Meint skattsvik Jónsa nema 190 milljónum með nýrri ákæru Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. apríl 2019 12:19 Jón Þór Birgisson, Jónsi, söngvari Sigur Rósar. Getty/Stefan Hoederath Jón Þór Birgisson, söngvari Sigur Rósar, og endurskoðandi hans, Gunnar Þór Ásgeirsson, hafa verið ákærðir fyrir að hafa komið félagi í eigu Jóns Þórs undan greiðslu tekjuskatts upp á 146 milljónir. Áður hafði Jón Þór verið ákærður fyrir brot upp á 43 milljónir króna og nema meint brot því nú samtals 190 milljónum. RÚV greinir frá en nýja ákæran var lögð fram við þingfestingu skattsvikamáls Sigur Rósar í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar kom fram að ákæran varðaði Jón Þór og félag í hans eigu, Frakk slf. RÚV hefur upp úr ákæru að Jóni Þór og Gunnari sé gefið að sök að hafa ekki staðið skil á skattaframtölum vegna gjaldáranna 2011 til 2015. Þeim hafi á þessu tímabili láðst að telja fram rekstrartekjur félagsins sem námu rúmum 700 milljónum króna. Vísir hefur óskað eftir ákærunni. Jón Þór kvaðst ekki hafa séð ákæruna þegar dómari innti hann eftir því í héraðsdómi í morgun, þar sem skattsvikamál hans, endurskoðandans og þriggja annarra meðlima Sigur Rósar var þingfest. Jón Þór sagðist fyrir dómi í dag bæði saklaus af nýju ákærunni og þeirri sem áður hafði verið gefin út á hendur honum. Í þeirri síðarnefndu er Jóni Þór gefið að sök að hafa ekki greitt tekjuskatt og útsvar upp á rúmar 30 milljónir króna og svo fyrir vangreiddan fjármagnstekjuskatt upp á rúmar 13 milljónir króna. Meint brot hans ná til tekjuáranna 2010, 2012, 2013 og 2014. Hinir liðsmenn Sigur Rósar, Georg Holm bassaleikari Kjartan Sveinsson fyrrverandi hljómborðsleikari og Orri Páll Dýrason fyrrverandi trommari neituðu allir sök í sínum skattalagabrotamálum fyrir dómi í dag. Gunnar Þór Ásgeirsson endurskoðandi var ekki viðstaddur þingfestinguna í morgun en fram kom fyrir dómi að hann hafi neitað sök í skýrslutöku hjá lögreglu. Dómsmál Sigur Rós Skattamál Sigur Rósar Tengdar fréttir Liðsmenn Sigur Rósar neita allir sök í skattsvikamáli Allir fjórir meðlimir Sigur Rósar sem ákærðir hafa verið fyrir skattalagabrot neituðu sök við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Endurskoðandi Jóns Þórs Birgissonar, söngvara sveitarinnar, sem einnig er ákærður í málinu, neitaði einnig sök við fyrirtökuna. 3. apríl 2019 10:19 Ákæran hryggir Sigur Rósar-menn en vona að málið skýrist fyrir dómi Þeir hafi ávallt haft fullan ásetning til að standa í réttum skilum við skattayfirvöld og stóðu í þeirri trú að það hefði verið gert. 28. mars 2019 15:37 Félög í eigu Sigur Rósar eiga hundruð milljóna króna Fá enn ríflega hundrað milljónir á ári í erlendar höfundarréttartekjur. Hljómplötu- og DVD-sala dvínar en skilar enn milljónum. Tugir milljóna króna greiddar í arð út úr félögunum frá stofnun. Ákærðir fyrir að telja ekki fram tekjur og arðgreiðslur frá félögunum og komast þannig hjá greiðslu alls 150 milljóna. 3. apríl 2019 06:30 Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Jón Þór Birgisson, söngvari Sigur Rósar, og endurskoðandi hans, Gunnar Þór Ásgeirsson, hafa verið ákærðir fyrir að hafa komið félagi í eigu Jóns Þórs undan greiðslu tekjuskatts upp á 146 milljónir. Áður hafði Jón Þór verið ákærður fyrir brot upp á 43 milljónir króna og nema meint brot því nú samtals 190 milljónum. RÚV greinir frá en nýja ákæran var lögð fram við þingfestingu skattsvikamáls Sigur Rósar í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar kom fram að ákæran varðaði Jón Þór og félag í hans eigu, Frakk slf. RÚV hefur upp úr ákæru að Jóni Þór og Gunnari sé gefið að sök að hafa ekki staðið skil á skattaframtölum vegna gjaldáranna 2011 til 2015. Þeim hafi á þessu tímabili láðst að telja fram rekstrartekjur félagsins sem námu rúmum 700 milljónum króna. Vísir hefur óskað eftir ákærunni. Jón Þór kvaðst ekki hafa séð ákæruna þegar dómari innti hann eftir því í héraðsdómi í morgun, þar sem skattsvikamál hans, endurskoðandans og þriggja annarra meðlima Sigur Rósar var þingfest. Jón Þór sagðist fyrir dómi í dag bæði saklaus af nýju ákærunni og þeirri sem áður hafði verið gefin út á hendur honum. Í þeirri síðarnefndu er Jóni Þór gefið að sök að hafa ekki greitt tekjuskatt og útsvar upp á rúmar 30 milljónir króna og svo fyrir vangreiddan fjármagnstekjuskatt upp á rúmar 13 milljónir króna. Meint brot hans ná til tekjuáranna 2010, 2012, 2013 og 2014. Hinir liðsmenn Sigur Rósar, Georg Holm bassaleikari Kjartan Sveinsson fyrrverandi hljómborðsleikari og Orri Páll Dýrason fyrrverandi trommari neituðu allir sök í sínum skattalagabrotamálum fyrir dómi í dag. Gunnar Þór Ásgeirsson endurskoðandi var ekki viðstaddur þingfestinguna í morgun en fram kom fyrir dómi að hann hafi neitað sök í skýrslutöku hjá lögreglu.
Dómsmál Sigur Rós Skattamál Sigur Rósar Tengdar fréttir Liðsmenn Sigur Rósar neita allir sök í skattsvikamáli Allir fjórir meðlimir Sigur Rósar sem ákærðir hafa verið fyrir skattalagabrot neituðu sök við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Endurskoðandi Jóns Þórs Birgissonar, söngvara sveitarinnar, sem einnig er ákærður í málinu, neitaði einnig sök við fyrirtökuna. 3. apríl 2019 10:19 Ákæran hryggir Sigur Rósar-menn en vona að málið skýrist fyrir dómi Þeir hafi ávallt haft fullan ásetning til að standa í réttum skilum við skattayfirvöld og stóðu í þeirri trú að það hefði verið gert. 28. mars 2019 15:37 Félög í eigu Sigur Rósar eiga hundruð milljóna króna Fá enn ríflega hundrað milljónir á ári í erlendar höfundarréttartekjur. Hljómplötu- og DVD-sala dvínar en skilar enn milljónum. Tugir milljóna króna greiddar í arð út úr félögunum frá stofnun. Ákærðir fyrir að telja ekki fram tekjur og arðgreiðslur frá félögunum og komast þannig hjá greiðslu alls 150 milljóna. 3. apríl 2019 06:30 Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Liðsmenn Sigur Rósar neita allir sök í skattsvikamáli Allir fjórir meðlimir Sigur Rósar sem ákærðir hafa verið fyrir skattalagabrot neituðu sök við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Endurskoðandi Jóns Þórs Birgissonar, söngvara sveitarinnar, sem einnig er ákærður í málinu, neitaði einnig sök við fyrirtökuna. 3. apríl 2019 10:19
Ákæran hryggir Sigur Rósar-menn en vona að málið skýrist fyrir dómi Þeir hafi ávallt haft fullan ásetning til að standa í réttum skilum við skattayfirvöld og stóðu í þeirri trú að það hefði verið gert. 28. mars 2019 15:37
Félög í eigu Sigur Rósar eiga hundruð milljóna króna Fá enn ríflega hundrað milljónir á ári í erlendar höfundarréttartekjur. Hljómplötu- og DVD-sala dvínar en skilar enn milljónum. Tugir milljóna króna greiddar í arð út úr félögunum frá stofnun. Ákærðir fyrir að telja ekki fram tekjur og arðgreiðslur frá félögunum og komast þannig hjá greiðslu alls 150 milljóna. 3. apríl 2019 06:30