Ungir kórallar á hverfanda hveli eftir meiriháttar fölnun Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2019 08:56 Kórallar lifa í sambýli við þörunga. Þegar sjórinn hlýnar óvenjulega mikið í lengri tíma geta kórallarnir losað sig við þörungana og fölnað. Þá er hætta á að þeir drepist. Vísir/EPA Meiriháttar fölnun á Kóralrifinu mikla við Ástralíu árin 2016 og 2017 hefur leitt til þess að ungum kóröllum hefur fækkað um 89%. Vísindamenn segja að hlýnun hafsins hafi valdið hamförunum í kóralrifinu. Um tveir þriðju hlutar Kóralrifsins mikla á um 1.500 kílómetra löngum kafla skemmdust þegar hlýindin í hafinu ollu meiriháttar fölnun kóralla tvö ár í röð. Nú er talið að fölnunin þessi ár sé ástæða þess að lítil nýliðun varð í rifinu í fyrra. Grein um rannsókn á nýjum kóröllum í rifinu í fyrra birtist í vísindaritinu Nature í dag. „Dauðir kórallar búa ekki til börn,“ segir Terry Hughes, prófessor við James Cook-háskóla í Queensland í Ástralíu og aðalhöfundur greinarinnar, við breska ríkisútvarpið BBC. Vísindamennirnir telja að rifið geti jafnað sig á fimm til tíu árum eigi frekari fölnun sér ekki stað í millitíðinni. Það er þó nánast óhugsandi vegna áframhaldandi hlýnun jarðar. Kórallar eru viðkvæmir fyrir hitastigsbreytingum. Þegar sjórinn hlýnar bregðast þeir við með því að losa sig við þörunga sem þeir eiga í samlífi við og fölna þannig. Vari hlýindin lengi geta kórallarnir drepist. Kóralrifið mikla er stærsta kóralrif í heimi og er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Það er gríðarlega mikilvægt vistkerfum í hafinu og er líffræðilega fjölbreyttasti staðurinn á heimsminjaskránni. Andrew Baird, annar höfunda greinarinnar, segir staðbundnar aðgerðir til að bjarga rifinu dugi skammt. Eina lausnin sé að grípa til loftslagsaðgerða á heimsvísu. Ástralía Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Forsætisráðherra Ástralíu gefst upp á loftslagsstefnu Uppgjöf ráðherrans er talin hafa veikt pólitíska stöðu hans enn frekar. Flokkur hans hefur nauman þingmeirihluta og er í basli í skoðanakönnunum. 20. ágúst 2018 10:17 Fölnun kóralrifja gæti verið að ljúka í bili Þriggja ára tímabili fölnunar kóralrifja á jörðinni gæti verið að ljúka. Bandaríska haf- og loftslagsstofnunin spáir því að hlýindum í Indlandshafi sé að ljúka en hætta er enn til staðar í Atlants- og Kyrrahafi. 21. júní 2017 16:43 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sjá meira
Meiriháttar fölnun á Kóralrifinu mikla við Ástralíu árin 2016 og 2017 hefur leitt til þess að ungum kóröllum hefur fækkað um 89%. Vísindamenn segja að hlýnun hafsins hafi valdið hamförunum í kóralrifinu. Um tveir þriðju hlutar Kóralrifsins mikla á um 1.500 kílómetra löngum kafla skemmdust þegar hlýindin í hafinu ollu meiriháttar fölnun kóralla tvö ár í röð. Nú er talið að fölnunin þessi ár sé ástæða þess að lítil nýliðun varð í rifinu í fyrra. Grein um rannsókn á nýjum kóröllum í rifinu í fyrra birtist í vísindaritinu Nature í dag. „Dauðir kórallar búa ekki til börn,“ segir Terry Hughes, prófessor við James Cook-háskóla í Queensland í Ástralíu og aðalhöfundur greinarinnar, við breska ríkisútvarpið BBC. Vísindamennirnir telja að rifið geti jafnað sig á fimm til tíu árum eigi frekari fölnun sér ekki stað í millitíðinni. Það er þó nánast óhugsandi vegna áframhaldandi hlýnun jarðar. Kórallar eru viðkvæmir fyrir hitastigsbreytingum. Þegar sjórinn hlýnar bregðast þeir við með því að losa sig við þörunga sem þeir eiga í samlífi við og fölna þannig. Vari hlýindin lengi geta kórallarnir drepist. Kóralrifið mikla er stærsta kóralrif í heimi og er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Það er gríðarlega mikilvægt vistkerfum í hafinu og er líffræðilega fjölbreyttasti staðurinn á heimsminjaskránni. Andrew Baird, annar höfunda greinarinnar, segir staðbundnar aðgerðir til að bjarga rifinu dugi skammt. Eina lausnin sé að grípa til loftslagsaðgerða á heimsvísu.
Ástralía Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Forsætisráðherra Ástralíu gefst upp á loftslagsstefnu Uppgjöf ráðherrans er talin hafa veikt pólitíska stöðu hans enn frekar. Flokkur hans hefur nauman þingmeirihluta og er í basli í skoðanakönnunum. 20. ágúst 2018 10:17 Fölnun kóralrifja gæti verið að ljúka í bili Þriggja ára tímabili fölnunar kóralrifja á jörðinni gæti verið að ljúka. Bandaríska haf- og loftslagsstofnunin spáir því að hlýindum í Indlandshafi sé að ljúka en hætta er enn til staðar í Atlants- og Kyrrahafi. 21. júní 2017 16:43 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sjá meira
Forsætisráðherra Ástralíu gefst upp á loftslagsstefnu Uppgjöf ráðherrans er talin hafa veikt pólitíska stöðu hans enn frekar. Flokkur hans hefur nauman þingmeirihluta og er í basli í skoðanakönnunum. 20. ágúst 2018 10:17
Fölnun kóralrifja gæti verið að ljúka í bili Þriggja ára tímabili fölnunar kóralrifja á jörðinni gæti verið að ljúka. Bandaríska haf- og loftslagsstofnunin spáir því að hlýindum í Indlandshafi sé að ljúka en hætta er enn til staðar í Atlants- og Kyrrahafi. 21. júní 2017 16:43