það hefði verið gert. 28. mars 2019 15:37
Félög í eigu Sigur Rósar eiga hundruð milljóna króna Fá enn ríflega hundrað milljónir á ári í erlendar höfundarréttartekjur. Hljómplötu- og DVD-sala dvínar en skilar enn milljónum. Tugir milljóna króna greiddar í arð út úr félögunum frá stofnun. Ákærðir fyrir að telja ekki fram tekjur og arðgreiðslur frá félögunum og komast þannig hjá greiðslu alls 150 milljóna. 3. apríl 2019 06:30