Handbolti

Verður með heimsmeistarana næstu fimm árin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jacobsen með heimsmeistarabikarinn.
Jacobsen með heimsmeistarabikarinn. vísir/getty
Nikolaj Jacobsen hefur framlengt samning sinn við danska handknattleikssambandið um að þjálfa karlalið Dana fram yfir Ólympíuleikana í París 2024.

Jacobsen gerði Dani að heimsmeisturum í fyrsta sinn í janúar. Hann tók við danska liðið af Guðmundi Guðmundssyni árið 2017. Jacobsen stýrði Dönum á EM 2018 þar sem þeir lentu í 4. sæti. Þeir voru hins vegar óstöðvandi á HM á heimavelli í janúar og unnu alla tíu leiki sína.

Jacobsen er einnig þjálfari Rhein-Neckar Löwen og hefur verið frá 2014. Hann tók einnig við þýska liðinu af Guðmundi. Jacobsen hefur tvisvar sinnum gert Ljónin að Þýskalandsmeisturum og einu sinni að bikarmeisturum.

Í sumar hættir Jacobsen með Löwen og einbeitir sér alfarið að þjálfun danska landsliðsins. Við starfi hans hjá Löwen tekur Kristján Andrésson, landsliðsþjálfari Svíþjóðar.

Síðar í mánuðinum mætir Danmörk Svartfjallalandi í tveimur leikjum í undankeppni EM 2020. Danir eru með fullt hús stiga á toppi síns riðils.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×